— GESTAPÓ —
Bókmenntir og listir
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 3/12/04 22:48

Hvaða bók hófst á þessum orðum, Þetta voru bestu tímar og þetta voru verstu tímar. hver ritaði, og nauðsynlegt er að nefna tvær aðrar bækur eftir þann hinn sama.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Van Horn 3/12/04 23:23

Þetta er úr Tale of Two Cities eftir Charles Dickens, get t.d. nefnt Oliver Twist og Great Expectations.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 3/12/04 23:25

Bókavitið er ekki í öskuna látið skal ég segja ykkur

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 4/12/04 11:45

Van Horn hefur þetta alveg hárrétt, má bjóða homum að taka að sér næstu spurningu á þræðinum Bókmenntir og listir.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 5/12/04 01:57

Jæja, best að stela glæpnum svona um miðja nótt og hvað íslenska skáldsaga sem kom út á níunda áratugnum hefst á þessum meitluðu línum:

“Draumsólir vekja mig, andartak er ég óviss um staðsetningu mína í þessum eða hinum heiminum, ljósakrónan kemur mér á sporið, áþekk risavöxnum dordingli spinnur hún sig niður að mér....

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 5/12/04 18:16

Er þetta ekki Blóðnótt eftir Jón Gnarr?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 5/12/04 18:19

Nei, þetta er mun þekktari höfundur með mjög sterk höfundareinkenni...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 5/12/04 23:55

Heyrðu Tinni, þetta er erfitt, Braut heilann við að hugsa um þetta, þ.e. lausu skrúfuna, er í varaskrúfuleit, en finn enga sem passar, maður er náttúrulega
afmælisútgáfan sem gerir leitina að þraut þyngri, talandi um þungar þrautir,
er þetta nokkur hann Ólafur Sony maður, ég bara spyr, annars verðum við að
fara fram á vísbendingu, þráðurinn "Bókmenntir og listir" verður að lifa hér
á Baggalútíu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Van Horn 6/12/04 00:22

Er þetta kvenmaður sem skrifar?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 6/12/04 01:00

Nei, þetta er karlmaður sem skrifar. Seinast þegar ég vissi var hann búsettur út á landi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 6/12/04 11:42

Æ, er þetta hann Gyrðir greyið Elíasson. Bækur hans renna svo saman í eitt að það má segja að það sé alltaf sama bókin; "Gyrðir gyrðir sig í brók og rembist við að vera skáldlegur".

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
víólskrímsl 6/12/04 14:23

Þetta þykir mér ekki fallega sagt um hann Gyrði. Lengi hefur mér þótt gaman að verkum hans vegna þess hversu fallegt mál hann skrifar. Innihaldið má svosem liggja milli hluta.

Víólskrímsl - fréttaritari Ríkisútvarpsins frá fyrir neðan sjávarmál - Undirróðursráðherra Baggalútíu - meistari dulargervanna
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 6/12/04 16:26

Smekkur manna er jafn misjafn og menn eru margir. Að mínu mati er Gyrðir alls ekki slæmur stílisti. Það er meira það að manni finnst hann vera að reyna að standa undir því að vera skáld. Að hann viti sjálfur af því að hann verði að vanda sig því annars sé hann ekki skáld og bókin ekki bókmenntir. Textinn er einhvern veginn upphafinn þannig að maður kemst ekki hjá að taka eftir hvað hann hefur vandað sig við þetta.

Bestu rithöfundarnir eru hins vegar þeir sem skrifa svo góðan texta að þeir hverfa, maður hættir að taka eftir einhverjum stíl og sagan rennur ljúflega. Gott dæmi um þetta eru til dæmis ævintýri H.C Anderssen.

Þetta er eins og í fótbolta. Bestu dómararnir eru þeir sem dæma svo vel að maður hættir taka eftir þeim.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 6/12/04 18:20

Jú víst er þetta sá lausgyrti stílisti Gyrðir Elíasson, enö hver er bókin?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Van Horn 6/12/04 18:28

Gangandi íkorni?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 6/12/04 21:02

Hver samdi sögurnar um Bob Moran hvers lenskur var hann þ.e. Bob, hvers lenskur var vinur hanns Bill og hver var höfuðóvinur hans.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 6/12/04 23:03

Gangandi íkorni er að sjálfsögðu rétt hjá Van Horn hér aðeins ofar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Van Horn 8/12/04 15:05

Við getum ekki látið þennan þráð deyja, hef hins vegar ekki hugmynd með Bob Moran.

     1, 2  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: