— GESTAPÓ —
Kvikmyndaatriðagetraunarleikur Illa Apans
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3 ... 5, 6, 7 ... 114, 115, 116  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/10/04 17:43

Ekki er þetta sjónvarpsútgáfan af The Shining sem King gerði?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Coca Cola 18/10/04 17:44

Er þetta nokkuð vampíra mynd?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 18/10/04 17:50

Það fer semsagt ekkert að vera ljóst hvort Stephen King kom nokkuð nálægt myndinni?

‹Glottir aðeins meira›

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 18/10/04 18:01

Ég tel mig hafa svarað spurningunni hans Hakuchi áður svo ég sleppi því núna. Nei engar vampírur komu fram í þessari mynd.

Skrifandi undir síðan 2004
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 18/10/04 18:08

Ekki er þetta hörmungin þarna "Maximum Overdrive" með allri AC/DC tónlistinni?

Þó ekki Creepshow?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 18/10/04 18:13

Nei, en reyndar kannast ég ekki við þær myndir svo ég get ekki svarið fyrir að lík atriði finnist í þeim.

Skrifandi undir síðan 2004
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/10/04 18:16

Þetta er nú meiri hringavitleysan. Hvernig væri að gefa aðra vísbendingu?

Er þetta A Simple Plan?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 18/10/04 18:18

Nei ekki er þetta einfalt plan. Já ég held að önnur vísbending væri líklega ekki úr vegi. Sú persóna sem byggð er á Stephen King er það sem allt snýst um í myndinni, en þó er það ekki aðalpersónan sjálf. Annars þarf ég að fara að rifja myndina betur upp svo ég geti gefið ykkur annað eftirminnilegt atriði.

Skrifandi undir síðan 2004
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/10/04 18:20

In the Mouth of Madness með Sam Neil?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 18/10/04 18:21

Já, já jájájá. Nú er ég farinn og kem aldrei aftur á þennan þráð! ‹Þurrkar svitann af enninu og dæsir mæðulega›

Skrifandi undir síðan 2004
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/10/04 18:27

Djöfull var ég búinn að gleyma þessari mynd. Sá hana þegar hún kom í bíó. Minnir að hún hafi verið ansi góð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 18/10/04 18:34

Já hún var ágæt til síns brúks, passlega róleg á hryllinginum til að henta mínum smekk, en nóg var spennan. Því miður virðist hún ekki vera til á DVD á Íslandi.

Skrifandi undir síðan 2004
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/10/04 19:20

Það kemur ekki á óvart. Hún hefur lent í dvd-ginnungagapinu. Nýlegri myndir sem komu út snemma á 10 áratugnum og alveg fram að Dvd væðingu (c.a. 1998 held ég, eða hvað?) hafa ekki komið út á DVD nema um sé að ræða stærri myndir. Ekki veit ég almennilega af hverju. Líklega hafa þær gleymst.

Við upphaf Dvd væðingu óttaðist ég mikið hvað yrði um ruslið sem til er á vídeó. Myndi það hverfa með vídjóspólunum? Yrði það aldrei gefið út? Ótti minn reyndist ástæðulaus því mörg ómerkileg útgáfufyrirtæki hafa pungað út glæsilegum skítamyndum frá liðnum áratugum. Sjaldgæfustu Bronson slagarar, eða úldnustu kúng fú myndir hafa ratað á diska, blessunarlega.

Hins vegar virðist þetta 90-95 tímabil vera gleymd og það er synd. Hef samt fulla trú á að þær myndir komi út fyrr eða síðar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/10/04 19:28

Hér er eitt létt atriði, svona til að við getum jafnað okkur eftir þennan erfiða óleik Órækju.

Aðalhetjan er að keyra í mestu makindum. Stund milli stríða ef svo má skrifa. Hetjan slappar af með því að reykja jónu og er með bjór í hinni hendinni og er að hlusta á klassíska rokktónlist, slær bílloftið til að halda taktinn. Hún tekur eftir því í afturspeglinum að einhver er að elta hann. Einhver sem hefur verið að elta hann af og til í þó nokkurn tíma. Jónan brennur. Jónan er að vera búin. Hugsi, skýtur hann jónunni út um bílgluggann eins og töffari. Gallinn er sá að glugginn er rúllaður upp og skýst því brennandi jónan í klofið á honum. Hann panikkar, reykur byrjar að stíga upp hann slær á reykinn og reynir örvæntingarfullt að ná jónunni og slökkva í henni með því að hella bjórnum í klofið á sér. Darraðadansinn veldur því að hann missir stjórn á bíldruslunni. Bíllinn fer út um allt og endar á því að klessa á nokkrar tunnur. Áreksturinn er lítilvægur. Hetjan situr í bílnum í sjokki.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 18/10/04 19:33

Árans, ég man eftir atriðinu, en man ekki hver myndin er. Við veltum þessu fyrir okkur aðeins lengur.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/10/04 19:38

Vísbending: Stephen King kemur málinu nákvæmlega ekki nokkurn skapaðan hlut við.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Illi Apinn 18/10/04 20:39

Létt, The Big Lebowsky eftir Cohen bræður, meistaraverk

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/10/04 22:15

Svo sannarlega.

        1, 2, 3 ... 5, 6, 7 ... 114, 115, 116  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: