— GESTAPÓ —
Spesaleikur Órækju: Hver er maðurinn.
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir
     1, 2, 3 ... 293, 294, 295  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 28/10/04 22:12

Eftir að grufla í gömlum skræðum og spyrja gamla menn, komst ég að því að hin geysivinsæla leikjaséría Spesa fékk ekki það framhald sem hún hafði fullan rétt á, líklega vegna gríðarlegra anna höfundar. Ég stel hér því hanskanum og held áfram þar sem frá var horfið fyrir mörgum tunglum síðan og spyr einfaldlega:

Um hvaða mann er ég að hugsa?

Venjulegar já og nei reglur, vísbendingar gætu sýnt sig ef að þörf þykir. Til að halda í hefðina verða gefin stig fyrir röng svör, bein ágiskun á nafn sem er röng gefur 2 stig á meðan að leiðandi spurningar sem hefur neikvætt svar gefur 1 stig. Því færri stig, því getspakari er meðal Baggalýtingurinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 28/10/04 22:15

Er spurt um karlkyns mann ?

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 28/10/04 22:16

"Sérfræðingurinn" fær jákvætt svar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 28/10/04 22:17

Er spurt um ameríkana ?

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 28/10/04 22:18

Já, maðurinn er fæddur í Ameríku og telst fullgildur Ameríkari.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 28/10/04 22:19

Er spurt um kvikmyndaleikara ?

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 28/10/04 22:21

Þar kom að því, fyrstu stigin í hús (eða ætti kannski að kalla þetta baunir svona á þessum síðustu og verstu?)
Nei ekki er þetta leikari.

1 stig.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 28/10/04 23:08

Er spurt um mann sem er ennþá á lífi ?

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 29/10/04 00:09

Er maðurinn þjóðhöfðingi?

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/10/04 00:33

Er maðurinn að vinna við tónlist?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 29/10/04 00:38

Er hann í stjónmálum?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 29/10/04 02:23

Býr téður einstaklingur í Ameríku?

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 29/10/04 08:40

Nei, nei, nei, nei, nei.

6 stig í hús.

Til að spara ykkur stigin þá væru svörin við áðurkomnum spurningum ef þær væru í þátíð: Nei, nei, nei, nei, já.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 29/10/04 08:47

Er maðurinn íþróttamaður?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 29/10/04 08:48

Er þetta Bush.

Hvað, hver, hvur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 29/10/04 08:50

Tinni: maðurinn er víst látinn svo réttara væri að nota þátíð, en svarið við þinni spurningu er nei.

bauv: veist þú eitthvað sem ég veit ekki? Nei.

9 stig.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 29/10/04 08:56

Var maðurinn fjölmiðlamaður?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dillinger 29/10/04 08:59

Var maðurinn íllmenni

     1, 2, 3 ... 293, 294, 295  
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: