— GESTAPÓ —
Æskilegir eiginleikar í næstu útgáfu af alheiminum
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlíus prófeti 21/10/04 10:38

Mér hefur borist til eyrna að hafin sé undirbúningsvinna að næstu útgáfu af alheiminum, og hef ég því ákveðið að taka til lista yfir eiginleika sem væru vel séðir og blátt áfram nauðsynlegir í nýrri útgáfu. Ástæðan er sú að margir eiginleikar þessa alheims eru torskiljanlegir og lítt nýtanlegir og mætti því bæta úr svo mörgu í næstu útgáfu.

Eiginleikar sem þarfnast betrumbóta:
øTil þess að hægt væri að ferðast af viti um alheiminn mætti hann vera mun minni, vegalengdirnar hamla framförum.
øLægri ljóshraði.
øEitthvað annað en ljós notað sem binding milli einda, svo ljóshraðinn væri ekki svona mikil endapunktur í hraða.
øPí er óhentug tala, hvað um að hafa pí 3? Jafnvel 5?
øNáttúrulögmálin eru of fastnegld, mættu vera mun opnari, myndi auka afköst.

Æskilegir, hugsanlega nýjir eiginleikar:
øTíðari afritataka, möguleiki á að fara aftur í síðasta tiltæka afrit með einni skipun, hægt að velja fleiri afrit úr lista.
øSýnileg svarthol, hugsanlega í einhverjum fleiri (og sýnilegri) litum en svörtum.

Nú er ekki svo að skilja að ég beri ekki virðingu fyrir vinnu þeirra sem komu að gerð núverandi útgáfu, og sjö dagar eru eftilvill full stuttur tími frá hugmynd að fullri útgáfu, og vona ég því að nú verði tekinn ögn meiri tími í gerð næstu útgáfu. Ef ekki reynist unnt að auka tíðni afritatöku væri að minnsta kosti nauðsynlegt að útbúa einhvers konar "úndó" hnapp, og þyrfti hann jafnvel ekki að ná svo langt aftur í tímann, þyrfti raunar bara að takmarkast við nokkur hundruð ár.

Nú bið ég alla sem eitthvað hafa fram að færa að bæta við þennan lista þeim eiginleikum og kostum sem kann að vanta á þennan lista sem og að gera athugasemdir við það sem er á listanum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Von Strandir 21/10/04 10:46

Júlíus prófeti mælti:

øTil þess að hægt væri að ferðast af viti um alheiminn mætti hann vera mun minni, vegalengdirnar hamla framförum.
øLægri ljóshraði.

Það væri einnig hægt að leysa þennan vanda með hærri ljóshraða, að því gefnu að vandmálið við ferðalög á ljóshraða væri leyst um leið.‹Starir þegjandi út í loftið›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 21/10/04 11:49

Uss! Ekki mikið fyllerí hér!

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlíus prófeti 21/10/04 11:57

Hvað áttu við, hér er allt fljótandi í áfengi, fáðu þér drykk, barinn er opinn. ‹Skenkir í glas og sýpur á› Hvað má bjóða þér? Skál.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlíus prófeti 21/10/04 12:05

Kristallur Von Strandir mælti:

Það væri einnig hægt að leysa þennan vanda með hærri ljóshraða, að því gefnu að vandmálið við ferðalög á ljóshraða væri leyst um leið.‹Starir þegjandi út í loftið›

Vandamálið með ljóshraða mætti svosum leysa með kóbalti, nýta þá kóbalt sem bindiefni milli einda. Því miður er ekki hægt að bæta úr þessu í núverandi útgáfu, því ljós er of stór hluti af grunninum. Ég held samt að lægri ljóshraði væri æskilegur, því þetta er óttalega mikill hraði, og það væri að ég held þægilegra að vinna með lægri ljóshraða.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 21/10/04 12:07

Ahhh. Kóbaltbætt! Skál!

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Von Strandir 21/10/04 12:26

Það væri náttúrulega strax betra í öllum vegalengdaútreikningum. En ef við lækkum hljóðhraða þá þurfum við jafnframt að lækka hljóðhraða, þannig að ekki skapist vandamál með að hljóð sé komið á undan mynd og rugli hinn venjulega mann í ríminu. Þetta er huxanlega ekki vandamál nema ljóshraði verði minnkaður þeim mun meira, samt verðugt að hafa þetta í huga þegar heildarmyndin er skoðuð.

Vandamál við lækkun hljóðhraða til samræmis við lækkun ljóshraða er það að hin ýmsustu farartæki sem nú komast ekki nálægt hljóðhraða myndu sprengja hljóðmúrinn. Þetta hefði það í för með sér að við þyftum að minnka hraða þeirra, því það er ekki búandi við það að eiga það á hætta að fá hljóðsprengingu yfir sig í hvert sinni sem 18 ára gutti á Toyota Celicu keyrði framhjá.

Þetta myndí því skapa það vandamál að ferðatími myndi lengjast aftur og við værum með sama vandmál og í gamla alheiminum.
‹Brestur í óstöðvandi grát›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Coca Cola 21/10/04 12:46

nokkrar tillögur

haf þrjá krana á vöskum
klósett með setuna uppi væru normið
Engan Björn Bjarnason
hafa jörðina flata
láta kosta 300 kall í bíó
lítil svarthol til heimilisnota í staðinn fyrir ruslafötur

Tvö glös á dag - alla ævi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 21/10/04 14:05

Vér erum ósammála ýmsu hér, sér í lagi minni ljóshraða, og leggjum eftirfarandi til:

* Miklu meiri ljóshraði

* Orka er þarf til að ná tilteknum hraða sé óháð hraðanum, auðveldar löng ferðalög til muna og lækkar kostnað við þau

* Jafn auðvelt sé að ferðast í tíma eins og rúmi, þ.e. tímaferðalög verði eins og stutt ferðalög í rúmi að því leyti að þau krefjist eigi sérstaks tækjabúnaðar.

* Hægt sé að stjórna því hvort hlutir virðist minnka er farið er fjær þeim eður ei (útrýmir þörf fyrir sjónauka o.þ.h.).

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 21/10/04 17:07

Ég er sammála þessu með hærri ljóshraða. Og hljóðhraðinn ætti að vera jafn hár og ljóshraðinn.

Einnig vil ég panta að í næsta heimi verði ekki möguleiki að skapa sápuóperur.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 21/10/04 17:11

Það er mikilvægt að búa eðlis/efnafræðina þannig að gosið úr kóki mun aldrei hverfa þannig að það verði aldrei flatt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 21/10/04 17:13

Menn geta flogið ? Áreynslulaust!

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 21/10/04 17:45

Af ástæðum er teljast til ríkisleyndarmála er eftirfarandi æskilegt:

* Sama fjarlægð verði milli allra hluta. Enn betra væri jafnvel að geta ráðið því hvort og hvenær svo er eður ei og þá fyrir hvaða hluti.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 21/10/04 18:08

Búum bara til nýjan alheim eins og hann var fyrir Miklahvell, ekki mikil fjarlægt milli hluta o.s.frv. .

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 21/10/04 18:10

Nei, eigi litist oss á að vera staddir í einum punkti ásamt öllu og öllum öðrum í alheiminum og komast þaðan eigi.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 21/10/04 18:15

Æskilegt væri að súkkulaði og skyldar vörur yrðu megrandi og styrktu tennur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 21/10/04 18:16

Mátti reyna.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/10/04 19:16

Það má líka alveg sleppa Belgíu í næstu heimsmynd...

     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: