— GESTAPÓ —
Spádómar Heskalíesar
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2, 3
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 1/11/04 14:26

Mig rámar mjög í þetta ... man samt ómögulega smáatriði.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 1/11/04 15:28

Nei ég man ekki eftir þessari.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 1/11/04 23:09

Er búið að gera hana?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 1/11/04 23:10

Kannski hefur kókflöskuna bara dreymt þetta ‹Starir þegjandi út í loftið›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Coca Cola 2/11/04 10:28

hehe, já hver veit, teiknimyndin endaði svo á frekar fyndinn hátt en ég vil nú ekki fara að spilla þessu ef einhver skyldi rekast á hana. Þetta voru litlir dúddar, fóru í ægilegum geimbúningum minnir mig yfir í raunveruleikann í gegnum einhverskonar portal og héldu á rúminu með dreymandanum til baka - djö nú verð ég að fletta þessu upp‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

Tvö glös á dag - alla ævi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 2/11/04 14:11

Það var ef ég man rétt á 1. eða 2. bls. í Efst á baugi þráður sem hét Heimsendir. Nú finn ég hann ekki þökk sé þeim sem tekið hafa til á Gestapó. En ef ég man rétt þá taldi ég þar upp a.m.k. 12 mismunandi heimsendum allt frá kjarnorkuslysum, gróðurhúsaáhrifum og hormónamengun grunnvatns yfir í árekstur við loftstein, að sólin þenst út og gleypir jörðina og loks að heimurinn hætti að þenjast út og fari að dragast saman aftur því magn efnis í alheiminum sé takmörkuð stærð sem þýðir að hann getur ekki þanist út endalaust. Þannig að um heimsenda þarf ekki að efast. Hann er staðreynd og jafn óhjákvæmilegur og dauðinn, jólin og 17. júní.

En við þá sem hafa látið loka gömlum og góðum þráðum segi ég skamm. Og þið megið þakka fyrir að ég segi ekki Pereat.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 2/11/04 14:39

Það var góður þráður, annaðhvort hefur verið tekið aðeins of mikið til eða þá að hann hefur verið fluttur eitthvað og enn eigi fundist.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 2/11/04 14:54

Líklegra þykir mér að þráðurinn hafi farist. Þar er enn ein vísbendingin um það sem koma skal. ‹Hamstrar niðursöðudósir, pasta, hrísgrjón og annað þurrmeti, sem og sápu, sjampó og salernispappír, rafhlöður, dúnsængur, ullarteppi og efnisstranga.›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/11/04 18:46

Fyrir þá sem vilja vita, þá er búið að stilla á sjálfkrafa eyðingu gamalla þráða... hér á Efst á baugi, tilraunaverkefni á vegum ritstjórnar...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 2/11/04 19:48

Eigi virðist oss það góð aðferð, sumir gamlir þræðir geta verið stórmerkilegir (t.d. að áliti voru sá þráður er varð tilefni umræðu þessarar). En svo eru aðrir auðvitað mjög ómerkilegir. Spurning er hvort frekar ætti að taka upp sk. 'archive' (Menjasafn Gestapó ?) og gamlir þræðir færu þangað, annaðhvort skv. vali friðargæsluliða eða sjálfkrafa.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/11/04 22:01

Ég er sammála því að gaman er að skoða gamla þræði... spurning hvort maður ræði þetta ekki við Enter... en líklega eru þeir horfnir að eilífu án þess að ég viti það nákvæmlega...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 2/11/04 22:19

Og hver er þá tilgangurinn með miðnæturfrostinu ?

-

Þorpsbúi -
LOKAÐ
        1, 2, 3
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: