— GESTAPÓ —
Fróðleikur um Coca Cola
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Coca Cola 7/10/04 12:26

lítilfjörlegar aukaverkanir segi ég

Tvö glös á dag - alla ævi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbie 7/10/04 13:26

Heróín var eitt sinn notað til verkjastillingar hjá ungbörnum þegar á tanntöku stóð. Hét Mrs. Pemroses´ soothing syrup eða eitthvað álíka, þori nú ekki alveg að fara með nafnið á kvennsunni sem var kennd við þetta. Börnin voru ákaflega róleg eftir nokkra dropa - verst hvað þau urðu háð þessu „ œ Œ æ “ .
Amfetamín þótti einnig afar hressandi hjá Langafa og langömmu í litla bóndakotinu þeirra á dönsku smáeyjunni, rétt fyrir tuttugustu öldina. Og á þeirri öld þótti tóbak töff og allra meina bót.
Hugmyndir manna um hollustu og lækningar breytast dag frá degi og örar nú til dags en nokkru sinni fyrr. Ef til vill er nokkur lækningarmáttur í kóki en ég myndi seint ávísa því og ráðlegg reyndar frá því þegar ælupestir herja á þar sem að koffeinið örvar uppsölur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Coca Cola 8/10/04 15:56

gæti skýrt afhverju káptein-í-kók menn eru svona æl-gjarnir

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Dr. Gottfriedsen 8/10/04 21:29

Nei það er út af því að viðkomandi notar ekki Havana Club.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 9/10/04 01:27

Einmitt. Óþarfi að klína því á kókið. Við í auðjöfrastúkunni drekkum oft kóka kóla, enda fá meðlimir það ókeypis með sunnudagsblaðinu. Það má alltaf stóla á kók, enda eru þeir ekki mikið fyrir breytingar. ‹Stekkur hæð sína›

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 9/10/04 11:07

Drekkur þú ekki íste eða eitthvað þannig.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 9/10/04 15:29

Það hefur komið fyrir á ferðalögum að ég hafi drukkið íste. Það er svalandi í sólskini og hita. Ég man t.d. þegar ég var staddur í Aþenu að undirrita verzlunarsamning við Onasis að við sturtuðum í okkur íste vegna mikils hita þann daginn. Það var og góður samningur. Heima í Andabæ er ekki mikið úrval af ístei. Virðist sem enginn markaður sé fyrir það þar. Ég sætti mig ágætlega við kókið. ‹Ljómar upp›

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 9/10/04 15:32

Man þegarég var blaðsnápur í gervi Andrésar að þú drakkst vatnið úr gullfiskavatni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 9/10/04 15:57

Auðvitað. Ég meina: Gullfiskar

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 9/10/04 16:01

þið eruð of keimlíkir.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 9/10/04 16:02

Þú ert nú líka keimlíkur.

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 9/10/04 16:04

hverjum ‹klórar sér í höfðinu›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 10/10/04 01:22

Ýmsum, t.d. Bongó.

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 10/10/04 11:17

Þú ert nú líkur Pikkó. ‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 10/10/04 19:21

Mikið er þetta nú fróðlegur þráður, reyndar stútfullur af gagnslausri vitneskju sem gagnast ekki einu sinni til að slá um sig með, nema þá hér.

En ég vil þó bæta við (til að slá um mig - hef ekki séð það koma fram hér að framan) að kókið var notað sem getnaðarvörn hér áður fyrr en reyndar fer litlum sögum af árangrinum....

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 10/10/04 19:28

Stórmerkilegt. Hvernig í ósköpunum var það notað sem getnaðarvörn?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 10/10/04 19:31

Áhm. Vona að þetta sé ekki ritskoðað of kirfilega. En þetta var svona eftirá getnaðarvörn. Eftir dodo tók konan semsagt litla kókflösku, hristi hana sem mest hún mátti og lét svo frussa upp í... Þetta átti víst að drepa sæðisfrumur en fróðir menn segja að það hafi lítið gert annað en að frussa þeim nær ákvörðunarstað sínum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 10/10/04 19:32

Hahahahahaha...þetta er stórkostlegt trivia. Besti kókfróðleikurinn hingað til.

        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: