— GESTAPÓ —
Síendurtekin atriði
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 6/12/04 13:54

Jæja, mér flaug allt í einu í hug þegar ég var að horfa á sjónvarpið um daginn, að það eru sumar senur í bíómyndum sem eru notaðar aftur, og aftur, og aftur, mynd eftir mynd eftir mynd - En aldrei virðast þær verða hallærislegar.
Tek hér dæmi um eina:

Söguhetjuna er að dreyma rosalega vel um eitthvað tiltekið kven sem hann er hrifinn af. Svo þegar hetjan ætlar að kyssa kvenið í draumnum, byrjar það að sleikja hann alveg á fullu í framan (eða að neðan). Þá vaknar söguhetjan við það að gæludýrið hans er að sleikja hann á þessum tiltekna stað.

Vitið þið um fleiri svona senur

Mikill Hákon • Keisari Baggalútíu • Eigandi sálar Vambans • Sendiherra Baggalútíu í Afríku
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
esc 6/12/04 14:09

jamm Góði kallin vinnur alltaf...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 6/12/04 16:33

Mér dettur bara í hug þemað í öllum rómantískum gamanmyndum (sem reyndar er mjög hallærislegt).
Tvær manneskjur, A og B, hittast og verða ástfangnar en yfirleitt er þannig í pottinn búið að A hefur eitthvað óhreint í pokahorninu, er t.d. bara að reyna við B til að vinna veðmál eða til að græða á einhvern hátt á því. Smám saman hættir það þó að skipta máli og A verður í raun og veru ástfangin/nn af B.
Svo kemst B að þessu og allt fer í háaloft og A gerir hvað hann/hún getur til að biðjast afsökunar og sýna að veðmálið skipti engu máli lengur, en allt kemur fyrir ekki. Svo loksins þegar B er að fara að fljúga burt í flugvél kemur A hlaupandi, stoppar flugvélina og biður B um að giftast sér eða eitthvað álíka og B segir já.

Á þetta ekki við um 95% allra rómantískra gamanmynda? Það held ég.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 6/12/04 16:43

Ef hetjan er að aftengja sprengju er öruggt að það tekst, sama hvaða þráð hann klippir á eða hvaða lykilorð hann slær inn. Ef sprengja hins vegar springur í aftengingu þá er það hjá vonda kallinum eða hjá einhverjum vini hetjunnar sem á að deyja. Sá er oftast að hætta í starfi sínu í sömu vikunni.

Ef fjallað er um einhvern tiltekinn tæknibúnað í mynd þá er næsta víst að hann mun klikka þegar á þarf að halda. Byssur sem standa á sér, bílar fara ekki í gang o.s.frv. Undantekning er James Bond, en þar er kynningin alltaf á tæknibúnaði sem Bond mun nota í myndinni. Þrátt fyrir að um frumsmíðar sé að ræða klikka þær aldrei hjá honum.

Ef einhver á við áfengis- eða vímuefnavanda að etja þá nægir að hetjan setjist niður og geri viðkomandi grein fyrir því að hann verði að standa sig og að fólk treysti á viðkomandi.

Illmenni þekkjast á því að dýr forðast þá (sbr. Blofeld, kötturinn er alltaf að reyna að sleppa).

Búkhljóð heyrast því aðeins að þau séu fyndin eða í tengslum við e-h fyndið (sbr. Naked Gun).

Ef góði og vondi kallinn eru að slást undir lokin á mynd líkur slagsmálunum með sigri þess góða. Sá vondi á alltaf a.m.k. eitt comeback í slagsmálunum eftir að sá góði heldur að hann hafi unnið.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 6/12/04 18:18

Eiginlega er það bara tvennt sem mér dettur í hug svona í svipinn.

1. Samkvæmt bandarískum bíómyndum þá eru þarlendir ótrúlegir dónar, því þegar persóna talar í síma þá skellir hún iðulega á án þess að kveðja viðmælanda sinn.

2. Þegar menn skilja bilaða bíla eftir í vegakanti þá skilja þeir alltaf framljósin á háu ljósunum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/12/04 18:24

Það loka fáir hurðum í hollívúdds bíómyndum, líklega er ástæðan hlýtt loftslag og opið samfélag...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 6/12/04 18:29

Það ískrar alltaf í dekkjum, sama úr hvaða efni yfirborð þess sem ekið er eftir er úr. Svo kviknar líka alltaf í bílum sem fara útaf, meira að segja stundum áður en þeir skella til jarðar eftir vel útfærða flugferð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 6/12/04 20:45

Í bíómyndum klárar fólk ALDREI drykkina sína.

Í öllum tölvum heyrast mikil "blíbb blíbb" tæknihljóð sem heyrast aldrei í alvörunni. Það var einhvers staðar hægt að dánlóda forriti sem lætur koma svona skemmtileg hljóð hjá manni ef maður vill fíla sig tæknilegan.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Van Horn 6/12/04 20:51

Og svo finna menn alltaf almennileg bílastæði í bíómyndunum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 6/12/04 22:17

Stelpið minnti mig á aðra mikla tölvuklisju sem er nú sem betur fer að verða æ sjaldgæfari. Hún er þannig að í tölvunum eru grænir, asnalegir stafir sem birtast einn og einn í einu, afar hægt. Frámunalega fáránlegt.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 6/12/04 22:19

Í bíómyndum vaknar konan alltaf ný máluð og hárið óaðfinnanlegt.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 6/12/04 22:21

Konur eru nú yfirleitt bara alltaf nýmálaðar og með óaðfinnanlegt hár í bíómyndum. Meira að segja steinaldarkonur (að minnsta kosti í steinaldarmyndum, ho ho ho).

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Van Horn 6/12/04 22:24

Menn fara líka mjög sjaldan á klósettið í bíómyndum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 6/12/04 22:53

-Á skemmtistöðum getur fólk alltaf talað saman án þess að þurfa öskra framan í hvort annað.

-Þegar hið opinbera kemst á snoðir um hin leyndardómsfullu mál sem viðkomandi kvikmyndir fjalla um, þá mætir venjulegast fjölmenni á staðinn eins og alríkislögreglumenn, víkingasveit og þjóðvarðlið. Öll þessi hersing er venjulegast innrömmuð með sveimandi þyrlum. Í flestum tilfellum hafa þessar þyrlur engu hlutverki að gegna nema eyða rándýru flugbensíni. Spáið í þetta!

Mín skoðun er sú að samkvæmt táknfræði kvikmynda þá sé þyrla á tilgangslausi sveimi í raun tákn fyrir hið opinbera.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 7/12/04 00:44

Bílar springa alltaf í loft upp eftir þeir keyra útaf.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Muss S. Sein 7/12/04 00:51
Muss S. Sein • Vísindaráðherra Baggalútíu og verndari Seyðisfjarðar • Séntilfantur og eigandi kóbaltsblárrar hægri handar Davíðs Oddssonar • Þaulsetinn andskoti • Fjölmiðlafulltrúi Pognorkíam
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Coca Cola 7/12/04 09:12

í íslenskum bíómyndum eru oft dramatískar senur þar sem aðalleikarinn á að vera að hugsa eitthvað og *drumroll* skiptir um SVIP! [Ohh, the talent!]

Tvö glös á dag - alla ævi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Klaus Kinski 7/12/04 21:06

Í bíómyndum er ennþá hægt að nota hendurnar þótt það sé búið að skjóta í þær margsinnis. Líka þegar kveikt er á sjónvarpi í myndum er verið að sýna einmitt þá frétt sem aðalhetjan þurfti að sjá. Svo er hægt að setja óendanlega mikið af gögnum inn á einn floppídisk.

     1, 2, 3  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: