— GESTAPÓ —
Leonid stjörnuhríð 2004
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2, 3
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 21/11/04 23:01

‹Setur upp hauspoka›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 21/11/04 23:03

Vladimir Fuckov mælti:

Ef hér á að stofna stjörnuskoðunarfélag leggjum vér hér með formlega til að eigi verði blandað saman þeirri athöfn að annarsvegar horfa til himins (þar sem alvörustjörnur sjást) og hinsvegar að neyta áfengis (er líka getur leitt til að stjörnur sjáist, reyndar eigi alvöru) heldur einungis annað af þessu gert í einu. Sé horft á stjörnur og önnur fyrirbæri himinsins er nefnilega æskilegt að nætursjónin sé í fullkomnu lagi svo og að skerpa sjónarinnar sé í hámarki en áfengisneysla ku geta haft miður heppileg áhrif á þetta tvennt og þó einkum hið síðarnefnda ‹Fer að kanna hvort stjörnuþokunafnið 'Alcohol Nebula' sé til›

Vlad minn... þú ert nú stundum með prik í rassinum. Fáðu þér Viskí og horfðu á fjósakonurnar í óríon með mér.
‹Blikkar Vlad og gefur honum í glas›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 21/11/04 23:04

Stjörnuskoðun og áfengisneysla (í hofi, sko) fara vel saman, ef marka má taka af stjörnumyndum sjálfum.

Hér er bikarinn:

Og hér (óminnis)hegrinn:

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 21/11/04 23:08

Kannski... en halda mætti að sá er setti inn íslensku nöfnin á síðunni er myndirnar eru frá hafi verið undir áfengisáhrifum ‹Starir þegjandi út í loftið›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 21/11/04 23:09

Nornin mælti:

Vlad minn... þú ert nú stundum með prik í rassinum. Fáðu þér Viskí og horfðu á fjósakonurnar í óríon með mér.
‹Blikkar Vlad og gefur honum í glas›

‹Ræskir sig›

Um leið og ég fagna því að Nornin er meðal okkar og segi henni aftur velkomin (og með eigin rödd) vil ég benda einnig á það, að það sé ekkert að hinum forsetalega rassi.

* Hasarmálaráðherra og forsetafrú Baggalútíu * Abbadís Hreintrúarflokksins *
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 21/11/04 23:49

‹Horfir á rassinn á Vlad í smá stund›
Nei það er sko satt... ekkert að honum.
Fyrirgefðu elsku Vladimir
‹Brosir eins sætt og hún getur til forsetans›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
víólskrímsl 22/11/04 12:32

Aðstœður til stjörnuskoðunar eru þónokkrar innan borgarmarkanna. Þó verður að viðurkennast að til þess að ná hámarksárangri er ákjósanlegra að leggja land undir fót og skjótast eins og upp á Hellisheiði eitt kvöldið. Þar má leggja viðkomandi farartæki út í vegarkant, rölta um hálfan kílómeter frá veginum - og sjá, þar blika þúsund stjörnur. Svo er bara að finna bílinn aftur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 22/11/04 18:27

Mér finnst líka yndislegt að fara í Heiðmörk. Þar eru ljósin frá borginni ekki mjög áberandi og hægt að finna bletti þar sem þau hafa næstum engin áhrif á næturhimininn. Best er þó að vera í sumarbústað í heitum potti í stjörnuskoðun, hlýtt og fallegt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 22/11/04 21:37

Ljósmengunin hér á höfuðborgarsvæðinu hlýtur að vera sú langmesta í heiminum miðað við höfðatölu. Hún er með ólíkindum mikil, af útliti himinsins hefur oss virst sem hún sé eigi mikið meiri í ýmsum erlendum stórborgum. Íslendingar hljóta að vera rafmagnssjúkir ‹Starir þegjandi út í loftið›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 22/11/04 22:59

...og sú mengun á eftir að versna eftir því sem nær líður jólum...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 23/11/04 13:28

Or er nú örugglega glatt þegar Jólin nálgast.

Hvað, hver, hvur
        1, 2, 3
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: