— GESTAPÓ —
Textabrot - smá getraun
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/10/04 23:55

Hér er textabrot úr enskri tungu, þýtt yfir á íslenska. Aðeins bjagað til að fella inn í bragfræðina og til að halda rími í upprunatextanum:

Kvæði:

Stundin nagar, svefndjúpir sjúkir dagar
Sóa og eyði tímanum, letin plagar
Sparkar í stein á þurri rein á þinni hlein
þraukar og bíður hvort og ef einhver lagar

Getur einhver giskað á hvaða lag ég var að reyna að fanga?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 20/10/04 23:58

Leonard Cohen?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/10/04 00:06

Ekki var það Cohen karlinn, þó hann sé vissulega í uppáhaldi hjá mér...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 21/10/04 00:51

Gæti hugsast að þetta sé úr ranni Tom Waits? Kannski "On The Nickel"?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/10/04 08:32

Nei, ekki var það félagi Tom Waits...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 21/10/04 11:22

Dylan?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 21/10/04 11:36

Eitthvað með Eels?

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/10/04 18:22

Hvorki Dylan né Eels...
Eftir að hafa hugsað aðeins málið í dag, ákvað ég að breyta textanum lítillega, sjá hér fyrir neðan... ef þetta næst ekki í kvöld þá ætla ég að þýða næsta erindi lagsins...
En hér er aftur fyrsta erindið, í annarri útgáfu

Kvæði:

Tíminn hann skreið, þá svefndjúpu sjúku dagleið
Sóar og eyðir stundum, já letin er greið
Sparkar í grjót, með hundleiðum fót,  heim við túnfót
heldur að einhver og sitthvað muni stýra hans leið

Fyrri útgáfan að sama erindinu var svona:

Kvæði:

Stundin nagar, svefndjúpir sjúkir dagar
Sóa og eyði tímanum, letin plagar
Sparkar í stein á þurri rein á þinni hlein
þraukar og bíður hvort og ef einhver lagar

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sprellikarlinn 21/10/04 22:13

Nú er maður enginn sérfræðingur um textan í flestum lögum, en giskar samt, vitandi að það sé vitlaust.

Van Morrison?

Sprelli, Hæstvirtur Skemmtanastjóri Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 21/10/04 22:24

Ég ætla að taka langskot af miðjunni og beint á Roxette dúettin sænska.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/10/04 23:00

Ekki var það eðalsöngvarinn og lagahöfundurinn Van Morrison, né sænski gleðidúettinn Roxette...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sprellikarlinn 21/10/04 23:21

Þá er það Lou Reed.

Ég hef óþægilega mikið á tilfinningunni að það sé rétt.

Sprelli, Hæstvirtur Skemmtanastjóri Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/10/04 23:29

Nei, ekki var það Lou Reed... stefnir allt í að ég þýði annað erindið á morgun, ef ég hef tíma
það tekur á að þýða svona söngtexta svo meining og texti passi inn í laglínuna, hvað þá með stuðlum og höfuðstöfum og rími... takið eftir þriðju línunni, í báðum útgáfunum var ég að reyna að láta ríma þrisvar í þeirri línu... púff...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 22/10/04 00:16

Ekki er þetta Sitting on the dock of the bay með Otis Redding?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 22/10/04 00:17

Nei, ekki er það sú hugljúfa ballaða Hakuchi minn...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 22/10/04 00:19

Baahh ég gefst upp.

Er þetta þekkt lag? Er sveitin/flytjandinn þekktur?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 22/10/04 01:47

"Kozmic Blues" með Janis Joplin?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 22/10/04 13:21

Ekki var það Janis Joplin.

Hér koma svo fyrstu tvö erindin, seinna erindið er ekki í eins vandaðri þýðingu

Kvæði:

Tíminn hann skreið, þá svefndjúpu sjúku dagleið
Sóar og eyðir stundum, já letin er greið
Sparkar í grjót, með hundleiðum fót,  heim við túnfót
heldur að einhver og sitthvað muni stýra hans leið

Mæða að kúra með sól á kroppnum
Í kofa liggðu horfðu á regn
Þú ert ungur, trónir á toppnum
Tímadráp er þér ei um megn
Fattar þú einn daginn að
Ára tugur hvarf á braut
Hvenær átt að hvín’ af stað
Hlauptu nú því byssan skaut

     1, 2  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: