— GESTAPÓ —
Heimsendir enn á ný
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2, 3, 4  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 22/12/04 16:53

Dr. Schwitz mælti:

Sviss mun sennilega komast hjá heimsendi. Fyrst Atli Húnakonungur, Napóleon og nazistarnir komust ekki inn í Sviss, hvernig ætti heimsendir þá að komast þangað?

Ég held að enginn af ofanrituðum hafi heldur komist til Íslands, og ekki lét Júlíus Cesar sjá sig.

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 22/12/04 16:56

Limbri mælti:

Dr. Schwitz mælti:

Sviss mun sennilega komast hjá heimsendi. Fyrst Atli Húnakonungur, Napóleon og nazistarnir komust ekki inn í Sviss, hvernig ætti heimsendir þá að komast þangað?

Ég held að enginn af ofanritðum hafi heldur komist til Íslands, og ekki lét Júlíus Cesar sjá sig.

-

Glæsileg heimsmynd sem þið málið, Ísland og Sviss í blautum faðmlögum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 22/12/04 16:58

Rétt er það. Til að taka dæmið enn lengra skulum við segja að Antartíka sé eina landið(og meira að segja heimsálfan) sem muni lifa heimsendi, þar sem enginn þessara ofantaldra, auk Dana og Breta, hafa sett mark sitt á það ísi þakta land. Hver er með mér í tjaldferðalag til Antartíku eftir nokkur milljón ár?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 22/12/04 18:03

Ég er með. Langar afskaplega mikið að fá að sjá Erebus-fjallið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 23/12/04 00:29

Þýði þetta að tímavél komi við sögu erum vér með ‹Ljómar upp og veltir fyrir sér hvort hægt sé að margfalda tímavélina með tímaferðalögum eða hvort slíkt leiði af sér mótsagnir er eytt gætu alheiminum›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 23/12/04 00:35

Erebus fjallið verður hið nýja Ararat fjall það er Nói strandaði á forðum daga.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kaftein Bauldal 23/12/04 01:14

Má ég koma með í útileguna?
Ég skal grilla og sjá um snafsinn!
‹Gefur frá sér vellíðunarstunu og stekkur síðan hæð sína í loft upp›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kaftein Bauldal 23/12/04 01:15

‹Rekur hausinn óvart upp í loft og rotast›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Dr. Schwitz 23/12/04 01:21

Ef ég á að lifa í milljón ár verð ég að hætta að reykja sem fyrst.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlíus prófeti 23/12/04 01:46

Já, svo þú getir byrjað aftur, reykingar eru nefnilega lykillinn að langlífi. ‹plottar fram og til baka›

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Níðhöggur 3/1/05 11:53

Júlíus prófeti mælti:

Já, svo þú getir byrjað aftur, reykingar eru nefnilega lykillinn að langlífi. ‹plottar fram og til baka›

Gefið krabbanum nóg að borða,
þá borðar krabbinn ekki þig.

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Níðhöggur 6/1/05 14:21

Limbri mælti:

Dr. Schwitz mælti:

Sviss mun sennilega komast hjá heimsendi. Fyrst Atli Húnakonungur, Napóleon og nazistarnir komust ekki inn í Sviss, hvernig ætti heimsendir þá að komast þangað?

Ég held að enginn af ofanrituðum hafi heldur komist til Íslands, og ekki lét Júlíus Cesar sjá sig.

-

Af hverju hefðu þessir ágætu menn átt að koma hingað? Hvað var hér að sækjast eftir? Skítugir íslendingar sem höfðust við í moldar-holum. Ég skil yfir höfuð ekki hvers vegna Danski kóngurinn vildi drottna hér. Líklegast hefur hann ekki vitað af því.

Níðhöggur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 6/1/05 16:25

Skreiðin og vaðmálið kallinn minn það var fínn peningur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 6/1/05 20:02

Og fálkarnir maður fálkarnir. Og ekki gleyma brennisteininum í hið konunglega fallbyssupúður. Ég man ekki betur en að einhver kóngsinn hafi boðið eigendum Brennisteinsnáma í Þingeyjarsýslu góðar jarðir bæði annars staðar á Norðurlandi og á Austurlandi fyrir námuna, en þeir ekki viljað selja. En þar sem mitt annars óbigðula minni sveik mig um daginn í rökræðum hér á lútnum um jól og jólahald í fornsögunum þá þori ég varla að halda neinu fram lengur að órannsökuðu máli.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 7/1/05 09:54

voff mælti:

Og fálkarnir maður fálkarnir. Og ekki gleyma brennisteininum í hið konunglega fallbyssupúður. Ég man ekki betur en að einhver kóngsinn hafi boðið eigendum Brennisteinsnáma í Þingeyjarsýslu góðar jarðir bæði annars staðar á Norðurlandi og á Austurlandi fyrir námuna, en þeir ekki viljað selja. En þar sem mitt annars óbigðula minni sveik mig um daginn í rökræðum hér á lútnum um jól og jólahald í fornsögunum þá þori ég varla að halda neinu fram lengur að órannsökuðu máli.

Já blessaður kannaðu málið. Mínar heimildir segja að að „bændurnir“ hafi á örfáum árum klúðrað námunum eftir að hann ái minn Nikulás Buch sálaðist.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 7/1/05 14:13

Ertu Buchari? Þá erum við líklega skyldir í ??? lið. Allavega var umræddur Buch forfaðir minn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 7/1/05 14:23

Hvur þremillinn, sæll frændi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 7/1/05 14:24

Sæll og bless...

LOKAÐ
        1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: