— GESTAPÓ —
Bíómyndaglápið
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3 ... , 48, 49, 50  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 7/9/08 00:57

Norsarar sýna núna The Eagle Has Landed. Hreint ekki amlegt að hafa Donald Sutherland og Michael Caine í sömu mynd.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 7/9/08 01:16

Ég var að enda við að horfa á Amazon women on the moon.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 7/9/08 01:21

Ég ætla að fara að sofna yfir Pirates of the Carabien eins og venjulega...

merkilegt nokk hef ég aldrei séð þessar myndir til enda því ég sofna... alltaf.

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 7/9/08 01:37

Rattati mælti:

Ég var að enda við að horfa á Amazon women on the moon.

Maður þyrfti að sjá það aftur við tækifæri.

Annars var myndin að klárast. Í kreditlistanum kom fram að Robert Duvall er líka í henni. Ég þekkti hann hins vegar ekki þar sem hann er ungur, og með lepp fyrir auga.

Einnig sá ég annað kunnuglegt nafn - Donald Pleasance, sem leikur Heinrich Himmler. Hann er auðvitað þekktastur fyrir að hafa leikið annað illmenni, Ernst Stavro Blofeld, í einni Bondmyndinni.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 9/9/08 22:01

Upphafsatriðið í Amazon Women On The Moon með Arsenio Hall er tímalaus snilld. Önnur góð mynd í svipuðum dúr, eða svona rugl-sketsaræma er t.d. The Groove Tube, sem er kannski frekar sjladgæf, en skemmtileg er hún og kannski búta úr henni að finna inn á You Tube, annað væri ekki tilhlýðilegt...

Að kjósa Sjálfstæðisflokkinn er ekkert annað en merki um gegndarlaust ósjálfstæði.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 25/9/08 10:42

Ég fór og horfði á „Who killed the electric car“ í HR á þriðjudaginn.

Fín mynd, og ólíkt því sem maður hefði búist við þá var það ekki þjónninn sem drap 'ann.

Í sjálfskipaðri útlegð frá skerinu um óákveðinn tíma.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 26/9/08 03:14

Nú er kvikmyndahátíðin hafin í Reykjavík. Mér var gefinn passi á ótakmarkað magn af myndum og ætla ég að nýta hann til hlýtar!

‹Stekkur hæð sína›

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Var að enda við að horfa á eldri útgáfuna af kvikmyndinni "A streetcar named desire". Fannst hún koma rosalega á óvart og þótti mér það athyglisvert hversu myndarlegur hann Marlon brando er. Ekki brást Vivien Leigh mér með ótrúlega ýktum karakter.
Henni tókst líka stundum að fara undir skinnið á mér.
‹Klórar sér í höfðinu›

Barónessan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 8/10/08 00:32

Það var kannski ekki bíómynd en ég var að horfa á Jeeves & Wooster. Óborganlegir þeir félagarnir!

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 30/10/08 00:34

Nú er ég að horfa á kvikmyndina MASH. Hún er skítsæmileg. Ég var búinn að gleyma því að Suicide Is Painless var skrifað sem þemalag myndarinnar. 14 ára sonur leikstjórans skrifaði texta lagsins, skemmtilegt nokk.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 30/10/08 02:44

Nú var ég að horfa á atriðið úr Paris, Texas á Þútúbunni. Þeir sem hafa séð myndina vita væntanlega hvaða atriði ég á við.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 10/11/08 11:50

Í gær, þegar ég hefði átt að vera að stjórna hagyrðingamóti (sem ég steingleymdi), horfði ég á kvikmynd sem heitir Southland Tales. Reyndar horfði ég ekki á hana alla, því þrátt fyrir góðan vilja entist mér ekki sjálfspíningarhvötin til þess. Þetta er nefnilega ein alversta kvikmyndarómynd sem ég hef nokkurn tímann séð. Ef ég ætti að lýsa henni með einni setningu, þá væri hún líklega þessi: „Illkvittnislegur brandari á kostnað áhorfandans“.

Mikið væri nú gaman að fá þessa tvo tíma (já, þetta ógeð er hundlangt í þokkabót) sem ég eyddi í þessa ömurlegu þvælu til baka.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Annrún 10/11/08 12:25

Ég fór á nýjustu Bond myndina um helgina, ótrúlegt en satt þá varð ég fyrir vonbrigðum, kannski ég hafi verið búin að gera mér of miklar vonir fyrir hana en já, vonbrigði.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 10/11/08 21:01

Í gær asnaðist ég til að horfa á Executive Decision með frúnni. Mér tóxt að finna tvo ljósa punkta við myndina; Steven Segal drepst snemma í myndinni og svo prýðir Halle Berry skjáinn um stund.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 10/11/08 22:22

Ég var að skima aptur í gegnum Koyaanisqatsi. Mikið skelifng er það góð mynd.

http://www.youtube.com/watch?v=LFBijDU8PpE

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 10/11/08 22:24

Mmm - sammála síðasta ræðumanni.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 10/11/08 22:31

Hún er máski betur viðeigandi nú en opt áður, væri ekki ráð að koma á fót undirskriftasöfnun, til að fá hana sýnda á Rúv?

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 11/11/08 01:52

Ég var að horfa á National Treasure: Book Of Secrets.

‹Roðnar›

Hata svona tíserdæmi. Kannske gerum við aðra mynd, kannske verður þetta plottið...hvað stóð á blaðsíðu 47?

‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
        1, 2, 3 ... , 48, 49, 50  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: