— GESTAPÓ —
Tilgangslaus fróð-leikur Jóakims
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 26/10/04 17:56

Í miklu sólskini, þegar litið er á skuggan af stöðumæli, þá er engu líkara en búið sé að stjaksetja höfuðið á Mikka Mús. Pælið í þessu...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 26/10/04 19:44

Vissuð þið að hið þekkta lag My lady D'arbanville með Cat Stevens er um Patti D'arbanville? En hún var Warhol grúppía og fixtúra á sixties senunni. Vissuð þið líka að sú hin sama lék miðaldra gangsterínu á dögunum í Sópranós og var drepin á niðurlægjandi hátt, berrössuð fyrir þremur þáttum síðan?

Allt er nú til undir sólinni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 26/10/04 20:11

Hmmm... ég er með hugmynd. Hakuchi nefndi sólina hér áðan. Ég skal finna fróðleik um sólina og nefna svo eitt atriði sem sá næsti getur fundið fróðleik um. Sniðugt, ekki satt?

Sólin geislar út frá sér orku sem nemur 3.83*10^26 W/s.

Þetta er rúmlega 1595833333333333333 sinnum meiri orka á sekúndu en Búrfellsvirkjun gefur frá sér á ári!

Er ekki við hæfi að næsti maður taki Mánann fyrir?

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 26/10/04 21:26

En vissuð þið að sú lífvera sem ber stærsta getnaðarlim náttúrunnar, miðað við stærð, er Hrúðukarl.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 26/10/04 23:34

Mánann Tinni, Mánann! ‹pirraður›

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 26/10/04 23:41

Ég þykist nokkuð viss að þetta viti enginn nema ca 5 manneskjur.

Tunglið er eitt mikilvægasta sögusviðið í bók sem ég er að skrifa.

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 27/10/04 00:05

...Og næsta viðfangsefni?

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 27/10/04 00:30

Ég vil fræðast betur um katana sverðin, kannski að Hakuchi geti hjálpað okkur þar

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 27/10/04 08:44

Jóakim Aðalönd mælti:

Mánann Tinni, Mánann! ‹pirraður›

Fyrirgefðu, Jóakim, ég bara vissi ekki af þessum umræðureglum og hélt barasta að hér væri hægt að skvetta inn hvaða einskisnýtu staðreynd sem til er.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 27/10/04 12:01
Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 27/10/04 17:16

Já, einhverjar staðreyndir um mánann. Tunglferðirnar eru náttúrlega einhver mesta skrökulygi mannkynssögunnar. Myndir af fótsporum á tunglinu sanna það. Til þess að móta fótspor þá þarf andrúmsloft og vatn að vera fyrir hendi, en mér skilst að slíka lífsnauðsyn hafi tunglið ekki upp á að bjóða.

Næsti maður á að koma með einskisnýtan fróðleik um eitthvað sem tengist Askinum, þ.e. gamla bitaboxi íslendinga.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 27/10/04 19:58

Ég vil koma með þær nytjalausu upplýsingar að hin íslenska kokteilsósa var upphaflega búin til í eldhúsinu á Askinum. Ó já, þaðan kemur nú „bleika stöffið“.
Ég veit svo það, um gamla matarílátið, að margir notuðu gamla askinn sinn sem kopp þegar þeir skáru sér út nýjan. Þetta leiddi oft af sér vandamál þegar menn voru komnir í öl-tunnurnar. En það sem drepur ekki, styrkir.

Mig þyrstir í gagnslausan fróðleik um te. (Og enga árans google hlekki).

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 28/10/04 10:49

Það að brenna telauf getur virkað sem skordýrafæla.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 28/10/04 23:59

Tinni mælti:

Já, einhverjar staðreyndir um mánann. Tunglferðirnar eru náttúrlega einhver mesta skrökulygi mannkynssögunnar. Myndir af fótsporum á tunglinu sanna það. Til þess að móta fótspor þá þarf andrúmsloft og vatn að vera fyrir hendi, en mér skilst að slíka lífsnauðsyn hafi tunglið ekki upp á að bjóða.

Tinni minn.
Til að mynda fótspor þarf aðallega að vera til staðar þyngd og efni er gefur eftir.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 29/10/04 00:24

Ér þessi mynd ekki frá tunglinu?
http://nssdc.gsfc.nasa.gov/imgcat/hires/a11_h_40_5878.gif

Ég spyr ...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/10/04 00:36

Ég hef séð þetta spor upp í Öræfum...

Te er mjög algengur drykkur í bretlandi, hugsa að þar hafi nýlendustefnan eitthvað að gera með þá staðreynd.

Ég væri til í að fá einskisverðar upplýsingar um tré á Íslandi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 29/10/04 02:32

Ryðsveppur sá er herjar á Ösp (Illtré, eins og ég kalla hana) hefur viðdvöl í Lerkitrjám. Selfyssingar og aðrir vitfyrringar hafa því ákveðið að drepa niður Lerkið (sem er nytjaplanta) og bjarga þar með Öspinni, sem er viðurstyggilegt tré í alla staði.

Næst væri gaman að fá að vita eitthvað ógagnlegt um skák.

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 29/10/04 08:54

Skákin er uppruninn að mig minnir í Indlandi eða í austurlöndum fjær. Hitt er hinsvegar staðreynd að upphaflega hugmyndafræðin á bak við skák var að kenna barnungum hermönnum herkænsku, þannig var skákin órjúfanlegur hluti af uppeldi þeirra.

Næsti maður á að koma með staðreynd um fjöldaleikinn Bingó.

        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: