— GESTAPÓ —
Leonid stjörnuhríð 2004
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 18/11/04 16:51

19. nóvember um kl. 2149 Greenwich-tíma verður hápunktur árlegrar stjörnuhríðar sem kennt er við Ljónið: Leonidar. Ég býst við að það verði nœgilega dimmt á Fróni til að geta séð fjöldi stjörnuhröp (sé Hakuchi til í að stilla veðurvélinni ...)

Varla verður þessir Leonidar eins magnað og í 2001: http://www.spaceweather.com/meteors/gallery_18nov01.html ein það var eindœmis gott Leonid-ár.

Góða stjörnuhrapaskemmtun.

* Hasarmálaráðherra og forsetafrú Baggalútíu * Abbadís Hreintrúarflokksins *
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/11/04 18:01

‹Reynir að botna í tímastillisleiðbeiningum veðurmaskínunnar. Stillir inn tíma með fjarstýringunni.›

Þetta gæti orðið athyglisvert.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 18/11/04 18:05

Hlakka til að horfa á lofsteinarregnið annað kvöld. En Hakuchi, fyrst þú nú á annað borð ert að fikta í þessari verðurvél þinni, gætirðu þá ekki hækkað hitann aðeins og minnkað blásturinn?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/11/04 18:09

Sjálfsagt.

‹Tekur blástursstigið af 'Dagur B. Eggertsson blæstri' niður á 'Davíð Oddson blástur'. Setur hitann á 'lífvænlegt'. ›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 18/11/04 18:12

Hver var að borða hvítlauk?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 18/11/04 22:26

Til fróðleiks má geta þess að vér sáum Leonítana fyrir fáeinum árum árum (líklega 2001) og var það glæsileg en samt lítillega vonbrigðablandin sjón því líkur voru taldar á einhverju enn meiru en þá sást. En er mest var sáum vér nokkra á mínútu, sumir voru mjög bjartir, þ.e. á við björtustu stjörnur og einn ótrúlega bjartur, margfalt bjartari en nokkur stjarna.

Ekkert slær samt 1966 út en þá sáust nokkrir tugir stjörnuhrapa á sekúndu er Leonítarnir voru í hámarki. ‹Óskar þess að tímavélin gæti einhverntíma virkað eins og til er ætlast›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 19/11/04 00:41

Vladimir Fuckov mælti:

Ekkert slær samt 1966 út en þá sáust nokkrir tugir stjörnuhrapa á sekúndu er Leonítarnir voru í hámarki. ‹Óskar þess að tímavélin gæti einhverntíma virkað eins og til er ætlast›

Jú jú. Ég man vel eftir því - árið sem ég varð afi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 19/11/04 04:05

Hvar ætli sé best að sjá þá hér í grend reykjavíkur?
Er ekki of bjart eins og í heiðmörk t.d.?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 19/11/04 04:07

Haraldur Austmann mælti:

Vladimir Fuckov mælti:

Ekkert slær samt 1966 út en þá sáust nokkrir tugir stjörnuhrapa á sekúndu er Leonítarnir voru í hámarki. ‹Óskar þess að tímavélin gæti einhverntíma virkað eins og til er ætlast›

Jú jú. Ég man vel eftir því - árið sem ég varð afi.

‹Hagræðir pokanum›
Hvar? Hvar?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 19/11/04 10:42

Nornin mælti:

Hvar ætli sé best að sjá þá hér í grend reykjavíkur?
Er ekki of bjart eins og í heiðmörk t.d.?

Því meira myrkur því betra en það er þó vel hægt að sjá þetta innan borgarmarkanna þrátt fyrir mikla og víða óhóflega götulýsingu‹Undirbýr 'samningaviðræður' við rafmagnsveituna›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 19/11/04 13:30

Ahhhh...nú er gott að vera í sveitinni (nei ,ég er ekki að skamma Tinna). Í kvöld ætla ég að leggjast út á hjarnið með koníaksflösku í hönd, horfa til himins og vona að þessi helvítis ský láti sig hverfa.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/11/04 14:06

Haraldur Austmann mælti:

Ahhhh...nú er gott að vera í sveitinni (nei ,ég er ekki að skamma Tinna). Í kvöld ætla ég að leggjast út á hjarnið með koníaksflösku í hönd, horfa til himins og vona að þessi helvítis ský láti sig hverfa.

Þetta er þjóðráð... maður má ekki klikka á þessu...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 19/11/04 15:04

Það er spurning hvort við náum að verjast þessari árás jafn vel og seinast. Mér skilst að einungis nokkur geimför hafi sloppið í gegn og var það víst hetjudáðum geimvarðliðsins að þakka. Marsbúarnir hljóta að fara að gefast upp á þessu bráðum.

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 19/11/04 22:19

Ók út í myrkrið, slökkti ljósin og drakk úr einni koníaksflösku; sá ekki neitt. Ók heim aftur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/11/04 22:51

Skýjað hérna megin, en koníakið var gott...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 20/11/04 02:48

‹veltir fyrir sér hvernig það væri að stofna stjörnuskoðunar- og koníaksklúbb sem hittist reglulega hvort sem það er skýjað eða ekki›

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/11/04 12:50

‹veltir því fyrir sér hvort það sé ekki bara þokkalegur áhugi fyrir hugmynd Ívars›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 20/11/04 16:16

‹veltir fyrir sér hvort Skabbi hafi ekki nokkuð til síns máls›

     1, 2, 3  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: