— GESTAPÓ —
um afmæliskveðjur
» Gestapó   » Fyrirspurnir
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sjöleitið 29/8/03 13:57

Hvenær er við hæfi að hætta að óska fólki til hamingju með síðasta afmælisdag þess, degi eftir afmælið, viku eftir það eða mánuði? Á hvaða stundu verður beinlínis rangt að óska einhverjum til hamingju með afmælið?
Og hvað er sú stund kölluð, sé hún til?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Númi 1/9/03 10:00

Ef um stórafmæli er að ræða myndi ég segja að þrjár vikur væru ágætisviðmið. Ósköp venjulegt afmæli er ekki tilefni hamingjuóska í nema u.þ.b. 4-5 daga.

Sú stund sem þú talar um er ekki til, en væri hún til kallaðist hún sennilega knux.

» Gestapó   » Fyrirspurnir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: