— GESTAPÓ —
Tilgangslaus fróð-leikur Jóakims
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 6/11/04 22:54

Orðið "Zulu" er hið síðasta í ensku orðabókinni minni, það er hljóðritað svo: ['zu:lu:].

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 8/11/04 16:07

Í bandaríkjunum eru milliríkjavegum (interstate) gefið númer eftir því hvort þeir liggja frá norði til suður eða austri til vesturs. Slétt tala er austur vestur, oddatala norður suður. Eins er í sumum borgum þar vestra að götuheitin segja hvort gatan er í norður suður eða austur vestur (street = av, boulevard eða avenue = ns).

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 8/11/04 16:08

Í skyldum fræðum: Húsnúmer, allaveganna hér á Fróni, fara hækkandi eftir því sem fjær dregur sjónum. Kemur sér oft vel að vita þetta.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tannsi 8/11/04 16:22

Mér dettur strax í hug ein fjölmennasta íbúðargata Íslands. Vesturberg. Liggur hún ekki í andstæða átt við þetta kerfi?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 8/11/04 17:00

Ef ég man rétt er miðja gatnakerfis Reykjavíkur er á gatnamótum Pósthússtrætis og Austurstrætis og eiga götunúmer annarra gatna að fara hækkandi út frá þeirri miðju. Þetta á allavega við um alla eldri borgarhluta (ef ekki alla).

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 9/11/04 22:29

Suðurskautslandið er kaldasta, þurrasta og vindasamasta heimsálfan. Ekki furða að ekkert þrífist þar nema mörgæsir!

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 10/11/04 13:03

Ástæðan fyrir því að mörgæsir eru með svart bak og ljósa bringu er að þannig geta þeir best falið sig er þeir synda í sjónum. Sé horft niður ofan frá renna þær saman við svarta hyldýpið fyrir neðan. Sé horft að neðan frá og upp renna þær saman við ljóst yfirborðið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 10/11/04 13:05

NÚ?! Ég hélt mörgæsir væru svona til að þæt pössuðu betur inn í nunnubrandara. Ja, svei mér...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 12/11/04 11:48

Þarfagreinir mælti:

Í skyldum fræðum: Húsnúmer, allaveganna hér á Fróni, fara hækkandi eftir því sem fjær dregur sjónum. Kemur sér oft vel að vita þetta.

Í götu vorri fara númerin lækkandi eftir því sem fjær dregur sjónum. Vér búum þó eigi í Reykjavík.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 12/11/04 11:53

Er ekki Hraunbærinn ennþá fjölmennasta gata landsins, eða skylda það vera Kleppsvegurinn?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 12/11/04 16:46

Þarfagreinir mælti:

Í skyldum fræðum: Húsnúmer, allaveganna hér á Fróni, fara hækkandi eftir því sem fjær dregur sjónum. Kemur sér oft vel að vita þetta.

Hálfviti!

Þetta er allt gert út frá völdum núllpunktum.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 12/11/04 16:52

Hvar eru þessir punktar þá? Ha? Ha?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 21/11/04 22:25

Ugluspegill:

Till Ugluspegill eða Till Eulenspiegel eins og hann nefnist á frummálinu, er söguhetja í þýzkri arfsögn frá miðöldum. Hann var hrekkjalómur og prakkari sem átti að hafa verið uppi á fyrri hluta 14. aldar.

Elsta varðveitta prentaða bókin um Ugluspegil er á þýsku frá árinu 1515 og nefnist hún Skemmtileg saga um Till Ugluspegil. Þættir úr þessari bók voru nokkuð þýddir á 16. öld, meðal annars á ensku um 1520, á frönsku árið 1532 og á latínu árið 1558.

Sögurnar af Ugluspegli eru skyldar svonefndum skálkasögum sem einnig eru nefndar prakkarasögur og eiga upphaf sitt á Spáni á 16. öld.

Skálkurinn er oftast flækingur og form sagnanna er yfirleitt fyrstu persónu frásögn af ævi hans í laustengdum frásagnarþáttum. Stundum eru ævintýrin þó rakin af persónu sem segist hafa komist yfir æviatriði prakkarans. Kunnar skálkasögur er til dæmis Lazarus frá Tormes og Don Quixote sem Guðbergur Bergsson hefur þýtt á íslenzku.

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 22/11/04 03:05

Meðalmanneskjan slær inn 56% af öllu sem hún vélritar með vinstri hendi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 22/11/04 09:40

Heildarframleiðsla Coca Cola frá upphafi er svo mikil að samsvarandi magn af vatni er rúman sólarhring að renna niður Niagara fossana. Ársframleiðsla íslensks mjólkuriðnaðar tæki 10 sekúndur.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 22/11/04 17:25

Skjálftar þeir er eiga sér stað á nifteindastjörnum, geta orðið allt að 27 á Richterkvarða, að því að talið er. Þarna er um að ræða 590490000000000 sinnum meiri jónunarorku en leysist úr læðingi við jarðskjálfta upp á 7 á Richter.

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 22/11/04 20:35

Það eru 10^87 atóm í alheiminum +/- 1

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 22/11/04 21:33

Hóras mælti:

Það eru 10^87 atóm í alheiminum +/- 1

Meiri ónákvæmnin alltaf í þessum vísindamönnum.

        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: