— GESTAPÓ —
Versta mynd sem þið hafið séð?
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 1/11/04 14:25

Dio stendur traustur að baki mér í tillögu minni, enda karlmaður eins og þú hefur eflaust tekið eftir. Við bara getum ekki að þessu gert. Alveg satt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 1/11/04 15:15

Hakuchi mælti:

Dio stendur traustur að baki mér í tillögu minni, enda karlmaður eins og þú hefur eflaust tekið eftir. Við bara getum ekki að þessu gert. Alveg satt.

Heyrðu Hakuchi! afhverju ertu með krosslagða fingur á bakvið bak?

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbie 1/11/04 15:28

Það vantar nú ekkert upp á karlmennskuna hjá honum Dio mínum þó hann vilji ekki sjá konuna sína hálfnakta ataða í aur í slagsmálum við aðra konu með trylltan múg allt í kring og einn ,,besta vin sinn" fremstan í flokki, skipuleggjandi athæfið. Held þetta sé skarplega athugað hjá Frella, hann Dio á engann þátt í þessu. Þú verður bara að bera ábyrgð á eigin perraskap.
Annars var gerð könnun á algengustu fantasíu karlmanna. Það var hvorki tvær eða þrjár í einu - heldur að gilja bestu vinkonu konunnar sinnar. hmmmmmm - þú er nú kannski ekki svo slæmur Hakuchi, en veit Júlía af þessu??‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við en rétt sleppur við að detta ofan í forarsvaðið›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Diotallevi 1/11/04 15:41

Já takk, ég frábið mér allar bollaleggingar um aurslag milli Barbíar minnar og nokkurrar annarrar konu. ‹Ygglir brýrnar›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Coca Cola 1/11/04 16:04

‹kemur inn með brúnan póstsendingarböggul›hver pantaði "Strapolizer BFG9000" frá "SexDude's discreet post-order catalog"

Tvö glös á dag - alla ævi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 1/11/04 16:25

Eaaahh fuggettabatitt.

‹Stingur höndum í vasa, sparkar í dós. ›

Aldrei má gera neitt. Svei.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 1/11/04 16:30

Aldrei þessu vant sá maður tvær hörmulegar kvikmyndir um helgina, Troy og The Core og vonandi gefst manni tími til þess að gagnrýna þær fljótlega...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbie 2/11/04 13:29

Hakuchi mælti:

Eaaahh fuggettabatitt.

‹Stingur höndum í vasa, sparkar í dós. ›

Aldrei má gera neitt. Svei.

Kæri konungur Hakuchi.

Ég vona innilega að ekki séu særðar tilfinningar á sveimi þó svo ég hafi enga lyst á því að sulla um hálfberrössuð í drullupolli í slag við bláókunnuga konu sem ég á ekkert sökótt við og held að sé bara bráðskemmtileg. Þar sem að slíkur kattarslagur höfðar til þín hef ég ágætis uppástungu handa þér: farðu sjálfur í leðjuslag og skoraðu á einhvera föngulega dömu(ekki mig samt!). Nei, þetta er ekki þú getur bara sjálfur farið í leðjuslag comebackið heldur vildi ég sýna þér kostina:
A) Leðjan
B) Hálfnakin, aurug kona að hamast á þér
C) Leðjan.
D) vil ítreka kost B).
E) kostur B).
Annars væri gaman að fá þig í matarboð fljótlega. Endilega komdu með drottningu að eigin vali (lesist Júlíu).

Kær kveðja.

Dr. Barbie von Mattel - YFIRLÆKNIR. . • Sendiherra Baggalúts í N-Ameríku, drottnari innfæddra þar, Forseti USA og sérleg hirðmey Júlíu miklu. Dýrkuð og dáð um aldur og eilífð.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 2/11/04 13:35

Æ, Barbie mín, vertu ekki að ýta undir árans óeðlið í honum Hakuchi mínum. Maður reynir að berja þetta úr honum, en það er eins og það hafi bara þveröfug áhrif.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbie 2/11/04 13:38

Það er rétt Júlía mín, fyrirgefðu að ég skuli vera að koma svona hugmyndum inn hjá honum. Ég held þó að barsmíðar munu seint bæta úr þessu. Ráð væri að láta hann horfa á eina af vondu myndunum tilnefndum á þessum þræði í hvert sinn sem hann er með eitthvað óeðli. Það mun leysa vandann fljótt og vel.
Byrjaðu t.d. á einhverju með Meg Ryan - það dugar þá ábyggilega ein mynd.
Kveðja.

Dr. Barbie von Mattel - YFIRLÆKNIR. . • Sendiherra Baggalúts í N-Ameríku, drottnari innfæddra þar, Forseti USA og sérleg hirðmey Júlíu miklu. Dýrkuð og dáð um aldur og eilífð.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 2/11/04 17:41

Hey, ég fer ekkert í leðjuslag. Þá verð ég svo skítugur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/11/04 18:49

Hakuchi mælti:

Hey, ég fer ekkert í leðjuslag. Þá verð ég svo skítugur.

You dirty boy... hljómar bara betur á ensku hehe

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
víólskrímsl 3/11/04 20:41

Einu sinni horfdi ég á trílógíu eina um líf New York búa í sjónvarpinu.

Ástaedan var sú ad trílógían endadi á framlagi Woody Allen, Ödipus Wrecks sem var hin ágaetasta skemmtun. Myndin á undan var hins vegar einhver mesti vidbjódur sem ég hef séd.

Á medan gudmávitahvada leikstjóri jós úr fjóshaug visku sinnar um líf ofdekradrar stelpurottu í New York fór ég thrisvar á klósettid.

Ég verd aldrei samt skrímsl eftir.

‹faer grídarlegan hroll›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 3/11/04 20:50

Ég sá þessa mynd sem þú talar um, ungfrú skrímsl (sennilega á sama tíma), og man vel eftir henni. Það er rétt að framlag Allens var gott, og einnig að hitt skeiðið var þeim mun lakara. Leikstjórinn var reyndar Sofia Coppola, dóttir Francis Ford, sem leikstýrði líka eins og margir vita Lost in Translation og Virgin Suicides. Skil ekki alveg hvað hún var að spá með þessu stykki.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 19/11/04 03:07

Brýrnar í Madisonsýslu. Langsamlegast leiðinlegasta mynd sem ég hef augum litið og eina myndin sem ég hef gengið útaf í bíó.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 19/11/04 03:15

Ég fór sem betur fer ekki á hana í bíó. Eina myndin sem ég hef gengið út af er ömurlega ruslið Bad Company. Ég bara gat ekki horft upp á góðvin minn Anthony Hopkins leikandi í þessari þvælu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 19/11/04 03:53

en hefur þú sofnað í bíó? ef svo er þá á hvaða mynd? og horfðir þú á hana seinna?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 19/11/04 13:03

Ég leigði Bad Company, hafði svipað gaman af henni og þú held ég, þarsem ég nennti ekki að klára hana.

Það er ekkert sem getur ekki stöðvað mig!
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: