— GESTAPÓ —
Tilgangslaus fróð-leikur Jóakims
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Coca Cola 29/10/04 11:36

nafnið bingo er afmyndun á orðinu Beano en það var til vegna þess að menn notuðu baunir til að leggja yfir tölurnar á bingósjöldunum sínum

ég vil fræðast um álblöndur

Tvö glös á dag - alla ævi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 29/10/04 13:56

Fergesji mælti:

Tinni mælti:

Já, einhverjar staðreyndir um mánann. Tunglferðirnar eru náttúrlega einhver mesta skrökulygi mannkynssögunnar. Myndir af fótsporum á tunglinu sanna það. Til þess að móta fótspor þá þarf andrúmsloft og vatn að vera fyrir hendi, en mér skilst að slíka lífsnauðsyn hafi tunglið ekki upp á að bjóða.

Tinni minn.
Til að mynda fótspor þarf aðallega að vera til staðar þyngd og efni er gefur eftir.

Ööö, ég er kannski enginn sérfræðingur á þessu sviði og enö... til þess að búa til fótsporið fræga (sem einmitt birtist á næstsíðustu síðu í DV í dag) hafi eingöngu þurft þyngd og efni, en ég spyr eins og fávís kona á miðjum Laugavegi: Þarf ekki að vera fyrir hendi einhverskonar mótstöðuafl svo hægt sé að móta fóstspor á tunglinu? Ég veit hinsvegar að mótstöðu- eða aðdráttarafl er ekki fyrir hendi á tunglinu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Coca Cola 29/10/04 14:21

Tinni mælti:

Fergesji mælti:

Tinni mælti:

Já, einhverjar staðreyndir um mánann. Tunglferðirnar eru náttúrlega einhver mesta skrökulygi mannkynssögunnar. Myndir af fótsporum á tunglinu sanna það. Til þess að móta fótspor þá þarf andrúmsloft og vatn að vera fyrir hendi, en mér skilst að slíka lífsnauðsyn hafi tunglið ekki upp á að bjóða.

Tinni minn.
Til að mynda fótspor þarf aðallega að vera til staðar þyngd og efni er gefur eftir.

Ööö, ég er kannski enginn sérfræðingur á þessu sviði og enö... til þess að búa til fótsporið fræga (sem einmitt birtist á næstsíðustu síðu í DV í dag) hafi eingöngu þurft þyngd og efni, en ég spyr eins og fávís kona á miðjum Laugavegi: Þarf ekki að vera fyrir hendi einhverskonar mótstöðuafl svo hægt sé að móta fóstspor á tunglinu? Ég veit hinsvegar að mótstöðu- eða aðdráttarafl er ekki fyrir hendi á tunglinu.

já, þú veist greinilega margt ‹klórar sér í höfðinu›

Tvö glös á dag - alla ævi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 29/10/04 14:55

Reyndar er aðdráttarafl á tunglinu.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 29/10/04 15:54

Hver sá/sú/það sem hefur áhuga á skák getur skemmt sér inn á þessum þræði:

http://www.csm.astate.edu/~wpaulsen/chess/index.htm

Tilgangslaus fróðleikur um skák;

a) í rússnesku ber taflmaðurinn hrókurinn sama nafn og dýrið fíllinn.

b) helsta skáktímarit heims er gefið út í einu af fyrrum lýðveldum Júgóslavíu (man bara ekki hverju) og kallast Informator.

c) Aaron Nimzowich er eini maðurinn sem vitað er um að hafi slasað sig við að tefla skák, hann fótbrotnaði er hann rann á sleipu gólfi þar sem hann gekk um gólf meðan hann beið þess að andstæðingur hans léki.

d) Bandaríkjamaðurinn Paul Morphy er sá sem telst fyrstur hafa nýtt íþrótt sína til auglýsinga, hann auglýsti úr með þeim orðum að hann hefði kynnt sér framleiðsluna og gæti fullvissað fólk um að þar væri 100% amerískt handbragð (e. 100 % american craftmanship).

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 29/10/04 16:16

Ókei, nú er maður alveg búin að mála sig út í horn í Tunglsýki. Ókei, aðdráttarafl fyrirfinnst kannski á tunglinu, en ekki í ríkum mæli. Ég heyrði einhversstaðar að til þess að hægt sé að spranga þar um þá þurfi geimbúningurinn að vera u.þ.b. helmingi þyngri heldur en sá klæðnaður sem t.d Armstrong og Aldrin skrýddust fyrir um 35 árum. Þannig mundi þyngd eðlilegs búnings valda því að þeir gætu hvorki hreyft legg né lið.

---------------------

Ál er þriðja algengasta frumefni jarðskorpunnar, næst á eftir súrefni og kísli, og nemur það um 8%af þyngd hennar. Ál finnst í jarðvegi, flestum bergtegundum og öllum leirtegundum. Íslensk fjöll, þar með talinn Keilir, eru því að hluta til úr áli. Ál er í matvælum, mannslíkamanum, gróðri, vatni og meira að segja rykögnum í andrúmsloftinu. Af öllum málmum á jörðinni er mest til af áli, sem er t.d. 800 sinnum algengara en kopar, sem menn hafa þekkt og notað í mörg þúsund ár.

Heimild: Heimasíða Alcan

næsti maður eða kona fjallar um salernispappír

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 29/10/04 16:26

Víðsvegar um Miðjarðarhafið tíðkast það að sturta ekki salernispappír. Þetta er gert til að salernispappírar færu ekki að fljóta á sólastrendur víðsvegar um Miðjarðarhafið.

Mig þyrstir í fróðleik um Kelta.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 29/10/04 16:32

Frelsishetjan mælti:

Víðsvegar um Miðjarðarhafið tíðkast það að sturta ekki salernispappír. Þetta er gert til að salernispappírar færu ekki að fljóta á sólastrendur víðsvegar um Miðjarðarhafið

Einmitt! Lenti í í þessu út í Grikklandi hér um árið. Öll klósett með skeinisorpoka við hliðina á postulíninu...‹Fær velgju við tilhugsunina›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 29/10/04 17:07

Hannes Hólmsteinn Gissurarson las Vísindavefinn og mælti:

Ál er þriðja algengasta frumefni jarðskorpunnar, næst á eftir súrefni og kísli, og nemur það um 8%af þyngd hennar. Ál finnst í jarðvegi, flestum bergtegundum og öllum leirtegundum. Íslensk fjöll, þar með talinn Keilir, eru því að hluta til úr áli. Ál er í matvælum, mannslíkamanum, gróðri, vatni og meira að segja rykögnum í andrúmsloftinu. Af öllum málmum á jörðinni er mest til af áli, sem er t.d. 800 sinnum algengara en kopar, sem menn hafa þekkt og notað í mörg þúsund ár.

Góður.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 29/10/04 17:37

Þyngdarafl Tunglsins er um einn sjötti af þyngdarafli Jarðar ef ég man rétt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 29/10/04 22:32

Rétt er það. Þetta er það lítið að venjulegt göngulag hentar eigi heldur er hoppað/tiplað á tánum.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 30/10/04 03:15

En ætlar einhver að veita Frella vini mínum fróðleik um Kelta? (Eða þarf ég sjálfur að grafa það upp?)

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 30/10/04 11:40

Um keltnesk mannanöfn á Íslandi:

Nokkur keltnesk mannanöfn hafa lifað í íslenskum nafnaforða frá landnámsöld, önnur hafa verið endurvakin og sótt til Íslendingasagna. Meðal nafna, sem lifað hafa fram á þennan dag eru Kjartan, Kormákur og Njáll en meðal endurvakinna nafna eru Brjánn, Kalman, Trostan, Eðna, Kaðlín og Melkorka. Eitt þekktasta örnefni af keltneskum toga er fjallsheitið Dímon en það er nafn á hólum og hæðum á nokkrum stöðum á landinu. Það er bæði notað í karlkyni og kvenkyni. Oftast eru hólarnir tveir og þá nefndir Stóri/Stóra, Litli/Litla Dímon. Nafnið hefur oft verið skýrt á þann veg að það sé sett saman úr dí- 'tveir' og muin 'bak, háls', það er tvítyppta fjallið.

Heimild: Vísindavefurinn

Hvernig væri að koma með einhvern fróðleik um ketti

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 30/10/04 14:56

Einungis læður geta verið þrílitar. Ástæðan er sú að líkt og hjá okkur mannfólkinu ákvarðast kynferði katta af kynlitningum sem hver einstaklingur fær frá foreldrum sínum. X-litningur kemur frá móður og X- eða Y-litningur frá föður. Ef báðir kynlitningarnir eru X-litningar verður einstaklingurinn kvenkyns en ef Y-litningur er til staðar verður hann karlkyns.

Genið sem kallar fram þrílita litaafbrigðið er víkjandi og finnst aðeins á X-litninginum. Til að þrílitur komi fram þarf genið því líka að vera á hinum kynlitningnum og slíkt gerist aðeins ef um læðu er að ræða.

Þess ber að geta að til eru þrílit fress. Um er að ræða algjörar undantekningar sem stafa af erfðagalla. Þrílit fress hafa þrjá kynlitninga, tvo X- og einn Y-litning. Slíkt hefur einnig í för með sér ófrjósemi. Sami erfðagalli þekkist hjá mönnum og nefnist hann Klinefelter-heilkenni. Ófrjósemi fylgir líka hjá mönnum.

Heimild: Vísindavefurinn.

Næst væri gaman að fá að vita eitthvað um Thailand.

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Santino 31/10/04 04:10

„Full moon festival“ er hátíð sem á sér stað á lítilli eyju sem heitir: Ko Pah-Ngan, og þar hittast bakpokaferðalangar í ævintýraþrá, að öllu jöfnu, einu sinni á hverju fullu tungli og detta ærlega í það.
Á Thailandi er einnig margt menningarlegt að sjá og upplifa, eins og hina viltu nátúru, viltu dýr, og hinar, því miður (af vestrænum áhrifum) rosalega spilltu borgir, eins og Bankok, Ciang Mai og t.d Chiang rai(í norður Thailandi). En þaðan getur maður tekið lest til Kína, Nepal og Indlands. Ef ferðast er NorðAustur og komið er tilborgarinnar Ubon Ratchathani, er möguleiki á að skella sér til hinna hrjáðu landa: Vietnam, Laos og Kambobíu, og kynnt sér hinn gullna þríhyrning.
Einnig eru fleiri ferðamannastaðir eins og Phuket, sem er að mínu mati bara fyrir fólk í leit að fríi. Thailand er land sem er fullt af möguguleikum og ekki síður en svo upplifunnum sem á fáum stöðum er hægt að finna.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 31/10/04 04:22

Jóakim Aðalönd mælti:

Einungis læður geta verið þrílitar. Ástæðan er sú að líkt og hjá okkur mannfólkinu ákvarðast kynferði katta af kynlitningum sem hver einstaklingur fær frá foreldrum sínum. X-litningur kemur frá móður og X- eða Y-litningur frá föður. Ef báðir kynlitningarnir eru X-litningar verður einstaklingurinn kvenkyns en ef Y-litningur er til staðar verður hann karlkyns.

Genið sem kallar fram þrílita litaafbrigðið er víkjandi og finnst aðeins á X-litninginum. Til að þrílitur komi fram þarf genið því líka að vera á hinum kynlitningnum og slíkt gerist aðeins ef um læðu er að ræða.

Þess ber að geta að til eru þrílit fress. Um er að ræða algjörar undantekningar sem stafa af erfðagalla. Þrílit fress hafa þrjá kynlitninga, tvo X- og einn Y-litning. Slíkt hefur einnig í för með sér ófrjósemi. Sami erfðagalli þekkist hjá mönnum og nefnist hann Klinefelter-heilkenni. Ófrjósemi fylgir líka hjá mönnum.

Heimild: Vísindavefurinn.

Næst væri gaman að fá að vita eitthvað um Thailand.

Merkilegt. Ég var einmitt að hugsa um þetta sama. Þ.e. þrílita ketti. Heyrði einu sinni að þessar þrílitu læður væru ættaðar frá Laugarlælum í Flóa.

Ég var á ferðalagi á Spáni í vor og sá kött sem einmitt var þrílitur en ekki á sama hátt og íslensku kettirnir. Íslensku kettirnir eru með flekki eða fleti(skjöldóttir) sem eru í sama lit en sá spánski var þannig að hárin voru mjög blönduð - nánast bröndóttur eða "muskaður".

Ég reyndi ekki að gá hvort þetta væri fress eða læða. Taka ber fram að hann var "mjálminn" sem bendir til náinna samskipta við menn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 31/10/04 06:01

Því má kannski bæta við að flugdrekaflug er þjóðaríþrótt Thailendinga.

Hér þarf tilfinnanlega næsta fróðleikskorn og það má gjarnan fjalla um líkkistur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 1/11/04 12:11

Sean Connery vann við að pússa líkkistur áður en hann sló í gegn sem leikari.

Gríska orðið yfir steinkistur, Sarkophagos, þýður holdæta. Forngrikkinn Herodotus hélt að þetta væri lifandi steinn sem æti holdið af líkunum sem voru settar í þær.

        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: