— GESTAPÓ —
Spurt er varðandi kvikmynd?
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Santino 31/10/04 05:01

Ákvað ég að hafa þennan leik svolítið léttan í mund, svo að hann myndi ganga svolítið hraðar fyrir sig.
Hann gengur út á það að gefin er vísbending af einhverju tagi, og er næsta manni gert að geta um hvaða mynd ræðir.
Vísbendingar verða að vera innan skynsamlegra marka og vona ég að hver og einn geti áttað sig á þeim mörkum.
Ég skal byrja með einni léttri:

Leikarinn sem lék í þessari mynd fékk sín fyrstu óskarsverðlaun sem leikari fyrir hlutverk sitt sem verðbréfasali. hver er leikarinn?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 31/10/04 05:02

Michael Douglas?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Santino 31/10/04 05:04

Rétt. þetta er smá prufa, þetta er minn fyrsti þráður, vona að þér líkar vel! Ef svo er, komdu með eina.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 31/10/04 05:16

Þetta lofar góðu.

Sjáum til. Annar leikari og annar óskar af því ég er að sofna og hugmyndaleysið algert. Á sínum tíma kom valið á óvart. Leikarinn gantaðist sjálfur með verðlaunin og sagði að helmingur verðlaunanna tilheyrði hrossi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Santino 31/10/04 05:21

Einum of margir white russian í kvöld hjá mér. Hrossi segirðu? Var sú umsögn eitthvað tengd myndinni eða var þetta persónulegt?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 31/10/04 05:26

Þetta var tengt myndinni órjúfanlegum böndum. Karakter hans átti hestinn. Ekki er hægt að neita því að hesturinn átti nokkra góða leikspretti.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Santino 31/10/04 05:29

Charlton Heston fyrir Ben-Hur?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 31/10/04 05:32

Nei. Leikarinn tók þátt í seinni heimsstyrjöldinni, sem leyniskytta og barðist við Japani. Hann fékk purpurahjartað.

Framan af, og það voru nokkuð mörg ár, lék hann aðallega durta í þjónustu aðalvondakallsins. Hann varð stjarna á 7. áratugnum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Santino 31/10/04 05:35

Ég er allveg tómur eins og er, Cary Cooper - High noon

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 31/10/04 05:38

Nibb. Leikarinn varð hasarhetja á 7. og 8. áratugnum. Hann lést á þeim 9.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Santino 31/10/04 05:43

Lee Marvin

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 31/10/04 05:53

Kórrétt Santino. Láttu vaða. Ég fer í háttinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Santino 31/10/04 06:03

Persónan í þessari mynd átti það til að myrða fólk með einum af leggjum þrífótar undan myndavél í mynd þessari. Hver er myndinn?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 31/10/04 21:24

Blow up?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 1/11/04 20:31

Einkaleikur ?

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 1/11/04 20:36

Santino mætti alveg svara því hvort þetta er rétt. Ég held samt ekki að þetta sé Blow Up ... skýt frekar á einhverja Bondmynd. Segjum The Living Daylights eða eitthvað.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Santino 3/11/04 19:59

Nei, ekkert að ofantöldu er rétt.... Myndinn er Bresk og er frá byrjun sjöunda áratugarins.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 3/11/04 22:33

Þetta er náttúrulega hið vanmetna snilldarverk "Peeping Tom"(1959) eftir Michael Powell. Þetta er geðveik mynd með efnivið sem var langt á undan sinni samtíð. Held reyndar að Hitchcock hafi verið miklum áhrifum frá henni þegar hann gerði "Psycho". "Peeping Tom" er til í Laugarásvídeó, veit ég.

     1, 2  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: