— GESTAPÓ —
Rökfræðiþrautir
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2, 3, 4, 5 ... 100, 101, 102  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 13/8/04 15:23

Nei þetta var ekki rétt en ég er búinn að laga innsláttarvilluna.
Þurfum við nokkuð að vera rökræða þetta mikið. Er þetta ekki besta lausnin?

Hins vegar sýnist mér í fljótu bragði að fækka megi lóðunum (allavega) um eitt.

Þá: 50, 40, 15, 8, 5, 2, 1

Tek það fram að ég hef ekki reiknað þetta í hörgul. En ef rétt reynist þá yrði ég hissa á þeim kaupmanni sem nýtti þessa skiptingu. Ef rangt þá afsaka ég mig með tímaskorti eða almennri stærðfræðivankunnáttu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 13/8/04 16:37

þú færist nær og verður heitari en það skemmtilega er að það er hægt að ná þessu með aðeins 5 lóðum
(og sú staðreynd að það hefði einfaldlega verið hægt að skipta málminum í 121 bita var allavega óumdeilanlega rétt)

Gagnvarpið er komið til að vera
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 13/8/04 16:44

Hvur Lortskotinn! Ég kannski pæli í þessu betur seinna í kvöld. Næst á dagskrá er Grillveisla með öllu tilheyrandi. En óumdeilanlega er samlagningar aðferðin "besta" lausnin. Ég verð kannski eitthvað skárri eftir grillaðann lambahrygg og nokkur glös af rauðvíni. Nema einhver verði fyrri til. Þá er spurning hver á réttinn?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 15/8/04 01:18

Það má að sjálfsöguð setja lóðin á þá vogarskál sem hluturinn sem á að vikta er á? Er það ekki?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 16/8/04 12:20

jújú, það er í góðu lagi

Gagnvarpið er komið til að vera
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dr Zoidberg 16/8/04 14:05

Skemmtileg þraut

Ef ég legg mín vog á lóðaskálarnar þá er útkoman eftirfarandi:

81, 27, 9, 3, 1

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 16/8/04 16:38

Og það var rétt!
þetta er sérlega áhugaverð lota sem lóðin skipa sér í og hægt að vega gríðarlegar þyngdir með eins gramms nákvæmni með fáum lóðum. Til að mynda má vega þyngdir á bilinu 1g upp í 100 milljón tonn með einungis 30 lóðum ‹Ljómar upp›

Gagnvarpið er komið til að vera
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/8/04 16:39

Glúmur mælti:

Og það var rétt!
þetta er sérlega áhugaverð lota sem lóðin skipa sér í og hægt að vega gríðarlegar þyngdir með eins gramms nákvæmni með fáum lóðum. Til að mynda má vega þyngdir á bilinu 1g upp í 100 milljón tonn með einungis 30 lóðum ‹Ljómar upp›

Því trúi ég ekki...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/8/04 16:47

Hér er ein nokkuð slungin:

Tilvitnun:

Þrjú hús. Eitt er rautt, eitt er blátt og eitt er hvítt. Ef rauða húsið er vinstra megin við húsið í miðjunni og bláa húsið er hægra megin við húsið í miðjunni, hvar er þá hvíta húsið?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 16/8/04 17:19

jaa, það er vitanlega ótrúlegt - en spurningin er hvort það sé satt...

ég ætla að láta það nægja að kasta fram fullyrðingu og láta þér eftir að afsanna ‹hristist púkahlátri›

með eftirtöldum lóðum geturðu vegið hvaða þyngd sem er á bilinu 1- 102.945.566.047.324g með 1 gramms nákvæmni.
1 : 1
2 : 3
3 : 9
4 : 27
5 : 81
6 : 243
7 : 729
8 : 2.187
9 : 6.561
10 : 19.683
11 : 59.049
12 : 177.147
13 : 531.441
14 : 1.594.323
15 : 4.782.969
16 : 14.348.907
17 : 43.046.721
18 : 129.140.163
19 : 387.420.489
20 : 1.162.261.467
21 : 3.486.784.401
22 : 10.460.353.203
23 : 31.381.059.609
24 : 94.143.178.827
25 : 282.429.536.481
26 : 847.288.609.443
27 : 2.541.865.828.329
28 : 7.625.597.484.987
29 : 22.876.792.454.961
30 : 68.630.377.364.883

tökum nú sem dæmi að við vildum vega hlut sem er nákvæmlega 100 milljón tonn þá þurfum við að ýmist bætia lóðunum við þyngdina eða draga hana frá og enda með núll

68.630.377.364.883 + 22.876.792.454.961 + 7.625.597.484.987 + 847.288.609.443 + 31.381.059.609 - 10.460.353.203 - 1.162.261.467 + 129.140.163 + 43.046.721 + 14.348.907 - 1.594.323 + 531.441 + 177.147 - 6.561 - 2.187 - 729 + 243 - 27 - 9 + 1 = 100.000.000.000.000g = 100 milljón tonn

(hvernig er það annars með hann Bob, kann hann að tala Trinary?)

En jæja, Dr. Zoidberg á víst leikinn...

Gagnvarpið er komið til að vera
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 16/8/04 17:20

Skabbi skrumari mælti:

Hér er ein nokkuð slungin:

Tilvitnun:

Þrjú hús. Eitt er rautt, eitt er blátt og eitt er hvítt. Ef rauða húsið er vinstra megin við húsið í miðjunni og bláa húsið er hægra megin við húsið í miðjunni, hvar er þá hvíta húsið?

Í Kapítal?

Gagnvarpið er komið til að vera
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/8/04 22:38

Nei, ekki er það Kapital...og ég trúi þér að sjálfsögðu Glúmur minn...þótt ótrúlegt megi virðast...
...en var ég að rífa réttinn af Dr. Zoidberg...ef svo er þá byðst ég afsökunar...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 17/8/04 01:45

veistu það Skabbi að ég er svoleiðis handviss um að hvíta húsið er í Kapítal (áður þekkt sem sameinaðar sýslur suðurhluta norður ameríku). Þar stendur það ekki langt frá kapítol hæð í Washington héraði Kólombíu nánar tiltekið, sem er, merkilegt nokk, capital Kapítals... ‹Aalch, tulnguhnudul, hlad veldul elvitt ad loðha hlennan›

Gagnvarpið er komið til að vera
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dr Zoidberg 17/8/04 08:03

Þér er firirgefið Skabbi. En ég giska á að hvíta húsið sé í miðjunni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/8/04 09:13

Dr Zoidberg mælti:

Þér er firirgefið Skabbi. En ég giska á að hvíta húsið sé í miðjunni.

Það er í miðjunni, þessi var virkilega erfið ‹glottir út í annað›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 17/8/04 14:10

Þetta var svo augljóst að vér óttuðumst einhverja fáránlega gildru og svöruðum því eigi ‹Veltir fyrir sér hversu sannfærandi þessi afsökun sé›

Mun meira gaman er af flóknum þrautum á borð við þá er Glúmur leysti (3121 hneta). Hinsvegar finnst oss sú þraut eiginlega eigi fullleyst fyrr en fram kemur hver meðalstærðin á þessum hnetum var því ef þær voru mjög smáar er 3121 + N x 15625 þar sem N er heiltala stærri en 0 líklegri lausn en 3121.

Ástæðan er sú að hafi hneturnar verið afar smáar (t.d. 0,5 cm í þvermál) var hnetustaflinn einungis rúmlega 7x7x7 cm að stærð og hæpið að farið væri að eyða svona miklu púðri á að skipta slíkum smámunum nákvæmlega.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 25/8/04 15:48

Mig grunar að Dr. Zoidberg sé grunlaus um að honum beri að kasta fram þraut...

Gagnvarpið er komið til að vera
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dr Zoidberg 7/9/04 21:11

Glúmur mælti:

Mig grunar að Dr. Zoidberg sé grunlaus um að honum beri að kasta fram þraut...

Mér er nú orðið ljóst um skildur mínar og bið ég alla viðstadda margfaldlega afsökunar á þeirri bið sem þeir hafa mátt þola sökum fjarveru minnar.

Þessi þraut sem ég varpa nú fram er e.t.v. ekki þrungin jafn miklu talnaflóði eða jafnmikilli algebru og er við hæfi á þessum þræði en ég læt samt vaða.

Hverskonar mál eru á mindunum?

        1, 2, 3, 4, 5 ... 100, 101, 102  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: