— GESTAPÓ —
Nýyrðasamkeppni Schultzs
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir
        1, 2, 3 ... 16, 17, 18 ... 94, 95, 96  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 20/10/04 23:20

Ríkisóráð.

Að leggja sér skordýr til munns.

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 20/10/04 23:41

Að Skráta.

„Að leggja sér skordýr til munns.“ = Skrátandi

Sá sem leggur sér skordýr til munns er þá „Skrátari“

Að geta ekki uppfært tölvubúnað sinn þó að bráð nauðsyn beri því við.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 20/10/04 23:46

Tölvunauð

Sú tilfinning er fylgir því að horfa á Windows hrynja.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 20/10/04 23:53

Gluggamæði

Að þeysa út á land og uppgötva það í Hvalfjarðargöngunum að bíllinn er bensínlaus.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 21/10/04 00:31

Gangnaorkuskortur.

Vél sem er ryksuga alla jafna, en má með einu handtaki breyta í grænmetisblandara.

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 21/10/04 00:36

Spindilspæll

Að borða óætt skraut af tertum.

Það er ekkert sem getur ekki stöðvað mig!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 21/10/04 08:38

Skrautfíkn

Maður sem gleymir öllum daglegum skyldum sínum og hverfur inn í sýndarveröld Baggalútíu.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Coca Cola 21/10/04 10:56

Baggalútur

Maður sem svíkur Baggalút og fer að sinna daglegum skyldum sínum

Tvö glös á dag - alla ævi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 21/10/04 10:57

Baggalús
Maður sem skráir sig á Baggalút en skrifar aldrei neitt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Coca Cola 21/10/04 12:58

Lúftbaggi

Jólakökuuppskrift á hebresku

Tvö glös á dag - alla ævi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 21/10/04 15:52

Kóraninn

Prestur sem stingur í stúf?

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 21/10/04 16:32

Stúfprestur
Sú tilfinning að einhver, einhvers staðar, sé að flissa yfir þér.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 21/10/04 22:32

Aðflissfælni.

Horfa á gamla bíómynd en komast svo að því að hún er hryllilega léleg og hætta í miðri mynd.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 21/10/04 22:37

Exorcist einkennið

Að byrja á mynd en hafa ekki tíma til að klára hana útaf einhverjum ástæðum.

Það er ekkert sem getur ekki stöðvað mig!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 21/10/04 23:27

Myndstyttingur.

Að spila bridge á kvöldin.

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/10/04 23:45

Sagnaftan

Þegar það er hríð eina stundina, hundslappadrífa þá næstu, svo slydda og svo allt í einu rigning, þoka og suddi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 22/10/04 00:18

Fjölveður.

Að fara á klukkutíma fresti og gá hvað er í sjónvarpinu.

Seztur í helgan stein...
GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Afbæjarmaður 22/10/04 00:48

Sígáður.

Að vera að segja eitthvað, sjá svo eftir því áður en maður klárar setningunna?

        1, 2, 3 ... 16, 17, 18 ... 94, 95, 96  
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: