— GESTAPÓ —
Fyrripartar skáldafífla
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 7/11/04 18:57

Nýlega varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að hitta skáldjöfurinn Mjása. Nefndi ég þar við hann þann möguleika, að við sem ekki getum með nokkru móti botnað vísu fengjum að stofna þráð þar sem við setjum inn fyrriparta, sem síðan færari skáld botna. Góðskáldin gæti þá leiðbeint okkur vesalingunum og sagt kost og löst á fyrripörtunum og sama mætti gera við vísubotnana. Það er von mín að þessi þráður fái góðar undirtektir.

Þessi kviðlingur kom mér í hug:

Árans leiði, allt er svart
úti lækkar sólin.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 7/11/04 19:31

Árans leiði, allt er svart
úti lækkar sólin.
Bragsins fyrri botnum part
bráðum koma jólin

‹Þessi þráður er mjög góð hugmynd. En í ljósi eigin reynslu getum vér fullvissað yður um að þér getið botnað fyrriparta. Það er svolítið erfitt til að byrja með - ein aðferð er að hugsa í byrjun eingöngu um að botninn sé bragfræðilega og málfræðilega réttur en hafa engar áhyggjur af þó innihaldið sé bull (slíkir botnar geta reyndar stundum verið mjög fyndnir). Þess má svo geta að vér sjáum ekkert til að finna að í fyrripartinum.›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tannsi 7/11/04 20:00

Árans leiði, allt er svart
úti lækkar sólin.
Köttinn deyði, eintómt kvart
þunglynd eru fólin.

Svo er bara skáld í Tannsanum, hvern hefði grunað það.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 7/11/04 20:13

Eigi mun hér rétt kveðið hjá Tannsa, of langt er milli stuðla í línu 3 og það vantar höfuðstaf í línu 4. Sjá má fróðleik um hvernig þetta á að vera á eftirfarandi síðum:

http://www.heimskringla.net/bragur/Default.asp
http://rimur.is/?i=4

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/11/04 20:25

Prýðis hugmynd hjá Júlíu... ágætis fyrripartur
Ég verð að viðurkenna að ég er ekki mikill sérfræðingur í þessum fræðum, en er ekki um ofstuðlun að ræða með því að hafa tvö orð sem byrja á L?

Árans leiði, allt er svart
úti lækkar sólin.

Ekki kvíða, brátt mun bjart
og blíða hér um jólin

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tannsi 7/11/04 20:36

Árans leiði, allt er svart
úti lækkar sólin.
Mikil reiði, mér er kalt
verkjar mig í tólin.

Er þetta betra?

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 7/11/04 20:43

Jólin blessuð hátíð ber
börnum gleði mesta,
gleði fylgi og gæfa þér
gull míns hjarta besta.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/11/04 20:45

Tannsi mælti:

Árans leiði, allt er svart
úti lækkar sólin.
Mikil reiði, mér er kalt
verkjar mig í tólin.

Er þetta betra?

Þetta er allt að koma hjá þér kæri Tannsi, höfuðstafurinn í fjórðu línu mig, þarf þó að vera fremst í línu, nema um sé áherslulaust orð á undan... ef ég skil rétt bragfræðina...Þetta gæti verið svona, annars er kalt kannske ekki alveg rím við svart, en nærri lagi...
Mikil reiði, mér er kalt
mig nú klæja tólin

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 7/11/04 20:46

Árans leiði, allt er svart
úti lækkar sólin.
Eftir mikið kvein og kvart
klárast aftur skólinn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 7/11/04 20:48

Hér er fyrripartur:

Angar nú af akurliljum,
enga sorg ég ber í hjarta.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tannsi 7/11/04 20:55

Angar nú af akurliljum,
enga sorg ég ber í hjarta.
Efan finn af efri þiljum,
engu ég hef yfir að kvarta.

Má þetta vera svona?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/11/04 21:16

Tannsi mælti:

Angar nú af akurliljum,
enga sorg ég ber í hjarta.
Efan finn af efri þiljum,
engu ég hef yfir að kvarta.

Má þetta vera svona?

Ég er nú frekar lélegur í að segja til, en reyni þó...
Fyrri línan er góð, en fullofstuðlað í seinni línunni, þ.e. of mörg orð sem byrja á sérhljóðum...
Svona gæti seinniparturinn verið:
Efan /finn af /efri /þiljum
ekki /þarf ég /nú að /kvarta

Eins og þú sérð þá eru enn nokkur orð sem byrja á sérhljóðum, en bragliðirnir byrja þó ekki á sérhljóðum nema í tveimur stuðlum í fyrri línunni og höfuðstaf seinni línunnar... en ég er enginn sérfræðingur...
kíktu á þetta:
http://www.heimskringla.net/bragur/bragur/b2.asp

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 7/11/04 21:55

Mér hefur reynst vel reglan sem Haraldur Austmann benti á varðandi hrynjandann góð. þ.e.a.s. þegar um ferskeytlur og svipaðan bragarhátt er um að ræða. Það er gamla lagið sem " afi minn og amma mín¨" voru sunginn við. Ef það passar þá er hrynjandinn réttur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tannsi 7/11/04 23:27

Já mér fannst bara fínn rythminn í þessu sem ég samdi fyrst. En eitthvað voru sumir ósáttir.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 8/11/04 00:10

Tannsi mælti:

Já mér fannst bara fínn rythminn í þessu sem ég samdi fyrst. En eitthvað voru sumir ósáttir.

Þetta voru bara vinsamlegar leiðbeiningar... sleppi því að leiðbeina ef menn verða fúlir...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 8/11/04 00:42

Tannsi mælti:

Já mér fannst bara fínn rythminn í þessu sem ég samdi fyrst. En eitthvað voru sumir ósáttir.

Skabbi er einn sá albesti og skapbesti hér. Gæti trúað að hann væri hálf þunnur, núna. Ef þú lest báðar línurnar.
Engu ég hef yfir að kvarta og síðan
Ekki þarf ég nú að kvarta, þá passar þetta betur hjá Skabba. Hann er búinn að kippa út óþarfa orðum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 8/11/04 00:59

T.d:

Angar nú af akurliljum,
enga sorg ég ber í hjarta.
Ef við núna ekki skiljum
oft ég mun í brjóst þitt narta.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tannsi 8/11/04 06:14

Ég átti reyndar við það sem símamaðurinn ógurlegi sagði. En auðvitað er ég að fíflast í ykkur. Ég kann ekkert að kveða.

LOKAÐ
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: