— GESTAPÓ —
Hvaða orð rímar við tungl?
» Gestapó   » Kveðist á
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 10/9/03 19:12

Þetta fyrirbæri, tungl, hefur sjálfsagt vafist fyrir mörgum sem ætla að botna vísu með þessu orði. Ég fann þó lausnina:

Hátt á himni lýsir tungl
hælir stjörnuþingi.
Brosir dátt að æstum ungl-
ingi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 10/9/03 20:15

Ekki var það galið.

Fagurt ofar færist tungl
fyndið
ekki gleður ýta þungl-
- yndið

Svo var það skáldið sem kvaðst á við skrattann og setti fram fyrripartinn:

Horfðu í þessa egg egg
undir þetta tungl tungl

skrattinn gat ekki botnað en það gat skáldið

þá steipi ég þér með legg legg
lið sem hrærir úln úln

hentist þá kölski fyrir björg fram og varð af sálinni... mér hefur reyndar alltaf þótt þessi botn heldur billlegur - gott að nú hefur verið gerð bragarbót.

Dr.Barbapabbi
 • LOKAР•  Senda skilaboð
skeptík 10/9/03 20:38

og það er fullt tungl í nótt!!! - allir út að spangóla!

GESTUR
 • LOKAР• 
Afbæjarmaður 10/9/03 22:41

Hæ hvurslags! Vandamálið við þetta orð, tungl, er framburðarlegs eðlis m.a. Flestir bera oftast fram (nema hreinlega um ofvöndum sé að ræða) orðið án g-hljóðsins, í staðinn uppgómmælist n-ið. Einnig er auðvitað ú-hljóð í stað u í framburði. Því er etv mikilvægt að hlusta og láta ekki stafsetningu rugla sig..! Finna má dæmi þar sem fræg skáld hafa lent í smáruglingi í svipuðum aðstæðum..

LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: