— GESTAPÓ —
Myers Briggs
» Gestapó   » Almennt spjall
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Coca Cola 20/12/04 15:58

ég er INTP samkvæmt þessu, nokkuð sáttur við lýsinguna, margir strengir í manni sem óma þegar maður les hana.

Tvö glös á dag - alla ævi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 20/12/04 16:17

Tók prófið aftur og þá varð ég skyndilega KPMG.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 20/12/04 16:19

Til hamingju, þú ert þá í raun últrahægriheimdellingsendurskoðanda grey, eða hvað?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 20/12/04 16:22

Nei. Kvikindislegur Prakkari Með Grallaraspóaívafi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 20/12/04 16:29

En hvað með ritstjórnina, hvernig myndi hún dragast í þessa dilka?
Er Enter í rauninni PWHC?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Coca Cola 20/12/04 16:38

ég held að hann flokkist sem NTer

Tvö glös á dag - alla ævi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 20/12/04 16:41

Coca Cola mælti:

ég held að hann flokkist sem NTer

‹Hlær ógurlega›

Besti brandari ársins!

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 20/12/04 16:52

ESTP

Hemingway & Roosevelt ‹Aha.. nú erum við að dansa!›

Krónprins & Forsætisráðherra Baggalútíu • Baggalútíu allt!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
víólskrímsl 20/12/04 19:37

INTJ. Þetta er nú farið að verða óhugnanlegt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 20/12/04 19:42

Já ... ég sem hélt að ég væri svo sérstakur. Alltaf gaman að hafa svona félaga, en þetta er orðið fullmikið. Kannski er þetta bara af því að INTJ-ar eru svona gríðarlega miklir netnördar að eðlisfari ...

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/12/04 08:57

Er ég eini INFP-inn, mikið er það nú sárt eins og það er indælt... hehe

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 21/12/04 09:03

Skabbi skrumari mælti:

Er ég eini INFP-inn, mikið er það nú sárt eins og það er indælt... hehe

INFP-ar eru sjaldgæfir og dýrmætir ... en ég get glatt þig með að ég veit um einn annan slíkan hér á Gestapó sem ég þekki persónulega; veit samt ekki alveg hvort ég hef leyfi til að segja hver það er að svo stöddu ...

Svo þekki ég líka annan INFP sem ekki er á Gestapó, þannig að þetta er bara í góðu lagi. Reyndar hef ég ekki skikkað alveg alla vini og vandamenn til að taka þetta próf (þó svo að það slagi hátt í það), þannig að maður veit ekki almennilega hvaða týpur leynast meðal hinna sem eftir eru.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 21/12/04 12:20

Það eru verulegar líkur á því að það séu fjandi fleiri en 1% sem eru INTJ-arar, amk. miðað við fjölda þeirra á þessum þræði. En slíkt rennur enn frekari stoðum undir óáreiðanleika þessa prófs.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 21/12/04 12:51

Hér ber reyndar að varast eina gildru. Hún er sú að ofálykta og yfirfæra þegar það á ekki við.

Hin vísindalega aðferð krefst þess að þegar hlutfallsleg dreifing mannkyns í flokka eftir einhverjum einkennum er ákvörðuð, þá skal það gert með handahófskennu úrtaki sem er líklegt til að endurspegla sem breiðastan þverskurð af mannkyninu öllu. Dreifing þeirra sem á þessum þræði hafa tjáð sig er hins vegar frekar langt frá því að vera handahófskennd. Hér eru nokkrir þættir því til grundvallar:

1) Menn taka hér prófið upp á sitt einsdæmi, og tjá sig um það upp á sitt einsdæmi. Þeir sem ekki hafa áhuga á þessu taka ekki prófið eða tjá sig.

- Þetta veldur skekkju í átt að I, þar sem slíkt fólk er meira fyrir sjálfsskoðun en E fólk. Einnig er hugsanlegt að það valdi einnig skekkju í átt að J, þar sem slíkt fólk er líklegra til að vilja komast að niðurstöðu um hlutina en P fólk.

2) Um er að ræða þráð á netspjallsvæði. Aftur veldur þetta skekkju í átt að I; innhverft fólk er líklegra en úthverft til að hanga yfir slíku.

3) Flestir þeir sem hanga á Gestapó eru afar vel máli farnir. Þetta einkennir fremur N fólk en S fólk. Ennfremur er líklegra að þeir sem eru hvað best máli farnir kjósi að tjá sig hér. Skekkja í þá átt ætti því að koma fram hjá þeim sem svara.

Sennilega mætti örugglega nefna margt fleira, en ég held að ég sé búinn að gera heiðarlega tilraun til að sannfæra raunhyggjufólkið hér um að ég skoða þetta próf, eins og annað, út frá vísindalegum forsendum.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 21/12/04 12:54

Það er nú gott því aldrei má slá of marga varnagla þegar hégómakitlspróf eru annars vegar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 21/12/04 16:51

Eigi kitlaði þetta hégóma vorn sérstaklega og sumu vorum vér ósammála. En eigi komumst vér þó hjá að brosa er vér sáum þetta í lýsingunni á INTP er vér lásum hana aftur:

One of the tipoffs that a person is an INTP is her obsession with logical correctness

og minntumst þess þá að vér höfðum skrifað þetta ofar í þessum þræði:

„Þetta er þó skárra en stjörnuspeki er Hakuchi nefndi (sem er í reynd nánast hægt að afsanna 'rökfræðilega')...“

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 26/12/04 02:25

Ef þið fílið að taka svona próf þá er eitthvað af þeim hérna

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Milton Friedman 26/12/04 03:57

INTJ

You are:

* slightly expressed introvert
* slightly expressed intuitive personality
* moderately expressed thinking personality
* moderately expressed judging personality

        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: