— GESTAPÓ —
Sanna undantekningar reglurnar?
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 2/4/04 14:22

Júlía mælti:

En það eru til undantekningar sem sanna regluna.

Er þessu frasi ekki bara bein þýðing á 'the exception proves the rule'? Fáir vita það, en í enska frasanum er orðið 'prove' í aðeins eldri merkingu og heppilegra væri að þýða það sem 'reyna' eða jafnvel 'prófa' frekar en 'sanna'.

En því miður held ég að of seint sé. Undantekningar halda áfram að sanna reglurnar þrátt fyrir það, að það meikar alls ekki sens.

‹Dæsir mæðulega og starir út í loftið; Júlía tekur til orða ...›

Júlía mælti:

Tja...þetta orðatiltæki hefur löngum verið mér og mínum tamt, og þykir þó mitt slekti allt fornt í skapi og máli.
Hvað segja góðir íslenskumenn? Er þetta enska?

Hvað segið þið?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 2/4/04 14:41

Rökfræðilega gengur það ekki upp að undantekningin sanni regluna. Undantekningar eru yfirleitt eitthvað sem stemmir ekki við það almenna. Ekki nema reglan geri ráð fyrir að hvorutveggja meginreglan og undatekningin frá henni sé reglan. Ryfjum upp Mendel og baunirnar. Víkjandi erfðir og ríkjandi. Þar eru einstaklingarnir sem hafa einungis víkjandi arfgerð víkjandi en þeir sem eru með ríkjandi arfgerð ríkjandi. En þar voru undantekningarnar hluti af reglunni og þar með sönnun hennar (kenning Mendels hefði fallið um sjálfa sig ef engir einstaklingar hefðu verið með víkjandi einkenni).

Undantekningin getur því ekki sannað regluna nema því aðeins að reglan geri sjálf ráð fyrir að undantekningar eigi sér stað. Og jafnvel þá þarf sönnunin á reglunni sjálfri að vera nægileg og byggð á skilgreindu orsakasamhengi. Hver kannast ekki við brauðið og mermelaðið og árátt brauðsins til að lenda á smurðu hliðinni. Það að brauðið lendi oftar smurðu hliðinni en þeirri ósmurðu er samt ekki rökfræðilegar skýringar fyrir þvi.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 2/4/04 15:04

Ja hér, aldrei hafði mér dottið í hug að þessi væri merking frasans, eins og það liggur nú beint fyrir. Hvað sem mínu hugmyndaleysi líður er ég feginn því að hafa fengið góða útskýringu á frasanum sem hefur einmitt farið innilega í taugarnar á mér.

Sú túlkun sem ég lagði í þennan frasa væri sú að þetta væri nokkuð sem maður segði í vissri kaldhæðni eða léttúð og gæfi til kynna að ekki væri um hávísindalega kenningu að ræða.

Undantekningin sem sannar regluna. Nú er regla hins vegar ekki kenning. Gæti verið að hér sé átt við frávik frá einhverju normi sem sanni nauðsyn þess að setja reglu? Til dæmis eins og að fæst okkar höfum það í okkur að drepa náungann, en nokkrar undantekningar eru þar á og sannar það nauðsyn reglunnar um að banna morð. Bara hugmynd.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 2/4/04 15:58

Hakuchi mælti:

Sú túlkun sem ég lagði í þennan frasa væri sú að þetta væri nokkuð sem maður segði í vissri kaldhæðni eða léttúð og gæfi til kynna að ekki væri um hávísindalega kenningu að ræða.

Já, og sú túlkun er algengt í dag, líka á ensku. Þú lýsir notkun þess frasa mjög vel, Hakuchi.

Það skrýtna (eða jafnvel nokkuð óþolandi fræðilega) er að enski frasinn 'the exception proves the rule' þýddi upprunalega að undantekningar reyndu regluna, eins og maður reyni ís. Ísinn heldur eða ei. Reglan er sönn eða ei. Þetta kemur strax í ljós.

En síðan hefur helsta merking orðsins 'prove' breyst í 'sanna', og þessi þróun hefur komið niður á merkingu og notkun frasans á ensku.

En frasinn á íslensku felur ekki í sér þessa tvíræðni. 'Sanna' merkir aðeins 'sanna', og þess vegna hvarflar að mér að íslenski frasinn sé þýddur beint úr ensku, meira að segja eftir að yngri merking orðsins 'prove' (sanna) yrði algeng. Þannig að íslendingar sitja uppi með frasa sem er svo órökréttur að aðeins sé hægt að nota hann í kaldhæðni.

Eða hvað finnst ykkur? Hversu gamall getur þetta orðatiltæki verið í íslensku, og getum við ímyndað okkur annan og íslenskari uppruna þess?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 2/4/04 16:05

Þetta dæmi fann ég í ritmálssafni Orðabókarinnar, frá miðri 20. öld:
Máltækið segir, að undantekningin staðfesti regluna.
Í dæmi frá fyrri hluta 19. aldar segir:
Öll regla hefir sína undantekníng.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 2/4/04 16:14

Hvernig var nú aftur brandarinn: "Í Seðlasafni Orðabókar Háskólans fann ég þennan fimm þúsund krónu seðil og stakk honum á mig. Góðar stundir".

Nei grínlaust þá hljóta þau dæmi sem eru yfirgnæfandi í fjölda að gefa okkur einhverja reglu. Hin fáu sem ekki eru eins eru þá undantekningin. Dæmi: Flestar kókdósir innihalda kók. Ef maður keypti kókdós sem myndi innihalda appelsín þá væri það undantekning. En það myndi ekki vera sönnun á reglunni "flestar kókdósir innihalda kók". Ein og sér, fyrir þann sem ekki veit betur, er þetta þvert á móti sönnun fyrir reglunni "flestar kókdósir innihalda appelsín".

Auðvelt ekki satt Forspjallsvísindin, motherf***ing forspjallsvísindin. Loksins eru þetta helvítis heimspekibull að virka Gefur frá sér vellíðunarstunu eftir velheppnaða rökstudda ályktun.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 2/4/04 16:20

Júlía mælti:

Þetta dæmi fann ég í ritmálssafni Orðabókarinnar, frá miðri 20. öld:
Máltækið segir, að undantekningin staðfesti regluna.
Í dæmi frá fyrri hluta 19. aldar segir:
Öll regla hefir sína undantekníng.

Áhugavert. En finnst þér merkingar dæmisins og máltækisins sambærilegar?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 2/4/04 16:24

Já, mér finnst sama merking, aðeins blæbrigðamunur. ‹Starir þegjandi út í loftið› Þetta krefst frekari íhugunar og yfirlegu...líklega verð ég að fresta ferðinni til Tahiti um einhverja daga.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 2/4/04 16:25

Spurning um að skella sér til Haiti í staðinn :-) .

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 2/4/04 16:45

Önnur kenning.

Samkvæmt Oxford English Dictionary var frasinn upprunalega lengri og frummál frasans latína:

exceptio probat regulam in casibus non exceptis

Undantekningar staðfesta regluna fyrir öll tilfelli sem eru ekki undanskilin.

Öðrum orðum sagt: með því að segja, ókei, reglan gildar ekki hér og hér, staðfestum við að reglan er góð og gild almennt, í öllum tilfellum þar sem við tökum ekki skýrt fram að reglan sé ekki gild. Þetta er allt saman úr lögbókum:

Tilvitnun:

1640 G. WATS Bacon's Adv. Learn. VIII. iii. Aph. 17 As exception strengthens the force of a Law in Cases not excepted, so enumeration weakens it in Cases not enumerated.

En næstum því strax fór fólk að nota styttri gerð frasans:

Tilvitnun:

1662 J. WILSON The Cheats Pref., I think I have sufficiently justify'd the Brave man even by this Reason, That the exception proves the rule.

Títillinn hér er athyglisverður: Svíndlarnir. Gefur einmitt í skyn að hér hafi mál lögmanna verið misnotað viljandi. Allavega í 1837 þótti frasinn í nútíma merkingu bæði algengur og furðulegur:

Tilvitnun:

1837 GEN. P. THOMPSON Exerc. (1842) IV. 243 With a view of making (according to another of the expressions which I have heretofore found puzzling) one of those exceptions which confirm the rule.

Í þess ljósi virðist mér að íslenski frasinn sé þýðing annaðhvort á 'exceptio probat regulam' eða 'the exception proves the rule'. Jafnvel á einhverjum dönskum frasa sem ég kannast ekki við.

Hverjir er góðir í dönsku? Eða lögfræði?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 2/4/04 17:23

Ja, nú væri gott ef hin danskættaða nafna mín, Julie, væri hér á meðal vor.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 5/4/04 10:36

Tilvitnun:

Mosa frænka segir: Hverjir er góðir í dönsku? Eða lögfræði?

Ég kann smá í báðu (Hafið eftir mér: "Pengeskyld er bringeskyld, men ikke henteskyld"). Kannast ég þó ekki við neinn danskan frasa í þessa veruna.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 17/4/04 14:39

Vér höfum ákveðið að pósta hér rökfræðilega mótsögn er vér bentum á í öðrum þræði en sú umræða á betur heima hér:

Skv. reglunni "engin regla er án undantekninga" hljóta að vera til undantekningar frá reglu þessari, þ.e. reglur sem eru án undantekninga því ef regla þessi væri án undantekninga væri hún þar með orðin ósönn. Þar með eru til reglur er eigi uppfylla þessa reglu. Er hér áhugaverð mótsögn á ferðinni.

Hitt er svo annað mál að eigi skiptir ofangreint máli sé sú merking lögð í umræddan frasa er Mosa benti á að væri hin upprunalega.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 30/4/04 13:01

Góður punkur, Vladimir. Takk fyrir.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Sigurdur 14/5/04 23:22

En er ekki mögulegt að þessi regla sé undantekning frá sjálfri sér?

» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: