— GESTAPÓ —
Hirðskáld óskast
» Gestapó   » Baggalútía
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 15/4/04 18:14

Þegar ég var að glugga í Heimskringlu um daginn varð mér allt í einu ljóst að engin skáld eru starfandi við hirðina. Reynar er engin eiginleg konungshirð (hvað þá drottningarhirð), sem er hreint hneyksli.
Hingað til höfum við konungurinn reynt að hafa ofan af hvort fyrir öðru þegar kvelda tekur og skyldustörfum dagsins lýkur, en nú er mál að virkja fremstu listaskáld þjóðarinnar, trúða, eldgleypa, gígjugaura og blístrublásara til starfa.

Vel ort lofkvæði og mansöngvar verða vel launuð, en níð og klám er vinsamlegast afþakkað.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 15/4/04 18:18

Stórfengleg hugmynd.

Hér á Gestapó eru að sjálfsögðu miklir Skáldjöfrar á borð við Skabba Skrumara og Barbapabba.

Það væri nú fallegt ef þeir gætu barið saman drápu okkur til dýrðar. Þó má lofið ekki vera í slíkum mæli að það sé háð en eigi lof. Hver sá sem skrifar háðungslega Höfuðlausn yrði að sjálfsögðu afhausaður.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 15/4/04 18:19

Einn, tveir og pant ekki!

Það er ekkert sem getur ekki stöðvað mig!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Sigurdur 15/4/04 20:39

Ég skal taka það að mér, þó svo ég sé afleitt skáld, ég verð eins og Óðríkur Algaula

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 15/4/04 20:39

Sendu inn kvæði, sjáum svo til hvort þú heldur höfðinu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 15/4/04 21:18

Heyrðu mig.

Júlía mælti:

Þegar ég var að glugga í Heimskringlu um daginn varð mér allt í einu ljóst að engin skáld eru starfandi við hirðina.

Hve margar ungar dömur glugga í Heimskringlu nú til dags.

‹Fær aðdáunarglampa í augun.›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 15/4/04 21:26

Hakuchi mælti:

Heyrðu mig.

Júlía mælti:

Þegar ég var að glugga í Heimskringlu um daginn varð mér allt í einu ljóst að engin skáld eru starfandi við hirðina.

Hve margar ungar dömur glugga í Heimskringlu nú til dags.

‹Fær aðdáunarglampa í augun.›

Áttu við að Heimskringla sé ekki á náttborði allra ungra kvenna? ‹rekur upp stór augu›

Öll skrif Sturlunga eru mér mjög að skapi, þeir frændur Snorri, Sturla og Ólafur voru allir orðhagir menn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 15/4/04 21:27

Ja hérna hér. Þetta er stórmerkilegt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 15/4/04 22:37

Ég legg til að höfðinginn hann Enter verði gerður að hirðskáldi Baggalútíu.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 15/4/04 23:29

Barbapabbi og Mjási bera höfuð og herðar yfir önnur skáld hér á Baggalútíu.
Svo eru þeir hlewagastiR og Smali einnig sleipir.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 15/4/04 23:47

Herbjörn Hafralóns mælti:

Barbapabbi og Mjási bera höfuð og herðar yfir önnur skáld hér á Baggalútíu.
Svo eru þeir hlewagastiR og Smali einnig sleipir.

Ég er sammála síðasta ræðumanni...ég hélt óopinbera keppni í botnagerð hér fyrr á árinu, það má sjá sleggjudóma mína hér: http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?t=1707

Mjási og hlewagastiR mættu ekki til leiks, en þeir hafa oft sannað sig og Smali er frábær þó honum hafi ekki tekist vel til hér (að mínu mati).

Ég er á því að Barbapabbi sé færastur í flestum tegundum vísna, enda fékk hann nafnbótina friðargæsluliði Kveðist á ekki út á fagurt útlit...

Annars hef ég tekið eftir að margir af þeim sem kíkja á Kveðist á mæta lítið á önnur svæði, en þá er bara að láta þá vita...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/4/04 00:47

Barbapabbi er byrjaður...engin þörf að kvarta meðan blessað skáldið kveður.

http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?t=2044

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 16/4/04 13:23

Mér finnst að það ætti líka að vera samið um mig... og Mosu ef hún vill gerast keisaraynja mín.

Mikill Hákon • Keisari Baggalútíu • Eigandi sálar Vambans • Sendiherra Baggalútíu í Afríku
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 16/4/04 13:45

Ég held að það væri viturlegra að krýna sérstakt Lárviðarskáld eða "Poet Laureate" eins og Ted Hughes hjá bresku krúnunni. ‹Reyndar skammarlegt til þess að vita vegna þess að hann barði Sylviu Plath eins og harðfisk...›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 16/4/04 13:47

Hvað ef það væri bara ein sameiginlega Keisara/konungs -og forsætishirð?

Mikill Hákon • Keisari Baggalútíu • Eigandi sálar Vambans • Sendiherra Baggalútíu í Afríku
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 16/4/04 15:19

Því að hafa bara eina hirð, þegar hægt er að hafa þrjár?
Grimmileg samkeppni gæti verið á milli, við gætum farið í opinberar og óopinberar heimsóknir. Við skulum ekki fara að spara okkur öllum til ama og leiðinda.

Svo vil ég líka hafa hann Hakuchi svoldið útaf fyrir mig. Þú munt eiga fullt í fangi með Ormlaugu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 16/4/04 15:43

Júlía mælti:

Svo vil ég líka hafa hann Hakuchi svoldið útaf fyrir mig.

‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 16/4/04 15:52

Mikill Hákon mælti:

Hvað ef það væri bara ein sameiginlega Keisara/konungs -og forsætishirð?

Ég á alveg nóg með þær Leiu prinsessu og Sirrý, get ómögulega verið að bæta við fleirum og það er alveg vita vonlaust að ætla að deila þeim með öðrum, þær eru orðnar svo hændar mér að það hleypur að þeim styggð í viðurvist annara. Þó væri ég reiðubúinn að bæta við "blómastúlkum" sem dönsuðu á undan okkur og dreifðu rósahnöppum við hvert fótmál okkar. fannst þetta svo tilkomumikið hjá Ingibjörgu Sól þarna í síðustu kosningarvöku. ‹Roðnar og flissar eins og smánykur›

Krónprins & Forsætisráðherra Baggalútíu • Baggalútíu allt!
     1, 2  
» Gestapó   » Baggalútía   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: