— GESTAPÓ —
Hagyrðingafjelag Baggalútíu.
» Gestapó   » Baggalútía
     1, 2, 3, 4  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 6/7/04 14:48

Þar sem mikið er af góðum hagyrðingum hér er tilvalið að stofan fjelag utan um mannskapinn. Landbúnaðarráðuneytið mun styrkja meðlimi þess auk þess að leggja til húsnæði, pappír og ritföng sem og raunsarleg laun fyrir þá sem í stjórn eru. Mun ráðuneytið einnig borga fyrir bakkelsi og vínveitingar.
Óska ég nú eftir því að sem flestir af okkar virtustu hagyrðingum skrái sig en sjálfur mun ég gegna formennsku fjelagsins (fyrst um sinn).

Hér fyrir neðan verður síðan uppfæranlegur listi en áhugasamir geta skráð sig með nýjum innleggjum og, ef andinn kemur yfir þá, kannski einni vísu.

----------------------------------------------------------------------

Vimbill Vamban (formaður)
hlewagastiR (stórskáld og spekingur)
Voff (stórstuðlari)
Hildisþorsti (ákvæðaskáld)
Haraldur Austmann (leirberi og níðingur)
Júlía (hugsuður fyrriparta)
Dr. Barbie von Mattel (botnari fagurra botna)
Vladimir Fuckov (langt kominn lærlingur)
Goggurinn (byrjandi)
Skabbi Skrumari (hagyrðingur)
Ira Murks (níðingur)
Rasspabbi (yrkir tvírætt)
Krummo (skáldaskáld)

Barbapabbi (hirðskáld Baggalúts og vendari fjelagsins)

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 6/7/04 14:52

Vildi fegin vera með
vandinn er að yrkja.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 6/7/04 14:57

Sko þig! Þetta er nú eitthvað. Á ég að setja þig inn sem lærling?

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 6/7/04 15:00

Er laus staða/embætti fyrripartlings? Mér er ómögulegt að botna vísur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 6/7/04 15:01

Jú, afbragðs hugmynd.

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 6/7/04 15:04

Það má bæta oss við og teljumst vér væntanlega lærlingur.

Svartsýnum til uppörvunar ber hinsvegar að geta þess að oss er tekið að gruna að eigi sé hér um meðfæddan hæfileika að ræða.

Og varðandi það að botna þá er a.m.k. oss slíkt ómögulegt nema með aðstoð pappírs og skriffæra (eða sambærilegra hjálpartækja), a.m.k. enn sem komið er.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 6/7/04 15:07

Hafðu öngvar áhyggjur Vladimir. Landbúnaðarráðuneytið lætur til nóg af hjálpartækjum.

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 6/7/04 15:08

Þér eruð oss óskáldmæltum mikil og góð fyrirmynd, kæri Valdimir, þar sem vísur yðar virðast ágætur kveðskapur.
Um hinn brosmilda formann þarf ekki að fjölyrða, hann hefur nú þegar skipað sér á sess með fremstu góðskáldum Baggalútíu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 6/7/04 15:09

Vamban mælti:

Hafðu öngvar áhyggjur Vladimir. Landbúnaðarráðuneytið lætur til nóg af hjálpartækjum.

Góð tíðindi - vér leggjum til að landbúnaðarráðuneytið stofni pappírsverksmiðju.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 6/7/04 15:09

Ég þakka lofið. ‹Veifar eins og Englandsdrottning til fjöldans›

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 6/7/04 15:10

Vladimir Fuckov mælti:

Vamban mælti:

Hafðu öngvar áhyggjur Vladimir. Landbúnaðarráðuneytið lætur til nóg af hjálpartækjum.

Góð tíðindi - vér leggjum til að landbúnaðarráðuneytið stofni pappírsverksmiðju.

Það er þegar komin nefnd í málið!

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbie 6/7/04 19:11

Júlía mælti:

Vildi fegin vera með
vandinn er að yrkja.

Ljóðin kæta, lyftist geð,
lýðsins anda styrkja.

Bravó, ég er með ef ég má.

Dr. Barbie von Mattel - YFIRLÆKNIR. . • Sendiherra Baggalúts í N-Ameríku, drottnari innfæddra þar, Forseti USA og sérleg hirðmey Júlíu miklu. Dýrkuð og dáð um aldur og eilífð.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 6/7/04 19:13

Þetta er mjög gott. Þú ert með!

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbie 6/7/04 19:18

Botnari fagurra botna = er með fagran botn?? ‹Roðnar og flissar eins og smástelpa›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 6/7/04 19:18

Barbie mælti:

Júlía mælti:

Vildi fegin vera með
vandinn er að yrkja.

Ljóðin kæta, lyftist geð,
lýðsins anda styrkja.

Bravó, ég er með ef ég má.

Snillingur ertu, Barbie! ‹Dáist ógurlega að skáldskapargáfu Barbie og öfundar hana smá af hæfileikunum›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 6/7/04 19:24

Barbie mælti:

Botnari fagurra botna = er með fagran botn? ‹Roðnar og flissar eins og smástelpa›

‹Virðir afturendann á Barbie fyrir sér› Jú, mér sýnist það. ‹Blikkar Barbie›

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 6/7/04 20:43

Eftir að hafa lesið yfir ráðherra- og embættismannalistann viljum vér nota tækifærið í þræði þessum og vekja athygli á alvarlegu vandamáli. Í Baggalútíu er semsagt eigi að finna hirðskáld. Finnst oss nauðsynlega vanta slíkt og vitum vér fyrir víst að vér erum eigi einir um þá skoðun. Teljum vér þetta vera vandamál er brýnt er að leysa.

Kveðskapur um afrek ríkis vors og þegna (ríkisstjórnar) þess væri við hæfi enda af nógu að taka:

Landvinningar í Gammel-dansk
Flugnaveiðar í Hollandi (vér erum reyndar eigi alveg vissir um þetta)
Undirróðursstarfsemi í Páfagarði
Hernaðaraðgerðir í Færeyjum

o.s.frv.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 6/7/04 20:47

Ég minnist þess að við konungshjón(aleysin) auglýstum eftir hirðskáldum fyrir allnokkru.

Þú hefur lög að mæla, Vladimir, eins og alltaf. Ærin eru yrkisefnin í okkar fagra og góða ríki.

     1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Baggalútía   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: