— GESTAPÓ —
Sjaldgæf orð
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 30/10/04 14:42

Eitt sem er sjaldan notað á heimili mínu er orðið RÍÐA!

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 30/10/04 15:53

Eitt af þeim orðum sem sjaldan eru viðhöfð eru náttúrulega Frelsi, jafnrétti og bræðralag...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 30/10/04 15:53

Sem þýðir...?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 30/10/04 15:59

Kynjólfur úr Keri mælti:

Sem þýðir...?

Ég bara veit það ekki. Las þetta í einhverri rykfallinni skruddu sem ég fann upp á háalofti. En, ég held að þetta tengist eitthvað stéttabaráttunni á fyrri hluta aldarinnar sem leið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 2/11/04 01:15

Ég var nú reyndar að spyrja Bjúrókratinn - en ég er svo sem jafnlitlu nær með hitt líka.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 2/11/04 09:33

Kynjólfur úr Keri mælti:

Ég var nú reyndar að spyrja Bjúrókratinn - en ég er svo sem jafnlitlu nær með hitt líka.

Til þess að forðast allan misskilning þegar verið er að ávarpa ákveðna aðila, þá er mjög gott að gera slíkt með því að vitna í færslu þeirra líkt og ég geri hér fyrir ofan.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 2/11/04 19:31

Mikið rétt Tinni minn. Við lentum víst í því að senda inn á sömu sekúndunni og bara leti í gamla manninum. Reyni að passa þetta.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Höfgi 4/11/04 23:36

Talað var um "Ærlágur" í minni sveit, átt var þá við stórar kleinur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 5/11/04 11:44

Höfgi mælti:

Talað var um "Ærlágur" í minni sveit, átt var þá við stórar kleinur.

Heyrt hefi ég orðið 'gimbrarláfa' um litlar kleinur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 5/11/04 13:16

Smollinkría.

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 5/11/04 14:00

Nokkur af orðum sem ég heyri bara aldrei nú orðið eru t.d. "Útsýnarkvöld", "Dralonpeysur" og "Lukkutríó".

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
víólskrímsl 6/11/04 14:39

Forskeytid "epilons"notad um hluti og persónur í vidurkenningarskyni.
Daemi : thetta var nú meiri epilons búdingurinn.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Höfgi 10/11/04 15:17

Veislurotta,
Nasamúll (notað á viljuga hesta)
Frilla

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 10/11/04 15:42

Tæfill.(Tófuskott)

Hvað, hver, hvur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 13/11/04 13:57

Hrífuskaftaspýtingur (mikill niðurgangur)
bekkjaría (borðtuska)

Man ekki meira í bili...

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 13/11/04 20:06

Kynjólfur úr Keri mælti:

Kannast e-r við orðið "strjálskita" yfir hægðatregðu?

Viðurkenni hér og nú að ég hef aldrei heyrt þetta. Ég bjó það til og átti von á að hér yrðu búin til sjaldgæf orð.
En margt skemmtilegt komið fram af alvöru sjaldgæfum orðum. Gleður mig að sjá gömlu góðu bekkjaríu bernsku minnar. Og nasamúllinn er ómissandi á mín hross.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 13/11/04 21:26

Bekkjaríu bernskunar? þá ertu væntanlega að norðan Kynjólfur?

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 22/3/05 16:54

Mig langar að vekja athygli á hinu stórgóða orði refatif, sem er þýðing á hinum engilsaxneska foxtrot.

        1, 2, 3  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: