— GESTAPÓ —
Bíómyndaglápið
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3, ... 48, 49, 50  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 16/4/04 11:28

Sjónvarpið lítur ekki á kvikmyndir sem menningarfyrirbæri, fyrir þeim eru kvikmyndir hið sama og kartöflur sem skemmast með tímanum.

Sjónvarpið er altof upptekið af því að vera í samkeppni við hinar stöðvranar og heldur að rétta leiðin sé að sýna eingöngu allra nýjustu myndirnar.
Að mínu mati er meira en helmingur allra nýrra kvikmynda í dag argasta sorp...

En, Baggakrakkar, takið þátt í spjallinu! Hvað var verið að glápa á?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 16/4/04 12:39

Baggakrakkar? Hvað um það, kíkið á Doctor Sleep. Fínasta afþreying.

Það er ekkert sem getur ekki stöðvað mig!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 16/4/04 13:05

Má ég þá frekar biðja um Sjónvarp næstu viku sem var á RÚV í gamla gamla gamla daga

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 16/4/04 13:35

Þið haldið kannski að Kill Bill myndirnar verði settar báðar í fastar sýningar í næstu viku. Svo er nú aldeiis ekki! Lítill kettlingur hvíslaði því að mér að slíkt mundi hafa slæm áhrif á útleigu á nýútkominni myndbandaútgáfu fyrri myndarinnar. Því verður eingöngu blásið til einnar slíkarar sýningar kl. 20:00 næsta þriðjudagskveld í bíói því er við Smára er kennt. Ég brá mér niður í Nexus í hádeginu og festi kaup á 2 miðum með mikilli áfergju. Miðaverðið er kr. 1500 og ég mundi barasta drífa mig niður í Nexus ef ég væri þú...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 16/4/04 19:24

En þú ert ekki ég.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 16/4/04 19:33

Nei, hvaða vitleysa, ég er þú! Hvað er verið að glápa á nú um stundir?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 16/4/04 19:37

Ívar Sívertsen mælti:

Má ég þá frekar biðja um Sjónvarp næstu viku sem var á RÚV í gamla gamla gamla daga

Með Magnúsi Bjarnfreðssyni? Já, það var þáttur sem horfandi var á - afbragðs afþreying!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 16/4/04 19:42

Nei, var það ekki Ólafur Ragnarsson og lagið þarna með leiðinda-lyftusveitnni Sky?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Konstantín 16/4/04 21:42

Mögulega

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/4/04 17:25

Ég horfði á frábæra mynd í gærkveldi á Sýn af öllum stöðvum...

Það var myndin "The Gods must be crazy"

Annars fyrir þá sem hafa ekki séð myndina, þá mæli ég eindreigið með henni...þetta eru í raun þrjár sögur sem allar gerast í Afríku, nánar tiltekið í Botsvana, um búskmann sem fær flöskusendingu frá himnum, um líffræðing sem safnar saman skít úr fílum og svo um valdaránstilraun andstæðinga forsetans...síðan fléttast allar þessar sögur saman í allsherjar ánægju...var að sjá þessa mynd í þriðja skiptið og hlæ alltaf jafn mikið að henni. Þó þetta sé gamanmynd er undirliggjandi boðskapur sem hrífur líka, en það eru tengsl búskmannsins við náttúruna...
frábær mynd...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 17/4/04 17:33

Já, þetta er hræðilega fyndin snilldarmynd eftir S-Afríkumanninn Jamie Uys. Maður verður bara að líta framhjá öllu kynþáttahatrinu í henni...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/4/04 17:41

Tinni mælti:

Já, þetta er hræðilega fyndin snilldarmynd eftir S-Afríkumanninn Jamie Uys. Maður verður bara að líta framhjá öllu kynþáttahatrinu í henni...

Þegar ég horfði á hana fyrst þá vissi ég ekki hvað kynþáttahatur var, þannig að eftir það hef ég ekki tekið eftir því...hvaða kynþáttahatur meinarðu annars?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 17/4/04 21:39

æi, þetta dulda kynþáttahatur var kannski meira áberandi í "Funny People" myndunum þar sem vitgrannir blökkumenn voru látnir reyna að fljúga úr tré og þar fram eftir götunum...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 18/4/04 13:54

Var rétt í þessu að ljúka við að horfa á myndina „Extraordinary Leauge og Gentlemen“ með Sean Connery í aðalhlutverki. Veit eiginlega ekki af hverju þessi mynd var gerð nema kannski til að hala inn peninga út á nafn Skotans. 12 ára drengjum sem horfðu með mér þótti hún sosem allt í lagi en ekkert meira en það.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 18/4/04 14:03

Já, League of..þarrna bla‹nenni ekki einu sinni að skrifa titillinn› er svona dæmi úm fína hugmynd sem bara gengur ekki upp. Menn alltof uppteknir af því að útfæra flott tækniaatriði þannig að öll dramatísk uppbygging kaffærist...

Annars sá ég frönsku ræmuna "Brotherhood of the Wolf" í RUV á föstudaginn og var mjög hrifinn, enda velheppnuð blanda af hasar, drama, hryllingi og góðri tæknivinnslu. Geðveik mynd sem þið ættuð endilega að tékka á ef þið hafið missta af henni....

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/4/04 14:11

Ég horfði á The Man Who Knew Too Much eftir Hitchcock í gær. Myndin olli mér vonbrigðum. Þetta var endurgerð Hitchcocks á eigin mynd og var James Stewart í aðalhlutverki. Spennuelementið var ekki nógu virkt, takturinn skrikkjóttur. Samt skárra en flest annað nú til dags.

Bræðralag úlfsins var fín frönsk spennumynd. Sá hana í bíó. Frakkar mættu gera meira af svona myndum í stað þess að týna sér í tilgerðarlegu listrænu prumpi sem öllum er sama um nema einhverju liði sem hefur fengið þá flugu í höfuðið að það líti út fyrir að vera gáfulegt ef það þykist líka og skilja slíkt frat.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 18/4/04 14:19

Ég er þér algjörlega sammála varðandi Bræðralag úlfsins, þetta er eitthvað svo nýr og ferskur tónn hjá frökkum...

En, fílaðirðu ekki einu sinni hið magnaða endaatriði í "The Man Who Knew Too Much"?. Mér fannst hún mjög spennandi þegar ég sá hana einhverntímann in the 80´s, reyndar á einhverju Hitchcock-retrói í Laugarásbíó...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/4/04 15:16

Nei, hún virkaði ekki sem skyldi. Mér skilst að eldri útgáfan eigi að vera mun betri og ætti ég að leita að henni.

        1, 2, 3, ... 48, 49, 50  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: