— GESTAPÓ —
Hobbitinn-Homo floresiensis
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 8/11/04 18:17

Eins og allflestir fróðleikssjúkir einstaklingar vita, þá hafa uppgötvast bein af nýrri mannveru í jarðlögum í Indónesíu (sjá t.d. Nature og NewScientist)
Hún var smávaxin, með lítinn heila og lifði góðu lífi allt þar til fyrir um 12-13 þúsund árum, það sem gerir þessa uppgötvun sérstaklega merkilega er það að þessi mannvera virðist hafa búið til bát eða fleka og mannfræðingar virðast telja að þessi mannvera hefði því getað talað, en einnig notaði veran tól eins og venjulegar mannverur... Svona er talið að hún hafi litið út:


Erum við að tala um að loks sé búið að finna Hobbitana, eru þeir hugsanlega enn á lífi einhversstaðar, hvar eru þá álfarnir, dvergarnir og orkarnir... munu þeir finnast fyrir rest? Eða hvað?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 8/11/04 18:26

Las um þetta um daginn. Þetta þykir mér stórmerk uppgvötun. Að svona kríli skuli hafa verið til þegar Hómó Sapíens sapíens var kominn á fullt ról og það rétt fyrir framþróun siðmenningar (föst búseta og tamin heimilisdýr fóru í almenna notkun fyrir ca 12.000 árum). Leifarnar þarna bentu til þess að þessi tegund hafi verið í góðum gír á þessum tíma og því ekki ólíklegt að þessir hobbitar hafi lifað fram á sögulega tíma.

Eitt af því sem mér hefur ávallt fundist vera grautfúlt er að hér skuli bara vera ein 'vitiborin' dýrategund eftir. Það hefði verið miklu skemmtilegra að hafa aðrar mannategundi hérna með okkur. Og þó, ætli það hafi ekki endað í þrælahaldi og ógeði.

Þessi eyja virðist vera stórskemmtileg. Þarna voru jú einhverjar feiknastórar risaskjaldbökur og önnur kunnugleg dýr í 'röngum' stærðarhlutföllum. Frábært. Svona Lost Island dæmi.

Ég bíð bara eftir að einhverjir japanskir vísindamenn finni Godzilla.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 8/11/04 18:33

Hakuchi mælti:

Eitt af því sem mér hefur ávallt fundist vera grautfúlt er að hér skuli bara vera ein 'vitiborin' dýrategund eftir. Það hefði verið miklu skemmtilegra að hafa aðrar mannategundi hérna með okkur. Og þó, ætli það hafi ekki endað í þrælahaldi og ógeði.

Það hefði verið mjög forvitnilegt en í ljósi sögunnar trúlega útilokað. Eigi þarf annað en að líta á hvað undantekningalaust hefur gerst er 'háþróuð' þjóð/þjóðflokkur hefur hitt fyrir 'frumstæða' þjóð. Með svipuðum rökum hefur því svo t.d. verið haldið fram að það sé eins gott að eigi hafa fundist merki um vitsmunalíf utan jarðar.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 8/11/04 18:37

Það hefði nú samt verið gaman að hafa eins og eina hobbitaþjóð í Sameinuðu þjóðunum. En það er líklega rétt hjá þér Vladimír, enda benti ég á þann möguleika hér að ofan.

En ætli það hefði Hómó s.s. hafi getað blandast hobbitunum? Eða jafnvel neanderdalsmönnum? Eða hefði það endað álíka og með múslasna?

Eitt við þetta allt er líka athyglisvert. Það eru til þjóðsagnir meðal fólksins sem býr þar enn í dag um þjóð lítils fólks sem hafði búið þarna í fyrndinni. Eins sögur um miklar skjaldbökur og þess háttar. Þetta hefur nú allt komið í ljós að það hafi átt við einhver rök að styðjast. Ætli þetta sé vísbending um að á einhverjum tímapunkti hafi Hómó s.s. og hómó flórensis búið saman? Eða ætli fólk hafi séð leifar af þessu fólki og getið í eyðurnar á sínum tíma?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 8/11/04 18:55

Einhvern tíman las ég að homo s.s. hafi getað blandast homo s. neanderthalensis, enda einungis um undirtegund að ræða... en Hobbitinn virðist vera einstaklega ólíkur og þarf líklega að rekja sameiginlega ættmóðir beggja mun lengra aftur í ættir...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 9/11/04 09:16

Ég er nú ekki alveg nógu vel að mér í genafræðum, hvað er það sem ræður því hvort tvær tegundir geti blandast? Er það bara fjöldi litninga eða hvernig er þetta allt saman?

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 9/11/04 13:07

Án þess að hafa neitt fyrir mér í því, þá hygg ég að það sem skilgreini tegundir sé að þær geti átt frjó afkvæmi saman... ergó homo sapiens sapiens er sama tegund og homo sapiens neanderthalensis þó ekki sé það sama undirtegund... aftur virðast sérfræðingar flokka hobbitan okkar sem nýja tegund þ.e. homo floresiensis þó ættkvíslin sé sú sama... er þetta ekki rétt skilið hjá mér, er enginn líffræðingur hér?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 9/11/04 13:18

Æ hvernig var flokkunin á þessu. Tja ég held að fyrst Homo sé fremst þá er það yfirbálkur, þannig eru tegundirnar voða skildar. Ætli þessi flórensis sé ekki svipað skildur okkur og neanderdalsmaðurinn?

Fyrst hestar og asnar geta átt múlasna, gætu þá segjum neanderdalsmaður og flórensis átt afkvæmi með hómó sapíens sapíens.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 10/11/04 12:07

Skilgreiningin á tegund er sú að geti tveir einstaklingar eignazt frjó afkvæmi teljizt þeir af sömu tegund.
N.B. Eigi þarf um sömu undirtegund að vera að ræða.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 10/11/04 12:21

Sá þett í DV[/i]

Hvað, hver, hvur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 10/11/04 15:26

Er Hóras ekki maðurinn í að svara okkur hér ? Er hann annars ekki okkar maður í líffræðinni ?

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sauða-Mangi 10/11/04 15:44

[quote="Fyrst hestar og asnar geta átt múlasna, gætu þá segjum neanderdalsmaður og flórensis átt afkvæmi með hómó sapíens sapíens.[/quote]

Múlasninn er ófrjótt afkvæmi hests og asna. Sem fær mann auðvitað til að hugsa, af hverju nota menn ekki bara annað hvort hest eða asna - til hvers að þvælast með hest og asna til að búa til múlasna?
Miðað við greddu okkar mannanna er næsta víst að Hómó S. S. og Hobbittarnir hafa gert tilraunir til að geta afkvæmi. Þau afkvæmi hafa svo væntanlega verið ófrjó (sem menn rugla saman við geturlaus) og því hefur ekkert orðið af yfirtöku þeirra hér á jörð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 10/11/04 15:51

Gaurinn er ekki kominn á kynþroska.

Hvað, hver, hvur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 10/11/04 15:58

Hvaða gaur er það bauv minn ?

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 10/11/04 16:01

Þessi.
[img]041027_hobbit.jpg[/img]

Hvað, hver, hvur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 10/11/04 16:09

En er hann ekki með skegg ? Er það ekki þokkalegt merki um að hann sé kominn á kynþroskaskeiðið ? Hvað veit ég svosem, skegglaus ræfillinn.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 10/11/04 16:27

Hakuchi mælti:

Æ hvernig var flokkunin á þessu. Tja ég held að fyrst Homo sé fremst þá er það yfirbálkur, þannig eru tegundirnar voða skildar. Ætli þessi flórensis sé ekki svipað skildur okkur og neanderdalsmaðurinn?

Fyrst hestar og asnar geta átt múlasna, gætu þá segjum neanderdalsmaður og flórensis átt afkvæmi með hómó sapíens sapíens.

Ég held að þetta fari einvörðungu eftir genasamsullinu...

Homo S. Neanderthalensis var með hér um bil öll gen eins og Homo S. S. Svipað stóran heila og svipaða líkamsbyggingu. Þessir Homo F. voru með mun minni heila og líklega mun fjarskyldari okkur en Homo S. Neanderthalensis. Margir telja einmitt að Homo S. Neanderthalensis hefði getað blandast nútímamönnum en ég tel ólíklegt að við hefðum getað blandast þessum hobbitum.

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 10/11/04 16:54

Hakuchi mælti:

Fyrst hestar og asnar geta átt múlasna, gætu þá segjum neanderdalsmaður og flórensis átt afkvæmi með hómó sapíens sapíens.

Ég held að konur og asnar geti líka eignast afkvæmi. Ég er a.m.k. faðir...

     1, 2  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: