— GESTAPÓ —
Tilgangslaus fróð-leikur Jóakims
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 23/10/04 19:44

Vinsamlega bætið við einhverjum tilgangslausum fróðleik hér. Ég ætla að byrja á fróðleik um þungmálminn Osmíum:

Osmíum er eðlisþyngsta frumefnið, en hver cm^3 af efninu vegur 22.4 grömm.

Það er númer 76 í lotukerfinu og atómmassinn er 190.2 U-einingar. Þekktir eru 7 mismunandi ísótópar af efninu.
Það ku vera bláhvítt á lit og var uppgötvað 1803 og nefnt 1804 af enska efnafræðingnum Smithson Tennant (1761–1815).

Rafrýmd efnisins er 109 x 10^3 Ohm^-1/cm^-1 og varmarýmd þess er 0.876 W/cm-K.

Bræðslumark er 3300 K og suðumark 5285 K.

Og þá er ekki fleira í þættinum að þessu sinni, verið þið sæl.

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 23/10/04 19:49

Ég mæli með þessari síðu til fróðleiks um raunvísindin:

http://elifritz.members.atlantic.net

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 25/10/04 01:02

Í þeim þúsundum rannsókna sem fram hafa farið á strútum, hefur aldrei verið skráð að þeir hafi nokkurn tímann stungið hausnum í sand.

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 25/10/04 01:25

Ég heyrði einu sinni að það væru tvö mannvirki á jörðinni sem sæjust frá tunglinu. Það er Kínamúrinn annars vegar og Flóaáveitan hins vegar.

Þetta ku vera rangt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 25/10/04 01:34

Ég hef heyrt því fleygt að það séu Kínamúrinn og ruslahaugur New York borgar.

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 25/10/04 03:21

Merkilegt nokk, þá sá fyrsti kínverski geimfarinn ekki téðan múr í geimferð sinni...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 25/10/04 08:56

Sverfill Bergmann mælti:

Merkilegt nokk, þá sá fyrsti kínverski geimfarinn ekki téðan múr í geimferð sinni...

Það gæti jú verið. Því talað var um sjónarhorn frá tunglinu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 25/10/04 09:54

Já, alveg rétt. Og endurkast ljóss vegna gasmyndunar á Venus...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 25/10/04 09:58

Og ljós frá Baggalúti.

Hvað, hver, hvur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 25/10/04 14:08

Kínamúrinn sést ekki utan úr geimnum. Þetta er gömul mýta sem geimferðir hafa afsannað rækilega.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 25/10/04 15:55

En gagnslaus fróðleikur gæti tildæmis verið.

Meðal hraðahindrun á götum Reykjavíkur vigtar um 2 tonn.

Rauður er algengasti liturinn á tannburstum.

Kvak anda bergmálar, þrátt fyrir að margir hafi reynt að halda öðru fram.

Ástæðan fyrir því að malt-öl er ekki til á plastflöskum er að hitinn er of hár þegar það kemur úr bruggun og plastflöskurnar bráðna.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 25/10/04 16:11

Captain Beefheart og Frank Zappa voru æskufélagar og ætluðu upphalega að búa til independant kvikmyndir. Þegar það gekk ekki eftir fóru þeir hvor sína leið yfir í tónlistina.

http://music.barnesandnoble.com/search/artistbio.asp?userid=uF7GhfAA0m&CTR=106142

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 25/10/04 20:57

Vissuð þið að Maístjarna Halldórs Laxness er kommúnistaáróður?

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 25/10/04 21:38

Já, og alveg ágætur sem slíkur. Einnig er hljómur lagsins við ljóðið afar sovéskur...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 26/10/04 03:16

Þar hefur margoft linast lókur
og lognast útaf skjótt
Húsið nefnist hórdóms-krókur
Helvíti' er það ljótt.

Ísland úr NATO og herinn burt!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 26/10/04 10:22

Elzta neðanjarðarlestarkerfi heims er í Lundúnum, tekið í notkun 1836. Annað í röðinni kom lestarkerfið í Búdapest 1896.

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Coca Cola 26/10/04 16:07

uppsalir eru bara 15 stærsta sísla Svíþjóðar en samt er hún 6. fjölmennasta

Tvö glös á dag - alla ævi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 26/10/04 17:42

Fyrsta ríki Bandaríkjanna var Delaware. Annað í röðinni var Georgía.

Seztur í helgan stein...
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: