— GESTAPÓ —
Æskilegir eiginleikar í næstu útgáfu af alheiminum
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Von Strandir 22/10/04 23:23

Vissi ekki að framsóknarmennska væri erfðasjúkdómur, hélt að það væri fæðingargalli.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 23/10/04 00:44

Heimur án Framsóknarmanna væri líklega ekkert öðruvísi en heimur án Framsóknarmanna,

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 23/10/04 01:50

Væri ekki rétt að hafa píið 4?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 23/10/04 02:36

Væri ekki bara best að sleppa stærðfræðinni?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 23/10/04 15:15

Nafni mælti:

Væri ekki bara best að sleppa stærðfræðinni?

Þá getum við ekki skattlagt pöbulinn

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 23/10/04 15:42

Aðal talnakerfið ætti nú líka að vera binary.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 24/10/04 13:03

Ég myndi velja hafa svona "undo" takka sem ég gæti ýtt á þegar ég geri mistök.

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 24/10/04 15:19

Í næstu útgáfu verða engir lélegir sjónvarpsþættir

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Finngálkn 24/10/04 16:17

Sleppa ætti mannÓkyninu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 24/10/04 17:56

Þá verður nú lítill tilgangur með öpum...

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Finngálkn 24/10/04 18:29

Ertu viss um það? Sem mannfræðingur get ég fullyrt að það er lítið vitað um þróunarsögu mannkyns.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 24/10/04 18:52

Og sem mannfræðingur kýst þú að nota tiltækið "mannÓkyn". Liggja langar vangaveltur á bak við það?

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlíus prófeti 25/10/04 07:03

Hér hafa komið fram ýmsar áhugaverðar pælingar sem sumar hverjar eiga vel erindi á listann yfir æskilega eiginleika næstu útgáfu alheimsins. Það virðist þó vera að skoðanir séu almennt skiptar um náttúrulögmálin, finnst sumum að þau eigi að vera mun einfaldari, en aðrir vilja bæta við eiginleikum sem flækja málið tiltakanlega. Til að hægt sé að komast að sameiginlegri niðurstöðu vil ég leggja til eftirfarandi:

øLjóshraði verði stigskiptur (ekki virðist vera hægt að segja til um á afgerandi hátt um hvort hann eigi að vera hærri eða lægri en í núverandi mynd útgáfu.)
øEinfalt verði að hlaða inn aukapökkum sem breytt geta ellegar bætt virkni grunnútgáfunnar.
øSpurning um hvort það eigi ekki að sleppa tímanum alfarið, hugsanlega að hafa tímann tiltækan sem aukapakka sem mætti þá bæta inn að vild ef þykja þyrfti.
øPí verði 4
ø10 verði deilanlegt með 3 og niðurstaðan slétt tala (persónulegt vandamál með óleysanleg vandamál.)

Þar sem að næsta útgáfa ætti að vera að nokkru leyti betri og myndi vonandi bjóða upp á betri lífsskilyrði þarf að öllum líkindum ekkert að byggja inn í grunninn sem kemur í veg fyrir framsóknarmenn eða slæma tónlist, þar sem að almenn ánægja með skilyrði til búsetu kemur í veg fyrir að fólk þurfi að snúast um í óvissu og óánægju.
Sumsé, almenn ánægja kemur í veg fyrir framsóknarmenn. Sama gildir um hipphopp, en til þess að fyrirbyggja að slíkt gerist líka í næstu útgáfu er ég einnig hlynntur því að regla sem komi í veg fyrir slíkt sé byggð inn í grunninn.

Í ljósi óspennandi og óhentugs viðhorfs Finngálkns legg ég einnig til að hann/hún/það verði ekki til í núverandi mynd (né nokkurri mynd) í næstu útgáfu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 25/10/04 10:42

Heyr heyr

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Finngálkn 25/10/04 19:55

Hóras mælti:

Og sem mannfræðingur kýst þú að nota tiltækið "mannÓkyn". Liggja langar vangaveltur á bak við það?

Í ljósi þess að ég er ekki mannfræðingur en hef lesið mér nokkuð til um kynstofninn menn, væri lítið um þau vandamál og umbætur sem þið eruð að ræða um ef ekki væri fyrir tilstuðlan manna.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 25/10/04 20:08

Ég fagna því að jafn ófróðir menn og ég opinbera sig um málefni sem þessi, paejalei

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 26/10/04 00:34

Finngálkn mælti:

Hóras mælti:

Og sem mannfræðingur kýst þú að nota tiltækið "mannÓkyn". Liggja langar vangaveltur á bak við það?

Í ljósi þess að ég er ekki mannfræðingur en hef lesið mér nokkuð til um kynstofninn menn, væri lítið um þau vandamál og umbætur sem þið eruð að ræða um ef ekki væri fyrir tilstuðlan manna.

Með æðri vitund verða afleiðingar. Tekið er á afleiðingunum og verða þá til fleiri afleiðingar. Við tökum á þeim og svo framvegis, því engin annar getur það.

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 26/10/04 00:36

Já og það sem er gott á bragðið á að vera hollt og ekki fitandi í sama hvaða magni það er neytt. Það sem er vont í dag verður lífshættulegt heildu manns. Ýsuflak skal verða hættulegra en þúsund dollur af mæjónesi og remúlaði til samans.

        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: