— GESTAPÓ —
Versta mynd sem þið hafið séð?
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 15/10/04 17:36

Ég viil koma á framfæri óánægju með Kvikmyndaakademínua Bandarísku fyrir að hafa kosið American Beauty sem bestu myndina árið 2000. Þessi mynd var svo sem ekki um neitt neitt, bara um einhvern kall sem langaði að ríða vinkonu dóttur sinnar. So what, who cares. Einhvern tíma þá hefði slíkur maður bara verið úthrópaður sem perri og fólk klappað þegar hann er skotinn. En með því að búa til eitthvað "hype" í kringum þessa mynd náði kvikmyndafyrirtækið að selja Akademínni hana. Hún er hins vegar aldrei tekin á video og löngu fallin í gleymskunnar dá hjá almenningi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 15/10/04 17:40

Sammála Voff - fannst sosum ekkert leiðinlegt að horfa á þessa mynd, en ódauðlegt meistarastykki var hún ekki.

Keisaraynja Baggalútíska heimsveldisins. Langflottust. Framkvæmdastýra hinna keisaralegu aftaka. Pyndingameistari. Yfirgrúppía. • Eigandi Billa bilaða, hirðkrútts og keisaralegs gæludýrs. Er pirruð að eðlisfari. Heimsyfirráð eða dauði !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 15/10/04 17:40

Ég hefði nú haldið að American Beauty fjallaði um gráa fiðringinn og þar af leiðandi mann sem hefur glatað neistanum í lífinu og reynir örvæntingafullt að kveikja hann aftur. Það er nú bara ágætis umfjöllunarefni held ég. Ég er þó sammála þér að hún er ekkert meistaraverk, þó góð sé. Þá stendur helst upp frábær myndataka Conrads heitins Hall.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 15/10/04 17:42

Finnst reyndar upp á síðkastið að gott álit akademíunar sé yfirleitt trygging fyrir lélegri mynd...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Oliver Hardy 22/10/04 21:24

Merkilegt er hversu S. King getur verið mistækur. Sem dæmi um lélega mynd er The Tommyknockers, meðan myndir eins og The green mile er góð. Skrambi magnað.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 22/10/04 22:03

Ætli það fari ekki frekar eftir fjármagninu sem er á bak við myndina en sögunni frá King. Góðir leikarar og leikstjórn gera oft mikið fyrir lélega sögu. Svo getur útlitið eitt og sér gert heilu myndirnar, sjá t.d. Hetjan með Jet Li.

Skrifandi undir síðan 2004
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ófrumlegt Nafn 25/10/04 14:58

Veggfóður

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Von Strandir 25/10/04 15:03

Beowulf með Christopher Lambert er sennilega versta mynd sem ég hef séð. Hún var svo vond að ég skemmti mér konunglega við að horfa á hana.

Djöfulli slæm.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 25/10/04 15:05

Var hún ekki með Antonio Banderas? Eða hét sú mynd eitthvað annað?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Von Strandir 25/10/04 15:11

Banderas lék í mynd sem hét að mig minnir "the 13th Warrior" og gerðist meðal norrænna manna. Hún var líka slæm, en ekki eins slæm og Beowolf Lamberts.

Annars er hægt að ganga út frá því að ef að C. Lambert leikur í kvikmynd, þá er hún slæm.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 25/10/04 15:33

Ojá ... Beowulf er eitt versta stykki sem ég hef séð lengi.

Annars er ein mynd í svipuðum anda og það er Dungeons And Dragons. Hún er ótrúleg. Að svona mynd skuli komast í gegnum allt framleiðsluferlið án þess að nokkrum detti í hug að segja sem svo: "Hey strákar ... er þetta ekki bara rugl?" er auðvitað fásinna hin mesta.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 25/10/04 20:49

Troy því miður er ég ekki að fíla hana gefur ekki rétta mynd af söguni París bara gunga Brad Pritt á ekki að vera Akkiles eini maðurinn sem stóð sig var Hektor svo tók stríðið 10 ár ekki viku.

Hvað, hver, hvur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 25/10/04 21:40

Dungeons & Dragons er alveg afspyrnuvond mynd.
Getur einhver útskýrt endinn á þeirri dragúldnu ræmu?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 26/10/04 08:17

bauv mælti:

Troy því miður er ég ekki að fíla hana gefur ekki rétta mynd af söguni París bara gunga Brad Pritt á ekki að vera Akkiles eini maðurinn sem stóð sig var Hektor svo tók stríðið 10 ár ekki viku.

Skil ekki alveg hvað þú ert að fara minn kæri (kannski ef þú notaðir greinamerki...)- Brad Pitt er í myndum af sömu ástæðu og Angelina Jolie er í myndum....

París var aumingi -
og Akkiles bara flottur út af mömmu sinni.

Var annars að muna eftir Ghostship sem alverstu ræmu sem ég hef séð - sofnaði oft....

Keisaraynja Baggalútíska heimsveldisins. Langflottust. Framkvæmdastýra hinna keisaralegu aftaka. Pyndingameistari. Yfirgrúppía. • Eigandi Billa bilaða, hirðkrútts og keisaralegs gæludýrs. Er pirruð að eðlisfari. Heimsyfirráð eða dauði !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 26/10/04 08:44

Því miður sofaði ég yfir Troy leiðileg mynd.

Hvað, hver, hvur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 26/10/04 09:12

Talandi um Englalínu Júlí. Tomb Raider var lekandi leiðinleg. Óhemju kjánaleg og vitlaus. Og framhaldið jafnvel verra.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 26/10/04 09:59

Sammála Tomb Raider var saur. Helber saur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Von Strandir 26/10/04 10:02

Hlakka mikið til þess að sjá Tomb Raider seríuna. Mér finnst nefnilega lélegar myndir sem taka sig alvarlega oft hafa meira skemmtanagildi en myndir sem framleiddar eru sem gamanmyndir.

        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: