— GESTAPÓ —
Robert Fisher
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2, 3, 4, 5  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 10/11/04 09:35

Hvað er þetta, ætlar elítan hér að þegja beiðni hans um pólitískt hæli á Íslandi í hel?

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • LOKAР•  Senda skilaboð
RegnHundur 10/11/04 09:48

Ég sé ekkert að því að kallinn fái gistipláss á klakanum. Ef hann er blankur þá hlýtur hann að geta fengið sófapláss hjá Hrafni Jökuls.

Það væri eflaust fín landkynning ef við myndum taka hann að okkur, jafnvel betri landkynning en þetta tafleinvígi forðum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 10/11/04 10:25

Ég vil taka skýrt fram til að forðast misskilning að þessi þráður varð til áður en Enter reit sína forystugrein um málið, en honum er að sjálfsögðu frjálst að taka upp þau mál sem á honum brenna.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 10/11/04 10:32

Getur maðurinn ekki bara verið áfram í Japan hjá sinni japönsku eiginkonu? Hvað er hann að vilja hingað? Er þetta ekki gyðingahatari og óttalegur óþverri? Og landkynning?! Hverjir aðrir en skáknördar vilja vita hvar Bobby Fisher er? Og hver, annar en Hrafn Jökulsson, vill fylla landið af skáknördum??

Það væri nær að bjóða Harrison Ford ríkisborgararétt, já eða henni Juliu Stiles. Þau kunna gott að meta. Forrest myndi þá vísast fylgja í kjölfarið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 10/11/04 10:32

Þið eruð að gleyma að við erum í hópi „hinna staðföstu“ og skjótum þess vegna ekki skjólshúsi yfir eftirlýsta glæpamenn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
RegnHundur 10/11/04 10:45

Fischer er nú trúlega frægari en Cabablanca þegar hann var og hét, og þá er nú mikið sagt. ‹klórar sér í höfðinu›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 10/11/04 10:46

Júlía mælti:

Hverjir aðrir en skáknördar vilja vita hvar Bobby Fisher er?Það væri nær að bjóða Harrison Ford ríkisborgararétt, já eða henni Juliu Stiles. Þau kunna gott að meta. Forrest myndi þá vísast fylgja í kjölfarið.

Þá svörum vér: Hverjir aðrir en forfallnir kvikmyndaáhugamenn og Júlíur vita hver Julia Stiles er?

Nafni mælti:

Þið eruð að gleyma að við erum í hópi „hinna staðföstu“ og skjótum þess vegna ekki skjólshúsi yfir eftirlýsta glæpamenn.

Gæti hugsazt, en menn ættu þó að byrja á því að athuga hvað Fisher karlinn gerði af sér. Myndi það eigi vera rétt hjá oss ef vér segðum sakir hans vera þær að tefla skák í Júgóslavíu fyrir tylft ára síðan? Ætti sökin þá eigi að hafa fyrnzt? Vér bara spyrjum.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 10/11/04 10:50

RegnHundur mælti:

Fischer er nú trúlega frægari en Cabablanca þegar hann var og hét, og þá er nú mikið sagt. ‹klórar sér í höfðinu›

Hafandi aldrei heyrt á Cabablanca minnst, þá verð ég að segja að það er ekki mikið afrek að vera þekktari en hann.

Nei, verum ekki að púkka uppá afdankaða, bitra og útlifaða skáknörda (eða aðra nörda), heldur hrifsum einhvern í blóma lífsins til okkar, einhvern sem á eftir að vinna sín mestu afrek.
'Ættleiðum' t.d. hinn nýja Bond (hver sem hann verður).

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 10/11/04 10:58

Nafni mælti:

Þið eruð að gleyma að við erum í hópi „hinna staðföstu“ og skjótum þess vegna ekki skjólshúsi yfir eftirlýsta glæpamenn.

Stóra vandamálið er eigi þetta heldur að hann þarf að nær örugglega á læknishjálp að halda sökum geðrænna vandamála en vill ekki þiggja neitt slíkt. Hann er í þannig ástandi núna að hann er nánast óalandi og óferjandi. Það réttlætir þó ekki framkomu Bandaríkjastjórnar í hans garð (og á það líka við um Clinton-stjórnina, þó líklega eigi í sama mæli og Bush-stjórnina) en gerir þetta mál miklu erfiðara en ella.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð
RegnHundur 10/11/04 11:03

já, ættleiðum Bond. En frábær hugmynd. Þú ert virkilega hugmyndarík Júlía, ég vildi að ég hefði gáfurnar þínar. Ætli ég verði ekki bara að sætta mig við að hafa útlitið framyfir ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 10/11/04 11:55

Nei má ég þá frekar biðja um Fisher en afdankaðan njósnara hennar hátignar eða þessa Júlíu Stæls sem ég veit hvorki haus né sporð á.
Það eru engar ýkjur að einvígi Fishers og Spasskís var einvígi aldarinnar og sá atburður sem fyrst kom Ísalandi verulega á forsíður fjölmiðla um allan heim. Enda var spennan og andrúmsloftið í kringum einvígið ótrúlegt.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 10/11/04 11:57

Áhm... Bobby Fisher er auðvitað frægasti skákmaður okkar tíma - mér væri persónulega mikill fengur í að fá að tefla við hann ! Hann er áhugaverður geðsjúklingur með ákaflega skemmtilegar og annarlegar skoðanir (las ævisögu hans) - held hann yrði skemmtileg viðbót í þjóðfélagsflóruna - maður má vera ósammála skoðunum hans en meira að segja gyðingahatarar eiga sitt tjáningarfrelsi.

Finnst fröken Júlía fulldómhörð í garð þessa snillings ...
,,Ég fyrirlít skoðanir yðar en ég er reiðubúinn að láta lífið fyrir rétt yðar til að hafa þær."
Voltaire.

BOBBY HEIM !

Keisaraynja Baggalútíska heimsveldisins. Langflottust. Framkvæmdastýra hinna keisaralegu aftaka. Pyndingameistari. Yfirgrúppía. • Eigandi Billa bilaða, hirðkrútts og keisaralegs gæludýrs. Er pirruð að eðlisfari. Heimsyfirráð eða dauði !
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 10/11/04 12:32

Vladimir Fuckov mælti:

Stóra vandamálið er eigi þetta heldur að hann þarf að nær örugglega á læknishjálp að halda sökum geðrænna vandamála en vill ekki þiggja neitt slíkt. Hann er í þannig ástandi núna að hann er nánast óalandi og óferjandi. Það réttlætir þó ekki framkomu Badaríkjastjórnar í hans garð (og á það líka við um Clinton-stjórnina, þó líklega eigi í sama mæli og Bush-stjórnina) en gerir þetta mál miklu erfiðara en ella.

Ef hann er geðfatlaður, getur hann náttúrulega ekki verið á Íslandi því þeir eiga ekki upp á pallborðið í heilbrigðiskerfi Framsóknar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 10/11/04 13:07

Enn einn sjúklingurinn sem sendur yrði á vergang. Nei, Bobby er best borgið í Japan hjá spúsu sinni og tengdafólki.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
RegnHundur 10/11/04 13:10

Kannski, en það færi betur um hann á Íslandi en í Bandaríkjunum. Það er nokkuð ljóst. Ætli hann yrði ekki sendur beinustu leið í fangabúðirnar á Kúbu sem stórhættulegur hryðjuverkamaður? ‹Brestur í óstöðvandi grát›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 10/11/04 13:23

Nafni mælti:

Þið eruð að gleyma að við erum í hópi „hinna staðföstu“ og skjótum þess vegna ekki skjólshúsi yfir eftirlýsta glæpamenn.

Sammála. Það væri ljóti andskotinn ef við færum að bregðast stríðsvinum okkar. Við þurfum frekar að efla herinn okkar í Afganistan áður en við tökum þátt í næsta verkefni sem verður innrásin í Íran.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 10/11/04 14:22

Látiði ekki svona. Haraldur, vertu ekki að geðvonskast gegn betri samvisku út í Jón Kristjánsson. Auðvitað tökum við Bobby Fisher að okkur sem tákn um sjálfstæði okkar og andóf gegn MacCarty-isma Bush og félaga.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 10/11/04 15:41

Bobby Fisher hefur ekki brotið nein lög á Íslandi. Og ef hin tælenska Ho-Ming-Lo fær að vera á landinu vegna þess að einhver feitur sjóari keypti hana, þá má Fisher greyið svo sannarlega vera hér. Eða það finnst mér.

-

Þorpsbúi -
LOKAÐ
     1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: