— GESTAPÓ —
Þúsundasti þáttur spaugstofunnar
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2, 3, 4, 5, 6  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 26/10/04 00:22

Nautnanaut mælti:

Sá yðar sem húmorslaus er, klappi fyrsta klappinu.

‹Klappar saman öðrum lófanum›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 26/10/04 00:25

Tinni mælti:

Horfðu a.m.k. á geðdeildarsketsinn... Það er eins og það sé í tísku að níða niður Spaugstofuna.

Mér er sama um tískur. Héðan megin frá skrifar maður af biturri reynslu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 26/10/04 00:32

Annars vil ég, í mesta bróðerni, að sjálfsögðu minna á nýjan frasa í gamla góða Bíófrasakvissíinu. Hún er ekki eins erfið eins og hún lítur út fyrir að vera. Prófið bara að koma með leiðandi spurningar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 26/10/04 00:48

Uhumm! Er ennþá verið að sýna Spaugstofuna?

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 26/10/04 00:51

Já. Af hverju ertu ekki búinn að 'redda' þessu?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 26/10/04 00:55

Já já.. eins og ég sé eitthvað að fylgjast með svona hlutum þegar ég hef annað og betra að gera... eins og t.d. að skeina mig reglulega.

En jú... ég býst við því að það þurfi að þagga niður í greyjunum áður en þeir fara að koma fram í göngugrind.

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 26/10/04 00:57

Sýndu þeim hvað góður neðanbeltishúmor er þegar þú leysir þá undan sínum síðustu andartökum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 26/10/04 01:03

Fyndið að þú skulir kalla það "neðanbeltishúmor". Ég var nefnilega einmitt með hugmyndir sem hafa að gera með "neðanbeltis".

Ég var samt að pæla hvort það væri ekki betra að fara gegn þeim sem glápa á þetta sjónvarpsefni og þá kannski með þrælkunarbúðir í huga eða jafnvel pulsugerð. Ég myndi bara þurfa að koma á lappirnar leynilögreglustofnun sem sæji um að komast að því hverjir eru að glápa þannig að síðan sé hægt að fara gegn þeim. Mér datt í hug að ef til vill væri hægt að kalla þessa leynilögreglu "Ekkert Spaug".

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 27/10/04 20:24

Ég held það hafi gerst á hverju ári að maður afskrifar Spaugstofuna endanlega. Þá kemur einn góður þáttur og maður hugsar - djöfull ætla þeir að halda þetta lengi út. EN... nú held ég svei mér þá að loks sé komið nóg. Davíð og Halldór, Halldór og Davíð og svo Davíð og Halldór, síðan Halldór og Davíð... og síðan HELVÍTIS AFKOMENDUR VÍKINGANNA!!!!!! Spaugstofan er dauðari en Guð og Nietzsche til samans.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 27/10/04 20:26

Sami Nietzsche og var á Eiðum '62 ?

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 27/10/04 20:27

Og eins og aðstandendur Svínasúpunnar geta verið fyndnir þá er það litla sem ég hef séð í vetur smábarnalegt neðanbeltishjakk sem hefur ekki svo mikið sem vott af fyndni í 10 km radíus í kringum sig. Markmiðið virðist að segja orðið "rúnka" nógu oft.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 27/10/04 23:16

Ég er reyndar búinn að fatta hvernig Spaugstofan verður fyndin. Með því að setja Þ í staðinn fyrir S. Reynið að segja Þpaugþtofan! Alveg myljandi fyndið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 27/10/04 23:19

hehe, þú ættir að vera með þinn eiginn sjónvarpsþátt... minnir mig á Fóstbræðraþáttinn, þar sem þeir rugluðust á stöfum og hétu Hóstbræður...

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bakki 28/10/04 10:44

Spaugstofan hefur verið á góðri sigilingu niður í mörg ár.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 28/10/04 11:52

Nuj, Lee Marvin! Nú er ég sáttur. Hélt að allir væru búnir að gleyma þeirri miklu kempu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 28/10/04 11:57

Við þykjum sláandi líkir. Ég er líka nokkuð sáttur við það. Bíddu þangað til ég fer að syngja "I was born..."

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Dr M. Ukrebeksy 31/10/04 20:55

‹Glennir upp glirnurnar og hleyklast afsköpulega›
Verið nú ekki að argantætast þetta útí Spaugstofuna, elskurnar mínar.
Það er leitun að öðrueins upp fræðandi og þjóðlegu spaugi og þeir góðu menn bera á okkar alsnægtafjölmiðlaborð.
Hreinn unaður var síðasti snildarþáttur sem birtist á skjánum nýliðið laugardagskveld (þó ódigital væri)
langt er orðið síðan undirritað góðmenni hefur notið þess að horfa á gamanmál flutt í fjernsyned okkar án þess að stökkva bros á vör.
og eiga spaugstofumenn ekkert nema óskiftar þakkir fyrir..

Með virðingu og afnotagjaldi
Dr. M. Ukrebeksy

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 31/10/04 21:16

Þori að veðja að þessi doktor sé í raun Örn Árnason. Nógu ófyndinn er hann í það minnsta.

LOKAÐ
        1, 2, 3, 4, 5, 6  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: