— GESTAPÓ —
Fróðleikur um Coca Cola
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Coca Cola 6/10/04 14:41

svo ég haldi nú áfram með fróðleikinn um Coca Cola þá vita margir að "ameríski" jólasveinninn í núverandi mynd var fundinn upp af Coca Cola.
Nánar tiltekið koma hann fram á sjónarsviðið í Desember auglýsingaherferð kók árið 1931 og var teiknaður af kjötbollunni Haddon Sundblom

Tvö glös á dag - alla ævi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 6/10/04 14:51

Vladimir Fuckov mælti:

Júlía mælti:

Limbri mælti:

Nykur mælti:

Einhverjum markaðsmanninum datt í hug að hanna flöskuna þannig að hún minnti á vaxtarlag kvennmans

Það er skemmtilegt að segja frá því að Ísland var fyrsta landið í heiminum (já á undan BNA) til að nota kvenmans hönnunina á allar stærðir plastflaskna, í öllum gerðum kók.

-

Allt fyrir vísindin.
Mikið rétt, Valdimir, hér gefur að líta í fyrsta sinn í sögu Baggalútíu fullkominn samruna konungs og drottningar.
Máski það.
‹Raðar til hlutum á borðinu›

Sko, ég get þetta líka...

Merkilegt nokk. Bjálfi get ég verið. Ég var búinn að gleyma ótrúlegum völdum mínum á þessu svæði.

‹Fær óstöðvandi hláturskast›
Eruð þetta þér Hakuchi eða þér Júlía ? Eða er búið að sameina embætti konungs og drottningar í eitthvert síamstvíburaembætti (kannski 'Júkuchi' eða 'Hakía') ?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 6/10/04 14:52

Vá, það er enginn endir á því hvað er hægt að eiga mikið við innleggin hérna!

Júkuchi hljómar bara nokkuð vel. ‹Starir þegjandi út í loftið›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Coca Cola 6/10/04 16:15

Jæææja Júlía mín, þú ert voða sæt og skemmtileg og allt það - EN ÞÚ ERT AÐ SKEMMILEGGJA KÓKFRÆÐSLUÞRÁÐINNMINN!! ‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

Tvö glös á dag - alla ævi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 6/10/04 16:49

Heyr heyr.

Við hin erum löngu komin með leið á endalausum tilvitnana-innleggjum.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 6/10/04 16:52

Já en oss fannst þetta mjög skemmtileg uppákoma ‹Veltir fyrir sér hvort einungis friðargæsluliðar skilji hvað hér gerðist og finnist þetta skemmtileg uppákoma›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 6/10/04 16:54

Pöpullinn tekur enga þátt í gleði okkar, Vladimir, það er ljóst.

Svo ég víki að Coke: Í ensku kennskubókinni Breakaway var fullyrt að kók hefði upphaflega verið magalyf. Er það rétt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/10/04 17:17

Mér þótti þetta merkilegt og fyndið....

En aftur að Kóka kóla, voru þeir ekki fyrstir til að hanna hinn rauðklædda jólasvein?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 6/10/04 17:28

Coca Cola mælti:

svo ég haldi nú áfram með fróðleikinn um Coca Cola þá vita margir að "ameríski" jólasveinninn í núverandi mynd var fundinn upp af Coca Cola.

og

Skabbi skrumari mælti:

En aftur að Kóka kóla, voru þeir ekki fyrstir til að hanna hinn rauðklædda jólasvein?

Sjáið hvað þetta hefur í för með sér. Menn missa af. Hnuss.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/10/04 17:46

Jesús...þetta er rosalegt, ég er farinn að apa upp eftir flösku...hmmm, það rímar við rösku...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Svefnburkur 6/10/04 22:40

Júlía mælti:

Pöpullinn tekur enga þátt í gleði okkar, Vladimir, það er ljóst.

Svo ég víki að Coke: Í ensku kennskubókinni Breakaway var fullyrt að kók hefði upphaflega verið magalyf. Er það rétt.

Einn daginn las ég einhversstaðar að þessi undurfagri "kókbrúni" drykkur hafi verið mistök frá upphafi. Ef ég man rétt þá átti úr þessari blöndu að verða lyf svipað og Penisilín , já eða magalyf! Er að uppfinningarmaðurinn (hver sem það var) smakkaði á blöndunni fékk hann sér annað glas, og annað, og annað, og endaði bara með því að kauði fór að framleiða þetta í stykkjatali! Komst hann seinna að því að drykkurinn sem hann gerði hafði alls engin læknanleg áhrif á líkamann, en er það þó umdeilanlegt..þar sem foreldrar nú til dags sulla þessu svoleiðis ofan í litlu ormana er veikindi herja að.

Ei er það þó læknandi, heldur er það koffínið í drykknum sem hefur örvandi áhrif á blóðrásina og gosið virkar stillandi á magasýrur líkamans. Aftur á móti ætti Coca-cola ei að vera gott í maga, en þar sem fólki er talið þetta í hug, Er ástæðan mjög svo mikið hugræn, hvers vegna það er læknandi.

Aðalinnihald kók drykksins er koffein. en er það unnið úr svokallaðri kólahnetu, sem fæst af kólatré, Cola acuminata, en það vex í Afríku. Kólarunninn er ræktaður í stórum stíl í Brasilíu og Vestur Indíum. Örvandi verkun kólahnetunnar er nánast sú sama og verkun kaffis og tes.

Í drykknum eru þó ýmis misvæn efni. En þrátt fyrir það, sullar landinn þessu í sig eins og hann fái borgað fyrir það.
Nafnið kemur aðalega af innihaldi drykksins í denn:
Þá var t.d. blandað út í drykkinn örlítið kókaín, og var það ein megin ástæða fyrir því að kókið var svona vinsælt. Var þeirri blöndun þó sem betur fer hætt snemma!
Þó eru ennþá vanabindandi efni í drykknum líkt og koffein, en er það þó ekki nærri eins vanabindandi og kókaínið. Þar liggur ástæða "kókista".

Kókistar eru þeir sem hafa orðnir háðir Koffeininu. Fái þessir svokallaðir "kókistar" ekki koffein í visst langan tíma, fá þeir frákvarfseinkenni. Frákvarfseinkennin flokkast m.a. undir hausverk og vanlíðan.
Þrátt fyrir líffræðilegar sannanir halda þessir falsmiðlar frá Coca-Cola corp. því fast fram að koffein sé ekki vanabindandi. Segja þeir að eigi séu vanabindandi efni í kóki.

Já þarna hafið þið það! Fróðleikur um Kóka kóla!

Formaður Leikfélags Baggalútíu • mikil gleði og endalaus hamingja!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 7/10/04 00:47

Maðurinn sem fann upp kók hét Dr. John Stith Pemberton

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Coca Cola 7/10/04 09:22

Júlía mælti:

Pöpullinn tekur enga þátt í gleði okkar, Vladimir, það er ljóst.

Svo ég víki að Coke: Í ensku kennskubókinni Breakaway var fullyrt að kók hefði upphaflega verið magalyf. Er það rétt.

Jú upphaflega var Coca Cola markaðssett sem lyf og átti það að hafa margvíslegar verkanir, sem er svosem ekki að furða því það var áfengt, kolsýrt, innihélt koffín og kókaín. Reyndar hét það þá Pemberton's French Wine Coca og nafninu var breytt í Coca Cola þegar hætt var að hafa drykkinn áfengan árið 1886 vegna áfengisbanns í Atlanta, þar sem drykkurinn var framleiddur.
Pemberton sagði m.a. um drykkinn "It is composed of an extract from the leaf of Peruvian Coca, Vin Mariani Bottle the purest wine, and the Kola nut. It is the most excellent of all tonics, assisting digestion, imparting energy to the organs of respiration, and strengthening the muscular and nervous systems."

Tvö glös á dag - alla ævi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 7/10/04 09:30

‹Fær sér kók› Ahh! Hressir og kætir!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Coca Cola 7/10/04 09:51

Ég sjálfur mælti:

‹Fær sér kók› Ahh! Hressir og kætir!

ooog styrkir vöðvana og miðtaugakerfið! Ekki gleyma því! ‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

Tvö glös á dag - alla ævi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 7/10/04 10:08

‹Fær sé meira kók›Ahh! Ég er eitthvað svo fullur orku! ‹Hleypur maraþon, bjargar ketti úr tré, klífur esjuna og skráir sig í Vestfjarðavíkinginn›

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 7/10/04 10:33

Ég sjálfur mælti:

‹Fær sé meira kók›Ahh! Ég er eitthvað svo fullur orku! ‹Hleypur maraþon, bjargar ketti úr tré, klífur esjuna og skráir sig í Vestfjarðavíkinginn›

Og fitnar...

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 7/10/04 11:24

Frelsishetjan mælti:

Ég sjálfur mælti:

‹Fær sé meira kók›Ahh! Ég er eitthvað svo fullur orku! ‹Hleypur maraþon, bjargar ketti úr tré, klífur esjuna og skráir sig í Vestfjarðavíkinginn›

Og fitnar...

Og missir tennurnar...

        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: