— GESTAPÓ —
Vínland
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 17/11/04 17:18

Í gær gluggaði ég í bók eftir Laxness sem heitir Vínlandspunktar. Þar upplýsir hann að Íslendingar hafi ekki verið fyrstir til að minnast á fund Vínlands heldur Þjóðverjinn Adam frá Brimum. Hann skrifar að í sagnfræðiritinu Gesta Hamburgensis Eccelisae Pontificum sé að finna klausu um Vínlandsfundinn. Bókin var rituð á árunum 1070-1075. Adam nefnir Svein konung Úlfsson sem heimildamann (Hann ku vera Estríðson í öðrum heimildum). Klausan í bókinni er svohljóðandi:

Tilvitnun:

Að auki sagði hann (Sveinn) að enn væri ey fjarlæg í hafi þessu, sú er kölluð er Vínland, og vex þar vínviður af sjálfu sér, berandi hinar ágætustu vínþrúgur. Svo og ósáið korn yfirfljótanlegt, og er þetta ekki skörk eitt, heldur innum vér áreiðanlega frásögn dana.

Þessi klausa er afar lík þeirri lýsingu sem kemur fram í Grænlendingasögu (skilst mér, of langt síðan ég las hana) og því spurning hvort höfundur sögunnar hafi stuðst við Adam frá Brimum eða að munnmælin hafi haldið sér tiltölulega óbreytt.

Nú vil ég forvitnast dálítið og leita því eftir fróðleik og vitneskju þeirra sem þennan vef lesa. Margir hafa sýnt ansi mikla þekkingu á Íslandi til forna og vonast ég til að einhver geti upplýst mig nánar um nokkur atriði.

Í hinum endalausu Vínlandsumræðum um hvort þetta sé bara sögusögn eður ei hef ég aldrei heyrt eða lesið að vísað sé til þessarar klausu til stuðnings því sem stendur í Grænlendingasögu og víðar. Kannast einhver við að þetta textabrot sé þekkt og hafi verið notað sem tiltölulega áreiðanleg staðfesting á ferðum norrænna manna til N-Ameríku? Ennfremur, kannast einhver við rannsóknir á þessum texta og tengsla hans við texta Grænlendingasögu?

Laxness kemur að auki með skemmtilega tilgátu, hvort þessar líkingar um sjálfsána akra og þess háttar eigi ekki rætur sínar að rekja til lýsingar á hinni nýju jörð í Völuspá. Þannig væri verið að ýja að Ameríka væri e-k fyrirheitið land, en það yrði ekki í fyrsta sinn sem það hefur gerst.

Endilega, þeir sem fróðir eru, kommentið á þetta. Mig langar að vita meira um gildi þessa textabrots.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 17/11/04 17:23

Ég hef engu við þetta að bæta, en ég ætla að setjast hérna niður og bíða eftir svarinu, því þetta er áhugavert mál.

‹Sækir tjaldið og dósamatinn›

Skrifandi undir síðan 2004
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 17/11/04 18:22

Nei ég trúi þessu ekki. Veit enginn neitt hérna? Ég bíð enn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/11/04 18:29

Hef svo sem ekkert um málið að segja.
En svo ég spyrji, hvaða blessaða bók er þetta? Ég er ekki vel að mér í Laxnessfræðum og hef því ekki heyrt getið um þessa bók.

Mig grunar að fólk á víkingaöldinni hafi verið einstaklega lagið við að hafa rétt eftir sögur og sagt þær eins og þau heyrðu þær... við höfum misst þann hæfileika þó ennþá sé til fólk sem hefur mjög gott málminni...

hef ekki meir um málið að segja, enda ekki fróður um Vínland, en þar sem ég hef svo gaman af að skrifa held ég áfram, Borgþór fyrrum veðurstjóri var víst kominn með kenningar um það að með einhverju einföldu tæki hafi víkingum reynst það næsta auðvelt að flakka heimsálfanna á milli, það notaði hann sem sönnun á að þeir hefðu fundið Vínland...

Að einu í viðbót, við megum ekki gleyma blessuðum frumbyggjunum sem komu yfir Beringssundið fyrir mörg þúsund árum síðar, þegar þar var landbrú...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 17/11/04 18:36

Skabbi skrumari mælti:

Mig grunar að fólk á víkingaöldinni hafi verið einstaklega lagið við að hafa rétt eftir sögur og sagt þær eins og þau heyrðu þær... við höfum misst þann hæfileika þó ennþá sé til fólk sem hefur mjög gott málminni.

Ég hef lengi haft sagnfræðinga grunaða um að vanmeta þennan þátt verulega. Það væri fróðlegt, ef einhver hér inni býr yfir þeim fróðleik að fá að vita hvort einhver viti um rannsóknir á áreiðanleika munnlegra heimilda/frétta í gegnum tíðina. Sér í lagi hvort þessum hæfileika hafi hrakað eftir að lestur og skrift urðu almenn, eins og Skabbi ýjar að hér að ofan.

Bókin, Skabbi, heitir Vínlandspúnktar. Ég hef sæmilegt vit á laxnessbókum en ekki vissi ég af þessari. Ég rakst á hana í hillu yfir sögulegt efni á Borgarbókasafninu. Þetta eru í raun tvær langar ritgerðir, ekkert fræðilegt en meira svona lærðar pælingar fjölfróðs manns um þessi mál.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/11/04 18:44

Kunningi minn sem er bókmennta og fornsögufræðingur (eða eitthvað þvíumlíkt) nefndi sem dæmi eitt sinn er við vorum að rökræða þessi mál að þar sem skrifað mál hefði ekki verið til staðar hafi orðræðan verið notuð til að skrásetja atburði, oftast hafi menn beitt fyrir sér kveðskap sem þá var svo knappur og fastur í formi að ekki var auðvelt að fara rangt með, nema það hafi komið niður á kveðskapnum, sel það ekki dýrara en ég keypti það...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 17/11/04 18:45

Athyglisvert. Svo sannarlega. Hver veit nema dróttkvæður háttur hafi verið form af fréttamennsku, eins og rappið var í NYC seint á áttunda og í upphafi 9. áratugarins.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/11/04 18:48

Þessi kunningi minn hefur haldið því fram reyndar... og borið saman rappið og dróttkvæðin, veit nú ekki meir um það mál, hef ekki heyrt í honum lengi...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 17/11/04 19:16

Hakuchi mælti:

Í hinum endalausu Vínlandsumræðum um hvort þetta sé bara sögusögn eður ei hef ég aldrei heyrt eða lesið að vísað sé til þessarar klausu til stuðnings því sem stendur í Grænlendingasögu og víðar. Kannast einhver við að þetta textabrot sé þekkt og hafi verið notað sem tiltölulega áreiðanleg staðfesting á ferðum norrænna manna til N-Ameríku? Ennfremur, kannast einhver við rannsóknir á þessum texta og tengsla hans við texta Grænlendingasögu?

Ólafur Halldórsson skrifaði merka bók sem heitir Grænland í miðaldaritum og kom út 1978. Þar eru heimildir og tengsl Grænlandssagnanna rakin vandlega. Páll veðurfræðingur Bergþórsson skrifaði Vínlandsgátuna 1997, og nefnir þar klausu Adams úr Brimum sem elstu rituðu heimildina um Vínland, en þá vitneskju hafði hann að sögn frá Sveini Úlfssyni Danakonungi, sem hafði hugsanlega (segir Páll) heyrt um landið hjá AUðunni vestfirska, sem hafði gefið konungi ísbjörn frá Grænlandi. Næstelsta heimildin um Vínland er Íslendingabók Ara fróða sem var líkl. skrifuð á fyrri hluta 12. aldar, en Kirkjusaga Adams frá Brimum um 1070. Adam talar ekkert um hver hafi fundið landið og Ari fjallar heldur ekkert um hvernig það hafi fundist eða hver hafi fundið það, en talar um Vínland eins og það sé alþekkt.

Annars leiðast mér óttalega Vínlandssögur og öll umfjöllun um þær.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 17/11/04 19:25

Fróðlegt í meira lagi. Ég þakka ungfrú Júlía, fyrir fróðleikinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 17/11/04 21:56

Þessir andskotans Þjóðverjar. Þetta væri líkt þeim þar sem þeir deila landamærum með Belgíu!

Mikill Hákon • Keisari Baggalútíu • Eigandi sálar Vambans • Sendiherra Baggalútíu í Afríku
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 17/11/04 22:59

Ég hef aldrei komið til Vínlands

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 18/11/04 00:05

Ég var að viða að mér þekkingu fyrir nokkrum dögum um „papana“. Ég Gúglaði nokkrum orðum sem tegngjast þeim og fann t.d.

http://www.castletown.com/brendan.htm

Þar er varpað fram þeirri spurningu hvort írski munkurinn og sæfarinn St. Brendan hafi verið fyrstur til að finna Ameríku upp úr árinu 500.

Leitarorðin eru t.d.:
Brendan Monk Papers

P.S. Papers er soldið leiðinlegt leitarorð eins og gefur að skilja. En það er venslað orðinu faðir.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Naddoddur 19/11/04 17:18

Já þetta er mjög áhugavert efni.

En núna nýverið heyrði ég sögu hamborgarans sem mér þykir ansi skemmtileg, því að hamborgarinn er í rauninni kominn frá Mongólum.

Mongólar voru áhrifamiklir á 11. - 12. öld og ferðuðust þeir aðallega um hestum. Þeir voru mikil hesta þjóð og þá var þjóðarréttur þeirra auðvitað hrossakjöt sem þeir krydduðu með salti og pipar og bjuggu til e.k. köku úr. Því næst settu þeir þessa hringlaga köku á milli hnakksins og undirklæðanna hestinum og létu kökuna velkjast um á ferð sinni. Loks var þetta borðað og þótti þetta góður og hollur matur.

Á þessum tíma voru margir kaupmenn innan Hansasambandsins í þýsku borginni Hamborg. Þeir höfðu viðskipti við Mongólana og kynntust þessum rétti þeirra. Nema, nú krydduðu þeir nautakjöt með salti og pipar og steiktu það. Nú má auðvitað álykta að nafnorðið hamborgari sé komið vegna þessa.

Það var ekki fyrr en seinna að Englendingar tóku að setja hamborgarann á milli brauða. En hamborgarinir voru einmitt á milli reiðtygja hjá Mongólunum.

Englendingarnir hafa svo líklega komið með þennan rétt til Bandaríkjanna. Þar urðu kananir háðir þessu og eru það enn.

Skemmtilegt að Ameríkanar hafa sama þjóðarrétt og Mongólar, nema nú er hamborgarinn talinn óhollur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 21/11/04 02:20

Skál!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 23/11/04 13:39

Tarzan er konungur papanna, papanna.

Nei djók. Hver veit hvað er satt og rétt í þessu blessuðu fornsögum. Kannski bjó Egill til vísu 3 ára skv. fornum bragarhætti. Kannski kvað Gunnar á Hlíðarenda í haugnum þegar hann var dauður. Kannski gekk Glámur aftur eftir dauða sinn. Kannski hóf Grettir Ásmundarson hin ýmsu Grettistök á loft hér og þar um landið. Kannski bjargaði Gizur Þorvaldsson sér í Flugumýrarbrennu með því að skríða ofan í sýruker. Hver veit.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 23/11/04 14:13

Ja, einhvernveginn komst Gissur undan og ekki efast ég um að Sturla Þórðarson hafi sagt satt og rétt frá. Það voru hæg heimantökin fyrir hann, Ingibjörg dóttir hans var jú tengdadóttir Gissurar og á Flugmýri þessa sömu nótt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 23/11/04 16:10

Var það ekki Oscar Wilde sem sagði að Íslendingar væru gáfaðasta fólk í heimi af því þeir fundu Ameríku en höfðu vit á því að týna henni aftur?

Það er ekki langt frá Grænlandi yfir til meginlands Norður-Ameríku og þess vegna nær öruggt að landnemar á Grænlandi hafi siglt þangað yfir. Líklega er mun erfiðara að sigla frá Evrópu til Íslands á opnu skipi en þar á milli því þeir voru kominr fyrir Hvarf hvort sem er en sigling fyrir þann höfða er erfið. Líklega erfiðasti hluti leiðarinnar frá Íslandi til Ameríku.

Það var meira afrek hjá Brendan og frændum hans að sigla frá Írlandi til Ameríku.

     1, 2  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: