— GESTAPÓ —
Tilfinningar mannsins
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 6/8/04 11:21

Ég var að spá í þróunarkenninguna í gær og kom inn á nýja pælingu sem mér hafði ekki dottið í hug áður.

Ég var að hugsa um tilfinningar og hvernig við bregðumst við hinum og þessum aðstæðum. Er alveg sjálfgefið að ef einhver sparkar í kettling, þá verðum við reið, sorgmædd, agndofa af undrun? Eða sýnum við þessi viðbrögð vegna þess að okkur eru kennd þau?

Lífefnafræðilega útskýringin á tilfinningum er flókin en sem einfalt dæmi má tala um hræðslu og þegar við erum í hættu. Þá bregst líkaminn við með því að dæla adrenalín birgðum sínum í blóðrásina. Hins vegar vitum við ekki hvenær við erum í hættu nema að við lærum að þekkja aðstæðurnar. Það er því umhverfið sem kennir okkur að þekkja þessar aðstæður.

Í barnæsku er okkur kennt að vera góð við dýr og blóm. Það er ljót að slíta upp blómin í garðinum hjá ömmu og það má ekki kippa í skottið á köttum. Ef börnin gera þetta þá eru þau skömmuð og fá hugsanlega einhverja aðra refsingu. Þarna kemur inn skilyrðing eins og Pavlov sagði frá.

Eru tilfinningar skilyrt viðbrögð?

Ef þú ert á íþróttaleik og liði þínu gengur vel, þá kætist þú og hoppar, öskrar og hvetur liðið til dáða. Fólk gerir þetta vegna þess að það hefur verið kennt frá föður eða frænda eða vinum. Einnig eru allir aðrir að gera þetta í kringum þig. Gleðitilfinningin kemur til vegna hópþrýstings, er það rétt eða er hún þarna til staðar frá upphafi?

Þegar við höfum svo lært nokkur viðbrögð við ýmsar aðstæður, þá getum við aðgreint og flokkað nýjar aðstæður og ákveðið hvernig skuli bregðast við þeim.

Mín spurning er í raun sú: Fæðumst við með tilfinningar eða þurfum við að læra þær?

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 6/8/04 11:55

Tilfinningar og atgerfi okkar er, að ég mundi halda, mikið til lærð hegðun. Þetta stjórnast allt af umhverfinu og uppeldinu og því hvað fyrir okkur er haft. Við myndum okkur skoðanir sem við byggjum jafn mikið á eigin reynslu sem og skoðunum annara. Hvað mér finnst um hlutina og hvernig ég bregst við gæti verið allt öðruvísi hefði ég t.d. alist upp í Súdan eða í Tazmaníu. Þetta segir mér að ég er ekki fæddur með mínar tilfinningar né minn frábæra og elskulega karakter. Þetta er allt saman lært og áunnið með árunum.

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/8/04 11:55

Eru nýfædd börn tilfinningalaus... spyr sá sem ekki veit...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 6/8/04 12:39

Nýfædd börn hafa vissulega kulda- og hitatilfinningu og fleira í þeim dúr. Annars getur verið að nýburar geta eingöngu sýnt undrunartilfinningu þar sem allt er nýtt fyrir þeim. Undrun og athygli?

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbie 6/8/04 12:59

Þau eru reyndar furðu skarpskyggn litlu greyin. Og hafa sinn einstaka persónuleika frá fyrsta degi. Það sem meðal annars skyggir á allt lært kenninguna er hugsanlega það að systkini eru ekki eins. Og oft langt því frá. Allt frá áhugamálum yfir í tjáningarmáta. Samt oftast alin upp í sama umhverfi. Vissulega er umhverfið stór þáttur í mótun manneskjunnar en eitthvað kemur frá erfðaupplaginu. Og það er víst meðfætt. Hvernig það er síðar mótað er víst umhverfið. Erfitt að aðskilja. ‹Starir þegjandi út í loftið›

Dr. Barbie von Mattel - YFIRLÆKNIR. . • Sendiherra Baggalúts í N-Ameríku, drottnari innfæddra þar, Forseti USA og sérleg hirðmey Júlíu miklu. Dýrkuð og dáð um aldur og eilífð.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 6/8/04 14:29

Sannarlega verðug spurning hjá Hórasi. Fyrst þyrfti helst að skerpa á hugtakinu tilfinningar. Eru t.d. viðbrögð eða e-k frumtilfinningar hvítvoðungs af sama toga og þær sem birtast þegar það fer að flækjast í net mannlegrar hegðunar?

En spurt er hvort tilfinningar séu lærðar eður ei. Hver veit. Barn er genakokteill foreldra sinna. Ætli það fæðist ekki með Getuna til að hafa tilfinningar. Kringumstæður og áreiti þeirra sem snúast í kringum það fylla síðan í þetta tóma tilfinningahólf. Þó þarf ekki að vera að barnið kóperi tilfinningar af foreldrum sínum. Það nemur eflaust tilfinningar þeirra og atferli á annan hátt en þeir og er það þá væntanlega háð teningakasti genablöndunar foreldranna. Það gæti útskýrt að einhverju leyti mismuninn á systkynum eins og Barbí benti á hér að ofan. Hins vegar gætu foreldrar ómeðvitað ýkt þennan mismun. Segjum að barn númer 2 fæðist. Forledrarnir notast við þekkingu á barni 1 og gefum okkur að þau hagi sér eins við það til að byrja með. Hins vegar laga þau sig að hegðun barns 2. Sýni það e-k öðruvísi hegðan en b1, gætu þau lagað sig að því atferli og magnað (eða minnkað) það atferli.

Barn gæti þá sem sagt fengið 'randóm' getu fyrir tilfinningar sem það síðan fyllir upp með tímanum af þekkingu sem kemur frá umhverfinu (þ.e. foreldrar, aðstæður ofl.).

Það er líka möguleiki að viss geta eða næmi sé, tja, genetísk næmari en önnur. Þannig gætu eiginleikar barns verið sterkari á einu sviði en öðru. Þannig væri hægt að finna eins konar mynstur yfir fjölskyldur sem þykir einkennandi eins og að einhver hafi t.d.'erft' þrjósku föðurins eða eitthvað í þeim dúr. Þá hefur barnið erft stærra 'hólf' fyrir þrjósku en gengur og gerist sem það síðan lærir af umhverfi sínu (þá kannski helst föðurnum).

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/8/04 15:11

Þetta er mjög góð umræða.

Ég er á því að erfðir ráði því hvernig við vinnum úr upplýsingum, en uppeldið segir síðan til um það hvernig maður síðan tekur á þeim upplýsingum. Oft dugar uppeldið ekki til og erfðirnar mótmæla...skilur þetta einhver annar en ég þ.e. tilfinningar ráðast að mestu af erfðum en eru mótaðar af uppeldi og ytri aðstæðum...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 6/8/04 16:14

Þetta er eitt af þeim málum sem hægt er að ræða fram og til baka. Ómögulegt er sanna eða afsanna neitt því siðferðislega væri tilraun eða rannsókn á þessu ekki leyfð. Líklega snýst umræðan þó mest um það hvernig við sýnum tilfinningarnar. Segjum svo að einhver taki sig til og slátri litlum kettlingi fyrir framan okkur. Ég myndi sjálfsagt fyllast ógeði og sýna sterk viðbrögð. Annar myndi ekki láta á neinu bera. Samt getur vel verið að tilfinningin sé eins eða mjög lík hjá okkur báðum þó viðbrögðin séu gerólík.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 6/8/04 18:28

Tjáning þess sem við skynjum er vissulega mismunandi hjá okkur öllum. Það hefur verið fjallað um það fram og til baka í sálarfræðinni. Hins vegar eftir nokkra leit á veraldarvefnum fann ég ekkert sem gat hjálpað mér að svara pælingu minni.
Það er hægt að framkvæma rannsóknir á þessu sem ekki brjóta gegn siðferði. Rannsóknin verður þá byggð á "observation" á breiðum hópi einstaklinga úr mismunandi stéttum og umhverfi. Ég hugsa að niðurstöðurnar munu sýna að samfélagsleg viðmið eða "norm" spila stórann þátt.

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 6/8/04 19:14

Andskotans vaðall er þetta...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Sverfill Bergmann mælti:

Andskotans vaðall er þetta...

Sammála. Kannski eru þetta gróðurhúsaáhrif.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/8/04 00:54

Gaman að sjá ykkur, Sverfill og Herbjörn, í ykkar fjarveru höfum við neyðst inn á brautir heimspeki og sálfræði, bjargið okkur...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 7/8/04 15:17

Segi það. Förum í ropkeppni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/8/04 15:34

‹þambar ropvatn, þenur þindina og...› Rhrghrhhohhhhhbbbbph undarlegt rop

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 7/8/04 15:37

Passaðu þig að togna ekki í þindinni

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbie 7/8/04 19:25

Reyndar hafa verið gerðar tilraunir. Í gamla daga var allt leyfilegt. Þá voru eineggja tvíburar aðskildir við fæðingu og aldnir upp hjá sitt hvorri fjölskyldunni. Hmm...ef foreldrarnir voru tilbúnir að taka þátt í tilrauninni er hún strax ómarktæk þar sem líkur á eðlilegu uppeldi hjá barninu sem er eftir er líklega frekar óvanalegt. Þessar tilraunir skiluðu litlu, frekar en aðrar gamlar sálfræðitilraunir um mannvonsku og kvikyndisskap mannskepnunnar - nema ef til vill að sýna fram á að við stöndum Neanderthalsmanninum enn langt að baki þegar kemur að manngæsku. En það var svo sem vitað fyrir. Að auki var börnunum oftast komið fyrir hjá nánum ættingjum og eins og vitað er þá er margt líkt með skyldum. Held því að tilfinningar séu blanda erfða og umhverfis. ‹Starir þegjandi út í loftið›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Æ, ég held ég fái mér í glas. Það setur að mér svima að lesa þessar djúpu pælingar. Skál!

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 8/8/04 00:52

Skál fyrir því Herbjörn minn ‹tekur upp spariviskíið› má ekki bjóða...

     1, 2  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: