— GESTAPÓ —
Fyrripartar skáldafífla
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 8/11/04 21:22

Búkinn stæli, brjóstið þen,
bumbu vil nú eyða.
Burt með ístru, burt með slen
burt með svkapið leiða.

Það þykir alla jafna hljóma best að hafa stuðlana í hákveðunum í 1. og 3. lið í svona vísum, þá eru stuðlarnir s.s. í þeim orðum sem mestur þungi er lagður í við lestur (hástuðlað) - þó að fleira sé rétt. Þótt orð hefjist á "L" í sinni hvorri línunni utan stuðla þá er það ekki ofstuðlun. Þegar þau eru orðin fleiri fara hlutirnir að fara á heldur grárra svæði finnst mér. Mér hefur alltaf þótt fara illa á slíku þótt svoleiðis nokkuð teljist kannski ekki hreinræktuð villa (að ég held) sést það sjaldan hjá reyndum hagyrðingum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 8/11/04 22:40

Árans leiði, allt er svart
úti lækkar sólin.
Júlía með brosið bjart
bræðir gömlu fólin.

Út'er þoka, þyngist geð,
þætti stórum betra,
ef að penna mínum með,
má þér botninn letra.

Búkinn stæli, brjóstið þen,
bumbu vil nú eyða.
Svo mig þekkist prúð og pen,
en pastursmikil bleyða.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tannsi 8/11/04 22:46

Hvað er næst?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 9/11/04 15:35

Hér er enn einn:

Kaffi teyga, köku bryð
kárnar meyjar gaman.

Mikið er ég annars ánægð með undirtektirnar sem þessi þráður fær. Botnarnir eru hver öðrum betri.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 9/11/04 15:40

Kaffi teyga, köku bryð
kárnar meyjar gaman.
Bar'ún innri finni frið
fórni öllu saman

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tannsi 9/11/04 16:01

Þetta er líka fín hugmynd fyrir mig og hina ræflana.

Kaffi teyga, köku bryð
kárnar meyjar gaman.
Hundsa sífelt, heimsins frið
hefndir safnast saman.

Hér er samhengið ekki mjög mikið án sæmilegs skammtar af hugmyndaflugi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 9/11/04 16:14

Tannsi mælti:

Þetta er líka fín hugmynd fyrir mig og hina ræflana.

Þú er mér þó langtum fremri, þar sem þú getur botnað; ég kemst aldrei lengra en að miðju.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 9/11/04 16:20

Kaffi teyga, köku bryð
kárnar meyjar gaman.
Ef kökuáti gefur grið
gildnar minna daman.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 9/11/04 16:51

Kaffi teyga, köku bryð
kárnar meyjar gaman
Biður um guðs grið
grennast vill daman

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 9/11/04 18:24

Kaffi teyga, köku bryð
kárnar meyjar gaman.

Þessi er dýrt kveðinn hjá þér... er þetta ekki efni í innrímsbotn... (aðeins að teygja hljóðið í teyga og þá passar það)

Kvíslar heyjar kom ei við
kannske sveiar daman

eða aðeins dónalegra, ég gat bara ekki staðist þetta:

lappir sveigjast ljúft við kvið
ljúft við beygjumst saman

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 9/11/04 22:33

Júlía mælti:

Tannsi mælti:

Þetta er líka fín hugmynd fyrir mig og hina ræflana.

Þú er mér þó langtum fremri, þar sem þú getur botnað; ég kemst aldrei lengra en að miðju.

Meyju sem að miðju fer
og mælsku hyggur þrotna.
Telur einhver eftir sér
í henni að botna?

Glettilega grár á vangann.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 10/11/04 14:58

Nú hef ég hnoðað saman limru, sem ég vil gjarnan vita hvort er rétt kveðin. Hún er auðvitað á limruþræðinum en ekki hér.

Einn fyrripartur til:
Gnauðar vindur, gránar hár
gamlast blómarósin.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sauða-Mangi 10/11/04 16:01

Gnauðar vindur, gránar hár
gamlast blómarósin.
Alltaf reddý, alltaf klár
alltaf sama drósin.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sauða-Mangi 10/11/04 16:05

Gleymdi fyrripartinum.

Fyrripartar finnast hér
fáir mjög og rýrir.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 10/11/04 16:36

‹kímir›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 10/11/04 16:41

‹sárnar, skælir›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sauða-Mangi 10/11/04 16:44

‹Veltir fyrir sér að botna eigin botn, en botnar svo ekkert í sjálfum sér og ákveður að gefa öðrum tækifæri›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 10/11/04 17:01

‹hættir að kíma› Nei nei Júlía ekki þú heldur greyið hann Sauða-Mangi sem er að misskilja þráðinn.

LOKAÐ
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: