— GESTAPÓ —
Áhugverðir tenglar.
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 11/6/04 09:53

Þar sem þagnar Baggalútíu eru allir einstakir fræðimenn, hver á sínu sviði, og sjóaðir tölvunotendur og veraldarvefsflakkarar miklir, datt oss í hug að frólegt væri að þeir deildu með sér áhugaverðum tenglum sem þeir kynnu að hafa rekist á.

Er það von mín að fólk deili hér með sér tenglum á áhugavert efni t.d. góðan húmor, áhugaverðar umræður, fræðilegar greinar, ótrúleg fyrirbæri, einstakar myndir, vísindalegar uppgötvanir, kóbalt, skonsuuppskriftir, leynilegar upplýsingar um Færeyjar og gott flipp (innan skynsamlegra marka) svo eitthvað sé nefnt.

Vér vonumst ennfremur til að fólk sjái sóma sinn í því að byrta ekki tengla inn á eftirfarandi efni:
Klám, Warez, Spam, Ofbeldi og viðbjóð, Smekkleysu og lágmenningu, Stjórnmálaumræður, Falsmiðla og H***.*s.

Einnig er það von oss að menn sjái sér fært að skrifa stutta umsögn um þann tengil sem þeir setja inn okkur hinum til glöggvunar.

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 11/6/04 10:00

http://www.wulffmorgenthaler.com

Wulff og Morgenthaler eru án efa tveir af fyndnustu mönnum sem halda úti vefsíðu á Netinu. Þeir eru svo fyndnir að þeim fyrirgefst jafnvel að vera Danskir. Teiknimyndasögur þeirra eru einstakar, veraldlegar, súrrealískar og oft ansi heimspekilegar. Skoðið einnig "Albino with crayons".

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 11/6/04 10:22

Vér mælum með að þeir er áhuga hafa á að kynna sér hugarheim kristinna hægrimanna í Bandaríkjunum kynni sér vandlega efni síðunnar http://www.landoverbaptist.org/

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/6/04 13:44

Ég mæli með heimasíðunni http://www.baggalutur.is þar fæ ég allt sem ég þarf...svo er svarti folinn nokkuð góður, vantar samt að uppfæra hann oftar... http://www.simnet.is/svartifolinn/

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 11/6/04 19:39

http://www.strindbergandhelium.com/ er nú sæmilega áhugaverður vefur til afþreyingar.

Skrifandi undir síðan 2004
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 11/6/04 20:03

Þeir Gestapógestir er vilja lesa óendanlega mikið af póstmódernískum, fræðilegum textum geta farið á

http://www.elsewhere.org/cgi-bin/postmodern/

Textarnir eru að vísu eigi samdir af Homo Sapiens heldur búnir til af tölvuforriti er byggt er ofan á sk. "Dada Engine" (viðeigandi nafn) en vér sjáum að vísu engan mun á þessum textum og "alvöru" póstmódernískum textum ‹Flýr ofan í loftvarnarbyrgi viðbúinn loftárásum strangtrúaðra póstmódernista›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 19/6/04 13:07

Dada-vélin er hrein snilld.

Ég mæla líka með þessari síðu, þar sem sambærilegt forrit býr til söngtexta handa þeim svartklæðu, svokallað 'Random Goth Lyric Generator':

http://scribble.com/dghq/gothlyric/

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 19/6/04 19:35

Fullkomnasti gagngrunnur allra tíma er www.imdb.com og ekkert múður!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 21/6/04 12:09

Hann er kannski sá fullkomnasti, en sá nytsamasti er þessi hérna:
http://www.newadvent.org/cathen/

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 6/7/04 12:46

http://www.plug-pray.org/ENG/Home.html

Trúarlegur hugbúnaður og vírusvörn fyrir þá sem vilja skipta um trú.

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 6/7/04 19:06

http://www.nichtlustig.de/main.html

Til gagns og gamans fyrir spaugsama þýskuunnendur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 7/7/04 17:25

Þetta er einn mjög áhugaverður tengill frá fyrrum nemanda mínum.

http://maddox.xmission.com

Hérna er eins snilldargrein um Sigurð "Ísmann" Pétursson. í "a tribute to real men"

Captain Petursson, the skipper of a trawler named "Erik the Red," was watching his crew gut some fish one day when he saw a shark swimming towards them. Did he grab his skirt and run screaming like some nancy-boy? Hell no! He ran alright, right into the water, grabbed the 660 lb (300 kg) shark by its tail, dragged it to land and MURDERED IT WITH HIS KNIFE!!*$# Holy shit!

Although he's called the "Iceman," I have no doubt this man was born and raised a pirate. How can he not be? He probably eats rocks and shits gun powder. If he were any manlier, he'd start a website where he lambasted morons who emailed him on a daily basis. Captain Petursson is a real man in every sense of the word.

Ég hef kennt þessum strák vel.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 11/7/04 18:05

Þar eð mikið er hér af áhugafólki um gjöreyðingarvopn, geimferðir og geggjaðar hugdettur mundum vér allt í einu eftir þessari síðu:

http://www.aardvark.co.nz/pjet/

Oss hafði lengi verið ljóst að sumu fólki getur dottið í hug að framkvæma lítið eitt óvenjulegar hugmyndir í bílskúrnum heima hjá sér en það sem þarna má sjá slær flest út er vér höfum séð enda lenti viðkomandi í vandræðum er yfirvöld (og einnig Bandaríkjamenn) fengu veður af áformum hans. Eigi að síður hefur hann haldið áfram.

Einnig viljum vér vekja sérstaka athygli á tenglunum á síðunni en þar má finna margt merkilegt, m.a. barstól er knúinn er áfram af e.k. eldflaug (! !).

‹Fer út í bílskúr og heldur geimskipssmíðinni áfram›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 11/7/04 19:28

Þetta er mögnuð síða hérna.

http://leibbi-comix.blogspot.com

Póstrómantískar og framúrbyggjandi súrrealískr.

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 11/7/04 21:04

Ertu nokkuð skyldur Ted Bundy Leibbi? Annars er þetta ágætt hjá þér þó mér þyki það sýnt að þú hafir einhverntímann verið "royaly fucked over" af fulltrúa kvenþjóðarinnar og sért greinilega enn að vinna úr þeim sálarflækjum sem sá atburður olli.

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 11/7/04 22:28

Mér finnst bara vefur Leibba fara svo rækilega yfir strikið, að maður getur bara ekki annað en hlegið mikið að þessu, og þá síst hvernig hann t.d. blandur knattspyrnufélaginu Fram og Akranesi inn í sinn sjúklega hugarheim.

Ég væri samt ekki til í að læsast inn í rafmagnslausri lyftu með Leibba yfir heila helgi..þið skiljið? ...hmmm?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Amma Hlaun 11/7/04 23:01

Það má nú ekki gera lítið úr listrænum hæfileikum Leifs þó vissulega sé myndefnið og orðaforðinn honum til skammar. Teiknaðu nú eitthvað fallegt fyrir mig Leifur minn.

Það er raun að vera amma í raun.
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: