— GESTAPÓ —
Úrval Nýrra félagsrita
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 28/10/04 20:25

Í kjölfar mikillar umræðu um hnignun í Nýjum félagsritum höfum vér ákveðið að stofna hér þráð er tengist þeim á jákvæðari hátt. Hugmyndin er ættuð úr "Best of Baggalútía" í eftirfarandi þræði:

http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?t=3105&postdays=0&postorder=asc&start=0

Hér á semsagt að vekja athygli sérlega vel heppnuðum, minnisstæðum eða merkum ritsmíðum í Nýjum félagsritum en slíkar ritsmíðar 'týnast' að áliti voru miklu frekar en merkilegir þræðir. Rökstuðningur og athugasemdir mega fylgja. Þráður þessi verður e.t.v. eigi mjög langur enda fjöldi félagsrita eigi mjög mikill.

Hefjum vér hér leikinn með því að benda á ritsmíð um málefni sem er mörgum nátthröfnum hugleikið:

http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=595&n=378

Leggjum vér hér með opinberlega til að Nátthrafnasamtök Baggalútíu geri þetta að baráttumáli sínu.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 28/10/04 23:38

Hérna er maður sem gerir sín fyrstu skrif að afbragðslesningu, veit þó ekki hverra manna hann er, heitir Vestmann:
http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=500&n=52 Dagbók - 1. nóvember 2003?

Hér er þrælskemmtileg saga eftir hann Ruglubulla, langt síðan maður hefur séð hann:
http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=375&n=48 Saga - 31. október 2003?

Hér er tregafull dagbókarfærsla frá Sjöleitið:
http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=93&n=114 Dagbók - 8. nóvember 2003?

Óhugguleg reynsla Herbjörns:
http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=147&n=468 Dagbók - 7. apríl 2004?

Hugljúfur sálmur hjá Alberti... Skál Albert:
http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=28&n=408 Sálmur - 25. febrúar 2004?

Einstaklega fróðlegur pistill frá Vladimir um virka daga og helgi:
http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=176&n=146 Pistlingur - 16. nóvember 2003?

En hér er einn fróðlegasti pistill sem ég hef lesið hér á Baggalút, Úrsusinn á það:
http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=137&n=150 Pistlingur - 17. nóvember 2003?

Dr. Zoidberg um Búðardal:
http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=31&n=334 Gagnrýni - 20. janúar 2004?

Hakuchi um skegg Bronsons (Hakuchi, mátt uppfæra linkinn á síðustu myndina):
http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=61&n=131 Gagnrýni - 1. október 2004?

Fyrsta dagbókarfærsla Júlíu fær atkvæði, en þær eru allar snilld:
http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=513&n=82 Gagnrýni - 22. október 2004?

Kem aftur síðar með meira...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 28/10/04 23:44
Það er ekkert sem getur ekki stöðvað mig!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 29/10/04 00:49

[ Aths. 29.10.2004 22:06: Búið er að laga vandamálið er lýst er hér fyrir neðan og kunnum vér ritstjórn þakkir fyrir skjót viðbrögð ]

Og nú sjáum vér að það virðist enn vera villa í tengslum við Ný félagsrit þannig að eigi er hægt að 'linka' beint í þau nema stundum. Í staðinn er 'linkurinn' vitlaus og vísar á höfundinn og hans nýjasta félagsrit (sbr. lista Skabba). Er því e.t.v gott að taka fram dagsetningu félagsritsins til öryggis.

Höfum vér sent ritstjórn einkapóst til að vekja athygli á þessu vandamáli og vonum vér að þetta verði lagað sem fyrst.

Hægt er að komast framhjá þessu vandamáli með því að eyða 'amp;' aftarlega í URLinu. Vér erum þó eigi vissir um að það dugi alltaf. Skabbi mætti laga þetta í sínu innleggi. Gott væri að Hilmar gerði það ekki svo ritstjórn hafi hér sýnishorn af vandamálinu.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/10/04 00:52

Fer í málið... hmmm, þegar ég ætla að uppfæra tenglana, þá sé ég ekki þessi amp?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 29/10/04 00:58

Stórskrítið og sama á við um innlegg vort efst í þræðinum. Þetta virðist þá vera villa í hvernig innleggin eru birt hér (auk þess grunar oss að eitthvað fleira sé að). En þeir er hyggjast skoða þessi félagsrit geta þá tekið þetta 'amp;' burt sjálfir er þeir fara á viðkomandi síðu.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/10/04 01:03

Enn furðulegra er og ég hef lítið fyrir mér í því, er það að dagsetningar sumra félagsritanna eru að ég held mjög ólíkindaleg...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/10/04 01:07

Skil þetta ekki, prufaði að fara aftur núna á elsta félagsrit Júlíu og nú kemur mun líklegri dagsetning, eða 4. nóvember 2003, laga þetta allt seinna, en þessi rit eru öll frá sirka október til nóvember 2003 ... Góða nótt

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 29/10/04 01:12

http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=45&n=1265

Þið bara gerið ykkur ekki grein fyrir því hversu vel þetta lýsir hug mínum. ‹horfir á ritið og tárast›

Mikill Hákon • Keisari Baggalútíu • Eigandi sálar Vambans • Sendiherra Baggalútíu í Afríku
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/10/04 01:14

Mikill Hákon mælti:

http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=45&n=1265

Þið bara gerið ykkur ekki grein fyrir því hversu vel þetta lýsir hug mínum. ‹horfir á ritið og tárast›

Hákon, þú afsakar, en ég ætla að geyma það að lesa þetta rit til mögru áranna,...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 29/10/04 01:16

ó, ókei.

En ekki eru þetta fitug ár núna.

Mikill Hákon • Keisari Baggalútíu • Eigandi sálar Vambans • Sendiherra Baggalútíu í Afríku
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/10/04 01:18

Nei, rétt er það, en það er alltaf gott að eiga sælgæti upp í skáp til að teygja sig í ef löngunin vaknar... ég lofa því að ég les það... farinn að sofa... góða nótt

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 29/10/04 01:19

Góða nótt ‹kyssir Skabba á ennið, breiðir sængina yfir hann og skilur smá rifu eftir í dyragættinni›

Mikill Hákon • Keisari Baggalútíu • Eigandi sálar Vambans • Sendiherra Baggalútíu í Afríku
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 29/10/04 11:16

"Ástir og raunir forsetans á Nikurvöllum" eftir Nykur, það gerist varla betra.
http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=559&n=557 , Saga 25.maí 2004

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 29/10/04 11:32

Hér er það sem vér skiljum sem kostulega og fyndna skopstælingu Klobba á gelgjumáli/gelgjuskrifum, merkilegt að þetta skuli vera frá síðasta ári. Þá var svona eigi farið að sjást hér ef vér munum rétt. En þetta á vel við þessa dagana:
http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=18&n=226 , dagbók 5. desember 2003

Ef forfeður vorir fyrir mörgum öldum hefðu skrifað veitinga- og kaffihúsagagnrýni hefði hún e.t.v. verið lík þessari frábæru gagnrýni Mosu frænku:
http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=512&n=224 , gagnrýni 4. desember 2003

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 29/10/04 11:34

Þetta er alger snilld hjá Kloppanum. Snilld segi ég!

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/10/04 12:52

Já, þetta er algjör snilld, líka hjá Nykri og Mosu, hvernig er það Vladimir fengið einhver viðbrögð við þessum tenglavandamálum?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 29/10/04 13:51

Ég vil nú benda á óborganlega sálma mína og rammpólitísk skrif.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: