— GESTAPÓ —
Bush eða Kerry?
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2, 3, 4  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Brenjar 2/11/04 21:09

Nú halda helstu stjórnmálafræðispekingar því fram að niðurstaða kosninga í USA muni verð ljós um 04:00 í nótt. Því spyr ég áður en hún verður ljós, hvort mun Bush eða Kerry vinna?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 2/11/04 21:21

Af tvennu illu veldi ég hvorugt, en ætli bushmaðurinn vinni þetta ekki.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 2/11/04 21:23

Ég held að Kerry muni vinna. Ef það reynist rangt þá mun ég breyta þessari spá eftir á. ‹Flissar illyrmislega›

Annars þá vona ég að Kerry vinni ... þó svo að Bush sé mikill gleðigjafi og uppspretta skondinna frasa, þá á hann ekkert erindi í jafn valdamikið embætti og hann er einhverra súrrealískra hluta vegna í núna.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 2/11/04 22:50

Villa í kjörseðlum gerir það af verkum að Ralph Nader mun verða ótvíræður sigurvegari.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 2/11/04 22:51

Hefði sjálfur kosið Nader út af málefnum. En ég er að verða bjartsýnn að Kerry muni hafa þetta. Sjáum til.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/11/04 22:52

Ætlar einhver að vaka í nótt yfir heimsendatíðindunum eða má það bíða til morguns að fá fréttir úr vesturheimi?
Kerry getur ekki toppað Bush í slæmum ákvörðunum, þó ég öfundi hann ekki af því að taka við því búi sem Bush skilur eftir....

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 2/11/04 23:03

Ég er að hugsa um að vaka. Egill gullni ætlar að vaka með mér.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 2/11/04 23:04

Ég mun vaka þar til yfir lýkur, að því gefnu að styttri tíma taki að komast að niðurstöðu en síðast.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 2/11/04 23:13

Skabbi skrumari mælti:

Kerry getur ekki toppað Bush í slæmum ákvörðunum, þó ég öfundi hann ekki af því að taka við því búi sem Bush skilur eftir....

Orð að sönnu, Skabbi. Ástandið sem Hr. Runni og Hr. Cheney hafa valdið er hræðilegt, þannig að þótt Kerry fari með sigur af kosningarþingunum, verða næstu árin vægast sagt erfið.

hugsar við sjálfa sig

Ég gæti sagt meira, en ég er allt of illa haldin hjátrú til að fara of langt út í viðtengingarháttinn núna. Ég segi þetta gott í bili.

* Hasarmálaráðherra og forsetafrú Baggalútíu * Abbadís Hreintrúarflokksins *
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 2/11/04 23:19

Vér munum væntanlega vaka eitthvað framyfir kl. 1, það gæti nægt til að sjá hvort eitthvað óvænt sé í uppsiglingu. Ef svo reynist eigi vera þyrfti að vaka nánast alla nóttina og það er eigi á dagskrá hjá oss þó vér teljumst til nátthrafna.

Vér vonum að Kerry vinni en óttumst að Bush vinni, sitjandi forseti hefur alltaf visst forskot og séu margar kannanir lagðar saman virðist Bush með lítilsháttar forskot. Kerry hefur hinsvegar greinilega verið að vinna á og spurning hverju (ef einhverju) mikil kjörsókn breytir. Og svo gæti þetta sérkennilega kjörmannakerfi auðvitað ruglað öllu...

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 2/11/04 23:21

Kerry!!!

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nautnanaut 2/11/04 23:21

Nú veit ég ekki hvor vinnur Bush eða Kerry, en mikið rosalega er ég ánægður með framtak þessarra tveggja fjölmilljarða sjónvarpsstöðva sem sjá um að halda upplýsingaflæði til landsmanna.

Hvurn fjandskotann er verið að senda fréttamenn til bandaríkjanna? Þeir sem hafa notið þeirrar lukku að sjá þáttinn "Daily Show" á Comedy Central sjónvarpsstöðinni, kannast við aðferðina að nota bara "green screen" og falsa staðsetningu fréttamanna með því.

Ingólfur Bjarni veit væntanlega ekki rassgat meira um það sem er að gerast heldur en t.d. fréttamenn CNN og BBC, en það er auðvelt að koppí/peista upplýsingar.

djö, jövlana og helvetana.

Er ekki nóg að allur heimurinn skuli halda í sér andanum af spenningi yfir því hvor vinnur, en að við séum að senda fréttamenn þangað. Segi nú bara WTF?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 2/11/04 23:27

Þú mátt nú ekki vanmeta Ingólf Bjarna. Ég held að hann sé mjög flinkur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 2/11/04 23:41

Tja, ég á hvort eð er ekkert eftir að sofa í nótt svo rökrétt er að fylgjast með þessu kosningasjónvarpi.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 3/11/04 01:18

Illu heilli þá má Kerry fá 90% atkvæða fyrir mér. Þá eru bara enn fleiri dauðir "kjósendur" með sín atkvæði á lofti.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 3/11/04 02:15

Á visir.is segir að Kerry sé með yfihöndina í "lykilríkjunum". Sagt er þar að CBS sé eina stöðin sem heldur fram að Bush sé yfir. Skrítið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/11/04 09:23

Jah, þegar ég fór að sofa var ég viss um að Kerry myndi vinna, svo þegar ég vakna eru líkurnar allar Bush megin... sorgardagur fyrir mína parta ef ekkert breytist, sem þessa stundina virðist útilokað...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 3/11/04 09:29

Mér sýnist á öllu að kanarnir séu endanlega búnir að skíta upp á bak. George Walker Bush virðist hafa unnið þetta og þarmeð getur hann leyft sér að fara hamförum um heiminn. Hann sér ekki fram á að taka aftur þátt í kosningum (geri ég ráð fyrir) og þarmeð er honum skítsama hvað gerist.

-

Þorpsbúi -
LOKAÐ
     1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: