— GESTAPÓ —
Gat nú skeð...
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2, 3, 4  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 16/12/04 13:19

Hann er ekkert fyrir mér ef hann kann ekki að glíma almennilega. ‹mætir í glímusamfestingnum sínum›

Mikill Hákon • Keisari Baggalútíu • Eigandi sálar Vambans • Sendiherra Baggalútíu í Afríku
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 16/12/04 13:21

Ég man að ég rústaði honum í bandí, hérna um árið...

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lómagnúpur 16/12/04 13:39

Hverjir eru þið til að dæma mann geðveikan eða ekki geðveikan? Menn geta verið haldnir vænisýki án þess að vera geðveikir. Þið þekkið mannin ekki, hafið aldrei einu sinni hitt hann. Það er nýtt fyrir mér ef menn eru bara sjúkdómsgreindir af einhverjum kverúlöntum með fjarstýringu og skikkaðir inn á stofnanir án þess að spyrja kóng eða prest.

Víst er að hann er ákaflega öfgakenndur í orðum og háttarlagi, en það er heldur ekkert nýtt og ekkert sem hefur þróast á síðustu árum. Það er ekkert sem bendir til þess að honum hafi farið aftur í taflmennsku síðan hann tefldi fyrir opnum dyrum í Júgóslavíu, svo það er engin ástæða til þess að vera með einhverjar geðveikisaumingjaháðsglósur í hans garð.

Og þó svo væri. Ég gæti talið upp fjölda manna sem eru ekki lengur á tindinum og meiga eiga sinn fífil fegurri bæði andlega og líkamlega en uppskera ekki þennan yfirlætislega hroka og vanþóknun og Fisher gerir.

Það var og.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lómagnúpur 16/12/04 13:41

Van Horn mælti:

Hvaða fagmenn eru það? Maðurinn hefur ekki teflt í 12 ár. Hvernig í ósköpunum er hægt að halda því fram að hann beri enn
höfuð og herðar yfir aðra skákmenn?

Ef ég segði: "Pelé er bestur", hvað myndir þú þá segja?

Það var og.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 16/12/04 13:46

Lómagnúpur mælti:

Það er ekkert sem bendir til þess að honum hafi farið aftur í taflmennsku síðan hann tefldi fyrir opnum dyrum í Júgóslavíu.

Mig minnir endilega að spekingar skáka hafi einmitt ekkert verið sérlega impóneraðir yfir töktum Fishers í Júgóslavíu, þó hann hafi sýnt snilldartakta af og til.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 16/12/04 13:58

Er Fischer ekki bara verulega sérvitur og einrænn fýlupoki eins og stór hluti íslendinga? Ég er hræddur um að það geti orðið þröngt á þingi á geðheilbrigðisstofnunum landsins ef allir fúllyndu sérvitringarnir yrðu sendir í meðferð. Auk þess yrði víða auðn í sveitum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 16/12/04 13:59

Ég veit ekki hvort það ætti að kalla froðufellandi gyðingahatur sérvisku.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Van Horn 16/12/04 14:08

Eins og ég skyldi þig þá varstu að tala um núið. En burtséð frá því, þegar Fischer var upp á sitt besta bar hann vissulega höfuð og herðar yfir aðra skákmenn, samkeppnin var nú reyndar ekki merkileg.
Ég kaupi hins vegar ekki að Fischer sé langsterkasti skákmaður sögunnar, einvígið 72 var verulega illa teflt, hann þorði ekki í Karpov 75 og síðan er til maður sem heitir Kasparov sem margsannaði yfirburði sína yfir aðra skákmenn þrátt fyrir miklu harðari mótstöðu en Fischer nokkurn tímann fékk.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fári Egilsson 16/12/04 14:51

Það hafa nú fleiri en við fjarstýringarkverúlantarnir haft áhyggjur af geðheilsu Fischer. Bæði hafa þeir sem standa honum næst lýst áhyggjum sínum að geðheilbrigði hans og svo læknar sem hafa skoðað hann.

En það er kannski óþarfi að vera að grínast með heilsu hans, þótt að mín vegna megi gera grín að velflestu.

Brunamálaráðherra og Forhirðir • If you can't beat them, burn them!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 16/12/04 15:03

Fári Egilsson mælti:

Það hafa nú fleiri en við fjarstýringarkverúlantarnir haft áhyggjur af geðheilsu Fischer. Bæði hafa þeir sem standa honum næst lýst áhyggjum sínum að geðheilbrigði hans og svo læknar sem hafa skoðað hann.

En það er kannski óþarfi að vera að grínast með heilsu hans, þótt að mín vegna megi gera grín að velflestu.

Hvað með Megas, hann er nú ansi ruglaður karlinn og hann fær að ráfa hérna um eins og honum sýnist. Sem og allir aðrir villuráfandi geðsjúklingar. Málið er að þetta er miklu algengara vandamál en við gerum okkur grein fyrir og við gerum okkur lítið grein fyrir þessu vandamáli vegna þess að þessir einstaklingar hafa yfir heildina litið, geta hagað sér vel.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 16/12/04 15:04

Ég reiddist heiftarlega þegar ég hlustaði á hádegisfréttirnar áðan. Þar var sagt frá því að ríkisstjórnin ætlaði að leyfa Bobby að vera hér ef hann vildi en svo var líka sagt frá ungum manni sem var vísað úr landi vegna þess að stjórnvöld voru ekki sátt við ráðahagi hans. Þ.e., töldu að hann hefði gifst unnustu sinni til þess eins að fá að vera hér.

Það er náttúrulega stjörnuleikur að bjóða Bobby að vera hér - vekur athygli og þeir sem ekki vita betur gætu haldið að til Íslands væru allir velkomnir. Þetta er publicity stunt af verstu sort.

Hvað meintar geðraskanir hans varðar, finnst mér að ríkisvaldið mætti búa betur að þeim sem hér eru og eiga við slíkar raskanir að stríða, áður en það fer að flytja inn fleiri vandamál.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 16/12/04 15:12

Heyr heyr Haraldur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 16/12/04 15:19

Haraldur Austmann mælti:

Ég reiddist heiftarlega þegar ég hlustaði á hádegisfréttirnar áðan. Þar var sagt frá því að ríkisstjórnin ætlaði að leyfa Bobby að vera hér ef hann vildi en svo var líka sagt frá ungum manni sem var vísað úr landi vegna þess að stjórnvöld voru ekki sátt við ráðahagi hans. Þ.e., töldu að hann hefði gifst unnustu sinni til þess eins að fá að vera hér.

Það er náttúrulega stjörnuleikur að bjóða Bobby að vera hér - vekur athygli og þeir sem ekki vita betur gætu haldið að til Íslands væru allir velkomnir. Þetta er publicity stunt af verstu sort.

Þetta er bara alveg eins og með "Dúndranúna"

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 16/12/04 15:27

Að minnsta kosti var Dúndranúna enn í leikhæfu formi. Þessi er ekki einu sinni íþróttamaður lengur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 16/12/04 15:30

Já þetta er hið furðulegasta mál. Hef velt því fyrir mér og reynt að taka til þess afstöðu, en ég hreinlega kemst ekki að neinni niðurstöðu. Sem mér finnst eiginlega öllu furðulegra svona allavega fyrir mitt leyti þar sem ég hef sterkar skoðanir á allt og öllu eins og sönnum Íslending sæmir.

Til þess þó að hafa einhverja skoðun á þessu, þá legg ég til að Óli og Dorrit ættleiði bara kappann en þau eru barnlaus. Þannig myndi jafnræðis reglunar vera gætt varðandi landvistarleyfi. Nú og Dorrit myndi þá bara rasskella óþekktarangann þegar hann væri með þessar furðulegu skoðanir sínar í garð gyðinga. Þá yrði nú líf og fjör á Bessastöðum og í nógu að snúast í "barnauppeldinu". Þannig myndi Michael Caine líka fá smá frið frá forsetahjónunum en hann má varla halda orðið kaffiboð að þau eru ekki mætt nagandi þröskuldinn heima hjá honum.

Krónprins & Forsætisráðherra Baggalútíu • Baggalútíu allt!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 16/12/04 15:32

Greyið Caine. Hann hefur alla mína samúð.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 16/12/04 16:03

Vegna orða Hlégests og fleiri þá vil ég spyrja Bagglýtinga, hver er mesti skákmaður sögunnar?

Sjálfur tek ég þessa fjóra út fyrir sviga (röðin segir ekkert um hver hafi verið "bestur" af þeim):

1. A. Aljekin

2. Michael Tal

3. Garry Kasparov

4. Bobby Fisher

Auðvitað eru miklu fleiri sem voru merkilegir fyrir þróun skáklistarinnar, Nimzowich, Capablanca o.s.frv.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 16/12/04 16:06

Það er eitthvað við hann Karpov sem ég hef alltaf verið hrifinn af. Kem samt ekki alveg fingrinum á það.

-

Þorpsbúi -
LOKAÐ
        1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: