— GESTAPÓ —
Vamm-umræða: Getur fólk ekki hugsað sjálfstætt?
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Trommudruslan 2/12/04 20:56

Allir að missa sig útaf þessu viðtali við Freysa. Hverjar eru ykkar skoðanir? Búið að vera í útvarpinu í tvo daga væl um þetta og svo síðast í kastljósinu í kvöld. ‹klórar sér í höfðinu›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Trommudruslan 2/12/04 21:09

hlewagastiR mælti:

Hver er þessi Freysi? Heldur hann með Wham?

Tel hann vera Duran Duran mann, en er þó ekki viss.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 2/12/04 22:35

Þetta manngrey er óttalega vesælt og furða ég mig á að það sé verið að eyða pappír í svona pappakassa. Ég held að mér hafi hrakað andlega um nokkur ár við að lesa þetta.

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 2/12/04 22:37

Já, þú segir nokkuð Hlégestur! Er ekki Freysi bara holdgervingur póstmódernismans í sinni tærustu mynd. Ég held að minnsta kosti að við séum komin að endimörkum hinnar póstmódernísku krúttkynslóðar sem gerir allt til þess breikka kynslóðabilið eins og hægt er. Yfirvöldum er storkað með hneykslanlegum yfirlýsingum, en þó með krúttlegt bros á vör. Á þessari stundu stendur íslensk unglingamenning við brún hengiflugsins og við getum spurt okkur sjálf hvort þaðan verður nokkurn tíma aftur snúið....

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Muss S. Sein 2/12/04 23:07

Ég er a.m.k. búinn að vera fullur síðan 1972. Sem er gott.

Muss S. Sein • Vísindaráðherra Baggalútíu og verndari Seyðisfjarðar • Séntilfantur og eigandi kóbaltsblárrar hægri handar Davíðs Oddssonar • Þaulsetinn andskoti • Fjölmiðlafulltrúi Pognorkíam
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 2/12/04 23:29

Lummustuð!

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
GESTUR
 • LOKAР• 
óboðinn 2/12/04 23:37

Kallinn sem talaði á móti Freysa, talaði um hvað hipparnir höfðu einhvern málsstað og eitthvað að segja. Okkar kynslóð var alin upp við slagorð hippakynslóðarinnar Lifðu hratt deyðu ungur
á ensku Live fast die young

GESTUR
 • LOKAР• 
pppp 2/12/04 23:38

ekki skrítið að Dópið og annað sé að drepa okkur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 2/12/04 23:39

Reyndar er sannleikurinn live fast and die slow.

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/12/04 00:20

Hef hlustað á hann Freysa einstaka sinnum og þá á leið úr vinnunni og finnst mér hann oft vera nokkuð fyndinn í sínu rugli, get samt vel skilið að fólki misbjóði sumt af því sem hann segir, er ekki annars verið að ræða það?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 3/12/04 00:25

Málfrelsi hefur margar hliðar. Við höfum margt val fjelagar. Ekki gleyma því.

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rasspabbi 3/12/04 00:52

Hvaða úrvals örviti er þessi Freysi?
Hann er þó ekki Framsóknarmaður? ‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›

Rasspabbi - Atvinnulaus fyllibytta - Sæmdur heiðursorðu bagglútíska heimsveldisins af Hakuchi - Bruggari í tómstundum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rasspabbi 3/12/04 01:05

Ég samhryggist innilega.

‹Læðist upp í Valhöll fylgist agnoda með þar sem dúfan á fána Sjálfstæðisflokksins blaktir í vindinum›
‹Heldur hægri höndinni útréttri›

Rasspabbi - Atvinnulaus fyllibytta - Sæmdur heiðursorðu bagglútíska heimsveldisins af Hakuchi - Bruggari í tómstundum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Trommudruslan 3/12/04 01:06

Ég hef heyrt að það sé frumvarp á Alþingi um að lóga öllum Framsóknarmönnum sem kunna ekki handritið sem þeim er sent í upphafi hvers þingárs. ‹›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Muss S. Sein 3/12/04 01:08

Ég er að horfa á Andra AKA „Freysa“ standa fyrir máli sínu gagnvart einhverjum hafnfirskum æskulýðsfulltrúa. Kastljós endursýnt: http://servefir.ruv.is/dagskra/streaming/default.asp?channel=1&date=2004-12-02&file=4154511

Get ekki sagt annað en að það sé hr. æskulýður sem lætur vitleysuna vella upp úr sér meðan að Andri stendur prýðilega fyrir máli sínu.

Viva la Shock Jock!

Muss S. Sein • Vísindaráðherra Baggalútíu og verndari Seyðisfjarðar • Séntilfantur og eigandi kóbaltsblárrar hægri handar Davíðs Oddssonar • Þaulsetinn andskoti • Fjölmiðlafulltrúi Pognorkíam
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Muss S. Sein 3/12/04 01:10

Hlégestur frá Hriflu já...? ‹klórar sér í höfðinu›

Muss S. Sein • Vísindaráðherra Baggalútíu og verndari Seyðisfjarðar • Séntilfantur og eigandi kóbaltsblárrar hægri handar Davíðs Oddssonar • Þaulsetinn andskoti • Fjölmiðlafulltrúi Pognorkíam
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Coca Cola 3/12/04 09:10

Vamban mælti:

Lummustuð!

Ég vil ekki heyra mann sem kallar konur skonsur vera að tala um eitthvað Lummustuð! >:o8

Tvö glös á dag - alla ævi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 3/12/04 09:56

Muss S. Sein mælti:

Ég er að horfa á Andra AKA „Freysa“ standa fyrir máli sínu gagnvart einhverjum hafnfirskum æskulýðsfulltrúa. Kastljós endursýnt: http://servefir.ruv.is/dagskra/streaming/default.asp?channel=1&date=2004-12-02&file=4154511

Get ekki sagt annað en að það sé hr. æskulýður sem lætur vitleysuna vella upp úr sér meðan að Andri stendur prýðilega fyrir máli sínu.

Viva la Shock Jock!

Hvaða endemis bull er þetta Muss, hvað ertu gamall? Ég sá kastljósþáttinn og vissi ekki hvort ég ætti að vorkenna strákbjálfanum eða ekki. En aumkunnarverður var hann. Hann játaði ma að hafa gert at í andlega vanheilum manni, en það var allt í lagi af því að viðkomandi hafði hringt í þáttinn til hans. Annars var eins og stráknum hefði aldrei dottið í hug að hann bæri einhverja ábyrgð á þættinum eða karakternum "Freysa".

LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: