— GESTAPÓ —
Afturhaldskommatittir
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2, 3, 4  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 30/11/04 09:38

Það er nú gott að Davíð Oddsson skuli vera orðinn hress, það er fátt skemmtilegra en að horfa á hann æsa sig eins og hann gerði í gær... hann var svo æstur að hann stamaði þetta skemmtilega orð... Afturhaldskommatittir
Ég náði samt ekki alveg samhenginu, var hann að gagnrýna Samfylkinguna fyrir að vera á móti stuðningi við stríð í Írak?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 30/11/04 09:42

Gæti verið. Eða var hann að skjóta á gamla allaballann og herstöðvarandstæðinginn Hjálmar Árnason sem sagði að til greina kæmi að draga stuðningsyfirlýsinguna til baka? Hvort heldur er, þá er alltaf gaman þegar menn komast í svona stuð og lyfta umræðunni yfir lagatæknilegu lognmolluna sem hún syndir oftast í.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 30/11/04 10:11

Davíð verður að passa sig svo ekki springi í honum brisið af öllum þessum æsingi.

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 30/11/04 10:20

Já, þetta var sérdeilis málefnalegt. Utanríkisráðherra var einmitt að tala um Samfylkinguna; hann nefndi hana afturhaldskommatittsflokk, sem er glæsilega langt orð.

Eins og Guðni Kolbeinsson bendir á í falsmiðli í dag þá er hér líka um nýyrði að ræða. Íhaldsmenn voru áður fyrr kallaðir afturhaldsseggir, og sósíalistar kommadindlar. Mun þetta nýja orð því vera skrautleg samsetning beggja, og er vonandi að það festist í sessi hér með.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
víólskrímsl 30/11/04 10:23

Vamban mælti:

Davíð verður að passa sig svo ekki springi í honum brisið af öllum þessum æsingi.

Er ekki búið að skera úr honum flest innyflin?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ugla 30/11/04 10:47

Hat'ann.
Vil vað við séum undir eins fjarlægð af þessu viljugu-þjóða-plaggi. UNDIR EINS!!!!
Hvernig gat það gerst in the first place að við skrifuðum undir þessa yfirlýsingu, var ekki 90 %þjóðarinnar á móti því að styðja þessa árás á Írak??
Eru stjórnmálamenn ekki fulltrúar fólksins????
Þessi ríkisstjórn telur sig útnefnda af guði og heldur sig ekki þurfa að starfa í okkar umboði lengur.
Burt með'ana!!!!!!!!!!‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 30/11/04 10:51

Sammála þér með að við ættum að fara af þessum lista Ugla, en staðreyndin er hinsvegar sú að þessi ríkisstjórn var endurkjörin eftir að hún setti okkur þar. Kjósendur virðast því annað hvort hafa gleymt því eða viljað hafa okkur þar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
víólskrímsl 30/11/04 10:55

"Íslendingar hafa alltaf sóst eftir því að kyssa á vöndinn" eins og afi var vanur að segja. Ekki ég. Ég kaus hana ekki.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 30/11/04 10:56

Ég kaus hana ekki heldur en meiri hluti þjóðarinnar gerði það hinsvegar. Eða meiri hluti kjósenda altso.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 30/11/04 11:07

‹Bölvar kjósendum, róar sig, setur pan-pípu tónlist á og fær sér Admiral›

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Traustur 30/11/04 11:16

Jú, hann var víst eitthvað að væla blessaði kallin um að stuðningur Samfylkinguna við stríðið í Írak vantaði. Ég verð nú að segja að mér finnst hálfasnalegt þegar maður hugsar úti það að svona lið getur tekið ákvarðanir fyrir þjóðina.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 30/11/04 11:18

Halló! Þjóðin kaus þetta lið til að taka ákvarðanir fyrir sig.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 30/11/04 11:20

Það er nú bara sorglegt. Það þyrfti að koma á aðeins beinna lýðræði svo fólk geti hætt að reyta hár sitt í sífellu yfir fáránlegum ákvörðunum þessara keppa og farið að hafa einhver alvöru áhrif í staðinn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Arctan Artois 30/11/04 11:35

Þessi umræða fer óþægilega mikið í skapið á mér, þykir svo forkastanlegt að við séum á lista hinna viljugu þjóða - og nei, ég er ekki einn af þeim sem kaus þetta yfir sig enn og aftur.

Pirringurinn nær hæstu lendum þegar ég les um umræðurnar sem fara fram hjá okkar pólitíkusum. Hvernig í ósköpunum tengist það að vera á þessum lista og taka þátt í uppbyggingarstarfsemi í Írak - ekki neitt, EKKI NEITT. Argh!

‹Stendur upp úr stólnum og hoppar þrisvar›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 30/11/04 11:59

Haraldur Austmann mælti:

Sammála þér með að við ættum að fara af þessum lista Ugla, en staðreyndin er hinsvegar sú að þessi ríkisstjórn var endurkjörin eftir að hún setti okkur þar. Kjósendur virðast því annað hvort hafa gleymt því eða viljað hafa okkur þar.

Eða það sem er líklegra, menn hafa látið önnur mál ráða meiru þegar þeir gerðu upp hug sinn. Það er nefninlega hinn skemmtilega þversögn í málinu að það er allt vaðandi í málum sem ríkisstjórnin fer gegn meirihlutavilja þjóðarinnar (enda eiga þingmenn og þar með ráðherrar að fara eftir eigin sannfæringu en ekki skoðanakönnunum) en kemur samt niður á löppunum. Því þótt fjölmargir kjósenda þeirra séu ósammála stefnunni í einstökum málum eins og Íraksstríðinu eða fjölmiðlafrumvarpinu þá er það heildarpakkinn sem menn eru að horfa á. Menn eru bara ekki tilbúnir að hætta stöðugleikanum með því að hleypa liði eins og Ögmundi Jónassyni, Kolbrúnu Halldórsdóttur eða Merði Árnasyni í ríkisstjórn.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Von Strandir 30/11/04 12:15

Golíat mælti:

Því þótt fjölmargir kjósenda þeirra séu ósammála stefnunni í einstökum málum eins og Íraksstríðinu eða fjölmiðlafrumvarpinu þá er það heildarpakkinn sem menn eru að horfa á. Menn eru bara ekki tilbúnir að hætta stöðugleikanum með því að hleypa liði eins og Ögmundi Jónassyni, Kolbrúnu Halldórsdóttur eða Merði Árnasyni í ríkisstjórn.

Hvaða fokking stöðugleika, það eru öll rauð strik farin til fjandans, verðbólga farin á fljúgandi siglingu.

Þessi ríkisstjórn hefur ekki stjórn á neinu og flýtur brosandi niður flúðirnar og fram af fossinum og segir að allt sé í lagi þangað til hún drukknar. Treystir í blindni á innspýtingu fjármagns vegna rosaframkvæmda og fær svo skjálftaköst á milli fixa, eins og eiturlyfjasjúklingur.

Þetta pakk er búið að sitja allt of lengi við völd og hugsar um völdin, valdanna vegna. Tímabært að koma fersku fólki að.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Arctan Artois 30/11/04 12:58

Kristallur Von Strandir mælti:

Þetta pakk er búið að sitja allt of lengi við völd og hugsar um völdin, valdanna vegna. Tímabært að koma fersku fólki að.

Mikið afskaplega er ég sammála þér...þó sé kannski ekki mikið af fólki sem getur fengið fersk-stimpilinn á sig. ‹Starir ofaní kaffibollann›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Von Strandir 30/11/04 12:58

Það er hinsvegar annað mál, hvar það er að finna.

LOKAÐ
     1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: