— GESTAPÓ —
Hvað ertu að lesa?
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir
        1, 2, 3, ... 66, 67, 68  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Diotallevi 16/7/04 22:49

Baudolino eftir Eco. Gengur hægt.

Einnig The Perfect Heresy eftir Stephen O'Shea.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 16/7/04 22:53

Þú gefst ekki upp á Eco kallinum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Diotallevi 16/7/04 22:57

Ég kenni honum svosem ekki um. Frekar eigin leti.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 17/7/04 18:56

Einar Áskels bækur. Fyrir 5 ára frænda minn! Alveg satt!

‹Lítur vandræðalega í kringum sig›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 17/7/04 21:59

Já, já maður grípur stundum í seríuna af Skemmtilegu smábarnabókunum bara svona til þess að fá nostalgíuna beint í æð. Bláa kannan, Græni hatturinn, Benni og Bára, en mesta snilldin eru þó bókin um Láka jarðálf að ógleymdum Tralla á hitabeltiseyjunni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 18/7/04 00:28

Talandi um barnabækur þá gat ég aldrei lesið bækurnar um Glófaxa (minnir mig að hann heiti). Þær fóru alltaf illa í mig.

Nú er ég hinsvegar að byrja á smásagnasafni eftir J.D. Salinger sem ég keypti í dag af Hrafni Jökulssyni (auk annara bóka) og vona að verði góð lesning.

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbie 18/7/04 22:12

Einar Áskell er náttúrulega æðislegur. Sérstaklega er gaman að bleiku bókinni sem ég man ekkert hvað heitir. Þá verður pabbi hans nefnilega alveg æfur þar sem að Einar Áskell segir stanslaust ,,ég ætla bara...". Mjög gaman að lesa þá bók með leikrænum tilþrifum. Sama má segja um stóru Bangsimonbókina, þá er erfitt að ná öllum röddunum (sérlega fyrir kvenkynsraddbönd en þetta hefst svona nokkurn veginn, merkilegt nokk er Tumi erfiðari en Slapi!!). Töfrandi nostalgía - hver man ekki eftir sætabrauðsdrengnum, ævintýrum lesin á spólu með Bessa Bjarna...mmmm.... ‹Lygnir aftur augunum og gefur frá sér vellíðunarstunu›

Dr. Barbie von Mattel - YFIRLÆKNIR. . • Sendiherra Baggalúts í N-Ameríku, drottnari innfæddra þar, Forseti USA og sérleg hirðmey Júlíu miklu. Dýrkuð og dáð um aldur og eilífð.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 19/7/04 10:59

Múmínálfarnir voru alltaf í sérstöku uppáhaldi há mér og eru raunar enn ef út í það er farið. Annars liggur á náttborðinu hjá mér Glerhjálmurinn eftir Silviu Plath og í framhjáhaldi er ég að lesa glæparitið The summer that never was eftir einhvern Robinson því Það er ómissandi að lesa glæpó í sólinni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Diotallevi 19/7/04 17:51

Var að byrja á Angels & Demons eftir Dan Brown. Fyrst ég ætla að lesa þennan Da Vinci-lykil er best að byrja bara á fyrri bókinni um fræðimanninn knáa Richard Langdon.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 19/7/04 19:32

Nú er ég að lesa bókina Knife Throwing: A Practical Guide eftir Harry K. McEvoy.

Gagnleg bók.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Emperior Krizziuz 19/7/04 19:54

var að klára að lesa "Watchmen" aftur, eftir Alan Moore (víst ekki skyldur Michael). Og hann Dave Gibbons myndskreytti bókina líka svo fallega...

Ég gæti haft rangt fyrir mér, en ég gæti líka verið mamma'ðín
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 19/7/04 19:56

Hvar fékkstu Watchmen? Ég hef verið að leita að henni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Emperior Krizziuz 19/7/04 20:12

Góður félagi minn fékk hana í kaþetllu 'óhóflega spilasjúklinga og sérstakra áhugamála', gengur einnig undir nafninu Nexus

Ég gæti haft rangt fyrir mér, en ég gæti líka verið mamma'ðín
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 19/7/04 20:15

Skrítið. Ég hef litast eftir henni á þeim vanhelga stað. ‹Klæddur frakka, með kraga brettan upp, með hatt, sólgleraugu og gerviskegg›

Kannski ég þurfi að leita betur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Diotallevi 22/7/04 18:09

Ennþá að lesa Angels & Demons. Hún lofar nokkuð góðu þó mikið sé um vísindalega hugaróra um andefni o.fl. Þá ætti frekar að skrifa um kóbalt og elipton. Það hefur altént stoð í raunveruleikanum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 25/7/04 02:01

Er ennþá að dútla við Vopnin kvödd. Fékk skammtinn frá bókaklúbbnum held ég sleppi Indriða, búinn með hinar. Spögulera í að kíkja aftur á LoveStar, klárana.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 30/7/04 15:08

Vér erum að byrja á Nafni rósarinnar.

Annars væri fróðlegt að sjá stundum örstuttar umsagnir hér auk upplýsinga um hvað sé verið að lesa. Nördinn í oss tók t.d. viðbragð við að sjá minnst á andefni í tengslum við Angels & Demons (þó réttilega hafi verið bent á að kóbalt og elipton hefði verið skemmtilegra). Sérstaklega því oss fannst Da Vinci lykillinn frekar góð þrátt fyrir viss vonbrigði vegna hástemmds lofs er vér höfðum séð um hana fyrir lesturinn.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 30/7/04 15:41

Nafn rósarinnar er í einu orði sagt snilldarverk. Það er hægt að njóta hennar á mörgum levelum, allt frá einfaldri spennusögu og yfir í háfleygar heimspekilegar vangaveltur um líf og dauða. Gott er að hafa latneska orðabók við hendina eða fletta upp á latínuþýðingunum aftast.

        1, 2, 3, ... 66, 67, 68  
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: