— GESTAPÓ —
Versta mynd sem þið hafið séð?
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 14/10/04 23:04

Hakuchi mælti:

Hjartanlega sammála Frella. Í annað skipti í dag. Þetta er ótrúlegt.

Annaðhvort þarf ég að athuga mín mál eða Hakuchi sín?

HVAÐ ER AÐ GERAST!!

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 14/10/04 23:36

Hakuchi mælti:

Það er vissulega rétt, varast ber snobbfrat tilgerðarlegra listaspíra. Nær væri að halda sig við meðmæli þeirra sem maður þekkir til. Hins vegar trúi ég á að gefa hlutum séns af og til. Það gerði ég í þessu tilfelli, leigði þessa frægu listamynd, með hræðilegum afleiðingum.

Það er hinsvegar afar mismunandi hvað fólki finnst vera "snobbfrat tilgerðarlegra listaspíra". Vér höfum einstaka sinnum lent í að sjá eitthvað er væntanlega fellur í þann flokk og sem var hundleiðinlegt. En svo eru margir er líta á myndir sem mörgum (m.a. oss) finnast frábærar sem "fáránlegt rugl" (svo vér vitnum í orð er vér höfum heyrt) og nefna stundum list í því sambandi í niðurlægjandi tón. Besta dæmið er vér munum þar eftir er líklega hin frábæra Delicatessen.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Klaus Kinski 15/10/04 00:40

Jámm þessar svokölluðu "artí fartí" myndir eru æði misjafnar. Ég er t.d sammála Hakuchi með A Bande Part. Ég leigði hana í þeirri von um að sjá e-ð listaverk en því miður reyndist hún vera hundleiðinleg og um ekki neitt. Einnig fannst mér Pather Panchali eftir Satyajit Ray alveg drepleiðinleg. Aftur á móti koma svo snilldarverk á borð The Cook, The Thief, His Wife And Her Lover, Battleship Potemkin, Seven Samurai og Knife In The Water. Allt eru þetta mikil listaverk að mínu mati.

Í raun er maður að taka svolitla áhættu þegar maður er að fara að horfa á svona mynd, þetta gæti verið gullfallegt listaverk eða leiðinlegast mynd sem þú hefur séð. Yfirleitt verða þær þó einhvers staðar á milli.

Annars fannst mér Lost In Translation hreint út sagt dásamleg og fór meira að segja tvisvar á hana í bíó!

En fyrst við erum að tala um ofmetnar myndir ætla ég að telja upp nokkrar sem mér finnst ekki beint hræðilegar, bara mjög ofmetnar:

The Boondock Saints(Hálfvitaleg Tarantino eftirherma)
Ice Age(sé ekki hvað er svona fyndið)
Shrek(sama og Ice Age, þótt hún eigi alveg sín augnablik)
LOTR trilógían eins og hún leggur sig(ágætis myndir, bara ekki minn tebolli)
King Kong(Bara léleg mynd)
Unforgiven(Svosem allt í lagi en ekkert sérstök)
Chicago(Eflaust versta mynd sem hefur fengið óskar sem besta mynd)
Chocolat(Eflaust versta mynd sem hefur verið tilnefnd sem besta mynd)
The Texas Chainsaw Massacre(zzzzzz)
The Evil Dead 1 og 2(Aldrei verið splatter aðdáandi)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Luis Miguel Coruedo 15/10/04 01:22

Banger Sisters - eða eitthvað svoleiðis hundfúl mynd
The Saint - sofnaði yfir henni
JFK - sofnaði yfir þeirri mynd líka
Eyes wide shut - leiðinleg mynd eftir ofmetið pakk.
The whole ten yards - ekki fyndin grét mig í svefn yfir henni.
Blairnornamyndin - varð svo sjóveikur að ég varð að fara út

Carnivale þættirnir í sjónvarpinu voru langdregnir og þreytandi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 15/10/04 10:47

Moulan Rouge (hvernig sem það er nú skrifað), léleg mynd.

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 15/10/04 10:50

Íslenska myndin.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 15/10/04 11:00

Já það hefur nú komið fyrir mann að maður sér einhverjar hreyfimynd sem ekki stendur undir væntingum. Ein mynd er mér ávalt mjög minnistæð, The Tommyknockers, gerð eftir skáldsögu Stephen King. Sú mynd var einstaklega langdregin og einnig einstaklega löng, sem er alls ekki góð blanda. Svo þegar loksins eitthvað fór raunverulega að gerast var það gjörsamlega útí hött miðað við fyrri framvindu í myndinni.
Önnur Stephen King mynd kemur mér í hug núna, Night Flier, en í henni er byggð upp mikil spenna með hver umræddur næturflugmaður sé, sem væri nú gott og blessað ef andlit hans skrýddi ekki umbúðir myndbandsins.
Svo get ég nú ekki komist hjá því að nefna listaverk Jean-Claud Van Damme, The Quest. Hún nær því engan vegin að vera svo léleg að hún verði góð, hún er einfaldlega bara léleg.

Skrifandi undir síðan 2004
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 15/10/04 11:15

Gigli einhver?

Það er ekkert sem getur ekki stöðvað mig!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 15/10/04 11:17

The Core var frekar léleg.

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 15/10/04 11:19

King Arthur var afspyrnuléleg. Versta mynd sem ég hef séð í ár.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 15/10/04 11:28

Órækja mælti:

Já það hefur nú komið fyrir mann að maður sér einhverjar hreyfimynd sem ekki stendur undir væntingum.

Varðandi mynd er eigi stóð undir væntingum getum vér nefnt Independence Day. Eigi er þetta versta mynd er vér höfum séð en eigi að síður léleg og líklega hefur engin mynd verið svona léleg miðað við það sem vér bjuggumst við fyrirfram. Vér höfðum nefnilega frétt að um væri að ræða afar góða hasar/spennumynd.
Það er dálítið flókið að útskýra ástæðu vonbrigðanna en vér gætum rakkað ID4 niður í svaðið í pistlingi ef ástæða væri til. En í stuttu máli er ástæðan 'of mikil' þekking vor á sumu því er myndin tengist að viðbættum lítt dulbúnum og hvimleiðum áróðri og fáránlegri heimsku ýmissa persóna í myndinni er fór í taugarnar á oss ásamt mörgu fleiru.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 15/10/04 11:39

ID4, var merkileg í mínum huga. Ekki af því að hún var góð, því líkt og Vladimír, þá fannst mér myndin vera léleg. Málið er að þetta var í síðasta sinn þar sem tæknibrellur höfðu áhrif á mig. Ég fór á myndina, mikið að gerast flottar tæknibrellur, hlutir sprengir á stórum skala o.s.frv. Ég var fjandi ánægður með myndina en um leið og ég kom út úr bíóinu uppgvötaði ég að þessi mynd væri ekkert annað en skítur, hrifningin út af tæknibrellunum hvarf og eftir stóð sá sári sannleikur að myndin sökkaði. Karakterar voru skelfilegir, þjóðrembingurinn skelfilegur og sagan ekkert. Myndin fylgir formúlu stórslysamynda en gerir það illa.

Ú auðvitað. Ekki má gleyma einni þeirra allra verstu sem ég hef séð í bíó en hún er eftir sömu gaura og gerðu ID4.

Það er Godzilla. Þvílíkur úrgangur. Hún var algerlega skelfileg. Sérstaklega Matthew Broderick. Hann er einhver versta 'hasarhetja' sem uppi hefur verið. Sjaldan hef ég séð eins slæman leik í eins nó-breiner hlutverki og þessu (skrítið, því Broderick er frambærilegur leikari). Það eina sem hélt manni vakandi á myndinni var kúlheit Jean Reno.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbie 15/10/04 11:41

Talandi um King þá er Pet Sematery 2 (held þetta sé viljandi vitlaust stafsett svona) ákaflega léleg mynd. Það læðist að manni sú hugsun í hvert sinn sem léleg ræma rennur yfir skjáinn hversu marga munna hefði verið hægt að metta fyrir það morðfé sem fór í að framleiða þetta drasl. The white chicks er ábyggilega léleg. Allt með honum Rob Schneider sem lék í Deuce Bigalow (sem var líka óþolandi mynd - kona sem er það gröð að hún borgi manni fyrir greiðann vill ekki fara bara á hafnarboltaleik - mjög ótrúlegt!!). South Park þátturinn um hann var hins vegar snilld - Takk fyrir Trey Stone og Matt Parker.
X-men var ógeð, Lost in Translation leiðinleg en VERSTA MYND ALLRA TÍMA ER HREINLEGA:

THE ENGLISH PATIENT.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 15/10/04 14:34

Æi - mér fannst English Patient yndisleg. Hins vegar gerði það íslensku myndbandsútgáfuna svolítið spaugilega að hún var kolvitlaus þýdd.

Dæmi
Sagt var : Hann vann fyrir bandamenn undir dulnefninu Elgur.
Var þýtt
Hann vann fyrir samtök sem kölluðu sig Elg !

Varla gott fyrir þá sem stóla á textann !

(reyndar er ég forfallin DeFoe aðdáandi svo að gagnrýni mín á myndina er kannski byggð á röngum forsendum....)

Að sama skapi fannst mér Boondock saints fín (sem hefur kannski líka meira að gera með sæta stráka en myndina sem slíka)...

Hey..ég er bara perri og hef ekkert vit á kvikmyndum !

‹Blótar herfilega og rífur hár sitt› ‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 15/10/04 14:40

Ég legg til að Barbie og krumpa útkljái deilur sínar um gildi the English Patient með æsilegum leðjuslag.

Þið afskakið perraskapinn, ég get bara ekkert að þessu gert.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 15/10/04 14:44

Ekkert perralegt, þannig útkljá konur allar sínar deilur, þ.e.þegar þær eru ekki fáklæddar í koddaslag.

Annars, ef Barbie er eins vaxin og nafna hennar þá þarf ég engu að kvíða, hefur nefnilega verið sannað að Barbie hin upprunalega er með þyngdarpunktinn á svo asnalegum stað að hún getur ekki staðið upprétt.

En reyndar var ég búin að draga gagnrýni mína til baka (enda annarlegar hvatir að baki henni) og því engin ástæða fyrir illindum !

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 15/10/04 14:44

Ég tel að olíuslagur henti bentur, og svo fer góð ólífuolía svo vel með húðina.

Skrifandi undir síðan 2004
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Illi Apinn 15/10/04 15:31

æ já, þap var ólífuolia en ekki sinnep
‹hendir dijon sinnepinu og makar sig frekar með ólífuolíu›

        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: