— GESTAPÓ —
Tilgangslaus fróð-leikur Jóakims
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 22/11/04 21:43

Yfirborð tunglsins er álíka dökkt og svart asfalt. Er horft er á 'bjart' tunglið á næturhimninum kann þetta að virðast ótrúlegt en það er í rauninni eigi bjart - nema miðað við svartan himininn í kring.

‹Á þessi þráður ekki frekar heima undir Vísindaakademíu Baggalúts ?›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 22/11/04 23:28

Hann er þar elskan.

Vekjaraklukkan var fundin upp af Levi Hutchins frá Concord í Nýja Hampskíri árið 1787. Klukkan hans gat þó aðeins hringt klukkan 4 að morgni og segir sagan að eiginkona hans hafi myrt hann á köldum vetrarmorgni klukkan 4.05.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 22/11/04 23:50

Dularfullt, vér vorum af einhverjum ástæðum sannfærðir um að vér værum staddir undir Sögur, gátur, leikir og dægradvöl. Það getur greinilega verið ruglandi að vera með Gestapó opið í mörgum gluggum í einu...

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 23/11/04 00:08

Þú ert greinilega stórnotandi. Ég læt mér einn glugga nægja.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 23/11/04 00:14

Kannast við þessa aðferð, notaði hana þegar ég var ekki kominn með ADSL...
aftur grunar mig að þessi þráður sé ný fluttur hingað... man það ekki sem er skrítið því sú var tíðin að ég þekkti alla þræði frá A-Ö... merkilegt hvað Gestapó hefur vaxið...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 23/11/04 19:43

Myndi önd leggja eina baun á fyrsta reitinn á skákborði, tvær á þann næsta, fjórar á þar-næsta o.s.fr. myndi öndin enda með 36893488147419103231 baunir. Ef við gerum ráð fyrir að 4 baunir fylli 1 cm^2, höfum við baunir sem þekja myndu 54 sinnum Rússland og 1.8 sinnum allt yfirborð jarðar (sé miðað við að meðalgeisli jarðarinnar sé 6371 km). Ekki einu sinni Hakuchi er með svo margar baunir. ‹Brosir breitt með lokuð augun›

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 25/11/04 10:07

sororicide er systurmorð
vulpicide er refamorð
tyrannicide er harðstjóramorð
ovicide er kindamorð

ja, hver hefði trúað því að til væru orð yfir þetta allt saman

http://en.wikipedia.org/wiki/-cide

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 25/11/04 12:55

Diecide er guðmorð. Og handónýt hljómsveit.

Það er ekkert sem getur ekki stöðvað mig!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 25/11/04 13:38

Ha? Dísæt? ‹Klórar sér í hausnum›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 25/11/04 16:06

Sjitt‹Ljómar upp›[/s]

Hvað, hver, hvur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 29/11/04 17:27

Stærstur allra arna er Stellars-örninn (Haliaeetus pelagicus, e. Steller's sea-eagle) sem stundum hefur verið kallaður risaörninn. Stærstu kvenfuglarnir vega um 9 kg en karlarnir eru nokkuð minni eins og tíðkast meðal ránfugla, eða um 6 kg. Vænghaf fuglanna er á bilinu 220-250 cm.

Stellars-ernir finnast aðeins í Austur-Asíu og eru heimkynni þeirra meðfram Kyrrahafsströnd Rússlands við Beringshaf og Okhotskhaf, þar með talið við Kamtsjatkaskaga og norðurhluta Shakalíneyju. Varpsvæði þeirra nær einnig inn í landið á þessu svæði og þá meðfram ám og við vötn. Deilitegund sem bar nafnið Haliaeetus pelagcius niger lifði í Norður-Kóreu en er sennilega útdauð.

Stellars-ernir voru lengi í útrýmingarhættu, en víðtækar friðunaraðgerðir hafa komið þeim úr bráðri hættu. Stofnstærðin telst nú vera nærri 4.200 varppör.

Heimild: Vísindavefurinn.

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 30/11/04 01:29

Þegar Bill Wyman bassaleikari Rolling Stones var 47 ára hóf hann samband við Mandy Smith þá 13 ára. 6 árum síðar giftust þau en það hjónaband entist aðeins í eitt ár.
Stuttu síðar giftist Stephen, þrítugur sonur Bills, mömmu Mandyar sem var þá 46 ára.
Það gerði að verkum að Stephen varð stjúpfaðir fyrrverandi stjúpmóður sinnar.
Ef Bill og Mandy hefðu enn verið gift þá hefið Stephen verið tengdapabbi pabba síns og sinn eiginn afi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 30/11/04 09:07

Vissuð þið að bit tinnu er 8 míkrón en bit háþróaðasta læknastáls er 24 míkrón....

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
víólskrímsl 30/11/04 10:41

Í barokk-kontrapúnkti er tónbilið ferund talin ósamhljóma (dissonant) og er meðhöndlað á sama hátt og tvíundir og sjöundir. Í hefðbundinni hljómfræði telst ferundin hins vegar hreint tónbil og því samhljóma. [/s]

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 2/12/04 10:37

Kvak andar bergmálar og allir vita hvers vegna.

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 2/12/04 10:51

Til þess að vera góður teiknari þarftu að læra að virkja hægra heilahvel og útiloka það vinstra.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 2/12/04 21:42

Gildi tveggja samfléttaðra heilnótna kallazt "Breva".

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 3/12/04 18:19
Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: