— GESTAPÓ —
Fyrripartar skáldafífla
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 26/11/04 16:26

Hér er einn frampartur fyrir helgina:

Alla veggi, innst í skáp
ólmar freyjur þrífa.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
venni vinur 27/11/04 01:54

Alla veggi, innst í skáp
ólmar freyjur þrífa.
Karlar stunda kvennagláp
með karlmennskuna stífa.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 27/11/04 14:19

Alla veggi, innst í skáp
ólmar freyjur þrífa.
Konur hafa harðan skráp
og hend'í vatnið dýfa

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 27/11/04 17:56

Alla veggi, innst í skáp
ólmar freyjur þrífa.
Trauðla fylgir þessu táp
tuskur skulu hrífa

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sjöleitið 23/12/04 00:44

Alla veggi, innst í skáp
ólmar freyjur þrífa.
Blautum draumi um búðaráp
brosmilt í þær svífa.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 3/1/05 17:55

Alla veggi, innst í skáp
ólmar freyjur þrífa.
Með bera legg'og brugðinn sláp,
best er þær að hrífa.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 24/2/05 17:27

Það er nú varla að þessi þráður finnist lengur, svo langt niðri er hann. En hér er einn fyrripartur fyrir þig, Mjási minn, botnaðu nú:

Drottningin nú dólgsleg, reið,
dánumönnum bölvar.

Vonandi er þetta rétt kveðið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 24/2/05 17:32

Drottningin nú dólgsleg, reið,
dánumönnum bölvar.
Verður bæði ljót og leið
og ljósakrónur mölvar.

‹Máttu ekki annars fleiri spreyta sig?›

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 24/2/05 17:37

Að sjálfsögðu - en 'ljót og leið'?!? ‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 24/2/05 17:40

Svona er þetta, Júlía mín, þegar fólk er reitt og leitt og bölvar meðbræðrum sínum og systrum þá verða jafnvel fegurstu drottningar ljótar. Það er miklu betra að vera sáttur, sæll og sætur og brosa framan í heiminn.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 24/2/05 17:48

Áður brosti blíðust drós,
breitt, svo skein í góma.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 24/2/05 20:11

Áður brosti blíðust drós,
breitt, svo skein í góma.
Nú sig ygglir undir rós,
ergir sveininn fróma.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Amma-Kúreki 25/2/05 11:31

Áður brosti blíðust drós,
breitt, svo skein í góma
draumur ertu sem í dós
dýrðar konu ljóma

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 25/2/05 11:43

Ergelsi er íþrótt góð
örar rennur blóðið.

GESTUR
 • LOKAР• 
Afbæjarmaður 25/2/05 11:58

Ergelsi er íþrótt góð
örar rennur blóðið
vert í kinnum kát og rjóð
keppist stráka stóðið

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Ergelsi er íþrótt góð
örar rennur blóðið.

Ergjum oss af miklum móð,
má svo botna ljóðið?
Drottingunni yrkjum óð,
eflum dyggð með vorri þjóð,
svo bergmáli á bragarslóð
blíða stuðlahljóðið.
Yðar hátign, fríð & fróð,
frú mín! Það var lóðið,
fyrirmyndarfljóðið.

‹Hneigir sig í auðmýkt›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 25/2/05 13:27

Þetta kalla ég alvöru skáldskap!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 25/2/05 13:38

Znati dýran syngur óð
snjallt og vel er kveðið.

LOKAÐ
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: