— GESTAPÓ —
Afghanistan
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2, 3, 4  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 30/10/04 18:12

Ég hef alltaf tekið "Afg" framan af orðinu og sagt "hanistan".

Ekki að það komi málinu við.

Mikill Hákon • Keisari Baggalútíu • Eigandi sálar Vambans • Sendiherra Baggalútíu í Afríku
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 30/10/04 18:22

Dráp eru óumflýjanlegur hluti styrjalda, við erum í hernaðarbandalagi, rikisstjórn okkar samþykkti að halda út í fáránlegt stríð í Írak. Það sem ég meina er að: Hversvegna erum við alltaf að reyna að halda okkur utan við stríð og hernað, á meðan við erum fullgildir meðlimir í hernaðarbandalagi? Ég vil bara hugsa raunsætt og án alls tvískinngungsháttar.

Setjum sem svo að öll M-Austurlönd mundu rísa upp i hefndarstríði gegn Evrópu og vesturlöndum og hvað mundum við gera? Halda friðarfund? Nei, ég held nú síður. Allir íslendingar á herskyldualdri yrðu skikkaðir til þess að verja fósturjörðina í nafni NATO og til þess að fá sem flesta í liðið yrði dælt yfir þá hefðbundunum þjóðrembingi sem oft hefur reynst áhrifaríkur í því að leiða fjöldann óhræddan fram fyrir vígvélarnar.

En, ég segi fyrir mig: Ég mundi aldrei, aldrei ganga í her sem hefði það eitt að markmiði að vernda fósturjörð mína, því mér finnst stríð fáránleg og frekar mundi ég vilja sitja í fangelsi í mörg ár.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 30/10/04 22:04

... Ég held að ég sé fullkomlega sammála síðasta ræðumanni ...

Ísland úr NATO og herinn burt!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 30/10/04 23:23

Haraldur Austmann mælti:

Virkilega ógeðfelld mynd af þeim í Fréttablaðinu í gær held ég. Þar stóðu þeir fjórir gleiðbrosandi með bjór í hendi og voru í bolum sem á stóð: Chicken street - shit happens.

Shit happens? Þarna dó barn og ung kona - er það bara „shit happens“ í augum þessara ekkidáta? Smekklaust og virkilega heimskulegt.

Já andskotinn og ekki var bakhlið bolanna skárri. Hvar er sjálfsvirðing þessa manna eða yfirmanna þeirra?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 31/10/04 02:20

Tinni mælti:

Það sem ég meina er að: Hversvegna erum við alltaf að reyna að halda okkur utan við stríð og hernað, á meðan við erum fullgildir meðlimir í hernaðarbandalagi?.

Tinni, þú lætur það hljóma eins og maður geti ekki tekið þátt í stríðs-umhverfi án þess að hafa byssu í hönd. Auðvitað getur maður tekið þátt án þess að þurfa að vera hermaður. Til dæmis er hægt að vera læknir, já eða ljósmyndari, fréttamaður eða pípari.
Já, pípari.
BNA heldur því statt og stöðugt fram að uppbyggingarstarf sé hluti af stríðinu. Jah, ef svo er, þá eru píparar mjög mikilvægir. Þeir hjálpa við uppbyggingu. Íslendingar geta vel lagt fram verkfræðinga, pípara, bakara eða jafnvel stjórnmálamenn. Stjórnmálamenn eru jú nauðsynlegir til uppbyggingar á nýju lýðræði. En það sem vantar ALLS EKKI eru fleiri hálfvitar með byssur. En ef fólki finnst svoleiðis vanta, tjah, þá vantar ekki íslendinga strax. Þeir geta komið seinna, enda eru þeir ekki drápstól heldur manneskjur, alveg eins og fólkið sem er að deyja vegna stríðsbrölts BNA.
Niðurstaðan hlýtur að vera sú að ríkisstjórnin steig hreinlega í rangan fót þegar kom að því að sýna frumkvæði vegna styrjalda hinum megin á hnettinum (sem reynar minnkar dag frá degi).

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 31/10/04 02:32

Ég er sammála Tinna að því leiti að ég myndi aldrei ganga í her ótilneyddur. Ég skil ekki hvers vegna þessi HER á vegum íslenzka ríkisins fékk að fara til Kabúl án þess að þetta væri rætt á Alþingi. Hvað eru stjórnarandstæðingar að huxa? Alla vega, hættið að senda okkar fólk til ögrunar. Hættið að ögra!

Seztur í helgan stein...
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 31/10/04 02:36

Erum við þá allir sammála ? Það er allavegana að virka þannig á mig. Ég bíð ennþá eftir að fá tusku í smettið sem segir að ég hafi rangt fyrir mér.

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 31/10/04 02:49

Eins og ég sagði í upphafi þráðarins. Af hverju erum við ekki að hjálpa vesalings fólkinu frekar en að veltast um með alvæpni? Það þarf örugglega að bora eftir vatni - Það kunnum við. Vikja vatnsföll ...

Ég slæ þessu nú svona fram. En ég hef sjálfsagt ekkert vit á pólitíkinni þarna á bakvið. Kannski er það "þjóðhagslega hagkvæmt" að standa í vopnaburði.

Ísland úr NATO og herinn burt!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 31/10/04 04:30

Nei, það er það vafalaust ekki.

Seztur í helgan stein...
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 31/10/04 04:35

Þeir Íslendingar sem vilja endilega vera í byssó geta fengið útrás fyrir óeðli sitt með því að skrá sig í frönsku útlendingahersveitina. Mér skilst að Frakkarnir séu ekkert voða pikkí á hverja þeir taka inn.

Vissulega væri skynsamlegra að Ísland einbeitti sér að þeim verkefnum þar sem þekking landans er hlutfallslega meiri og fágaðari en hjá öðrum. Stjórnin gæti t.d. sent sjóara að kenna Afgönum að veiða í eyðimörkinni. Það væri í það minnsta gáfulegra en að hlaupa um allt í byssóleik og valda dauða saklauss fólks.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Santino 31/10/04 04:37

Hakuchi: ertu maður kvikmyndaleik?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 31/10/04 04:40

Ja ég er nú að hugsa um að fara í háttinn. Við getum kannski spilað smá.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Santino 31/10/04 04:41

Eigum við að stofna nýjan þráð? Eða hvað? Þú byrjar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 31/10/04 04:43

Haaa...nei ég hef nú ekki vit á því að láta mér detta í hug heilan leik um kvikmyndir, ekki á þessum tíma alla vegana. Er ekki annar hvor okkar með réttinn í þeim kvikmyndaleikjum sem eru hér fyrir?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Santino 31/10/04 04:44

Nei því miður! hvað skal gert?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 31/10/04 04:45

Æ mig aumann.

‹Klórar sér í kollinum›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Santino 31/10/04 04:46

Á ég að reyna að prófa með nýjan?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 31/10/04 04:47

Láttu það eftir þér væni. Mundu þó að stofna hann á dægurmálaþræðinum.

LOKAÐ
        1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: