— GESTAPÓ —
Hver er Biskupinn ?
» Gestapó   » Baggalútía
     1, 2, 3, 4, 5, 6  
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
EyjaSkjeggur 1/4/04 00:54

Hver er Biskup Bagglútíu ?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 1/4/04 09:04

Svona upplýsingar er best að finna á forsíðu embættis og ráðherralistaþræðinum hér að ofan

eins og er þá er enginn eiginlegur biskup heldur er embættum skipað á eftirfarandi hátt:

Glúmur: Kirkjumálaráðherra
-- Skeletor: Páfi
-- Vestmann: Kardínáli
-- Rauðbjörn: Allsherjargoði

Gagnvarpið er komið til að vera
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 1/4/04 09:04

Við erum ekki með neinn, bara páfa. Kannski að við þyrftum að fá okkur einn.

Það er ekkert sem getur ekki stöðvað mig!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 1/4/04 09:07

Það kemur svosem alveg til álita að útnefna biskup, ég er hins vegar ekki alls kostar viss um hver skal sjá um það, kirkjumálaráðherra, páfi eða kardínáli, líklega verðum við að fá Lebba Djass til að skera úr um það, sem sérlegur Bjúrókrati okkar mun það vera vammlaust verk fyrir hann.

Gagnvarpið er komið til að vera
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 1/4/04 11:27

Biskupinn stendur og stöðuna metur.
Standarann faldi undir hempunni.
"Nú bjargi sér hver sem betur getur."
Brostinn var hugur hjá kempunni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Ég er svona að velta því fyrir mér hvort ég gæti komið til álita sem biskup yfir Baggalútíu. Ég stend að vísu framarlega í Andspyrnunni en biskupsembættið er ekki innan ríkisstjórnar og það er ekkert sem segir að biskupinn geti ekki verið stjórnarandstæðingur.
Að auki er ég bæði orðvar, vammlaus og með föðurlega ásjónu.
Mér bara datt þetta svona í hug.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dr Zoidberg 1/4/04 13:36

Má ekki halda keppni um biskupsembættið. Mætti halda keppni í að kveða niður draug.
‹Reinir að vekja upp draug›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 1/4/04 13:44

Enn betra væri ef tilvonandi biskup getur sýnt fram á hæfni í að stöðva hraunstraum eða vatnahlaup (munið að Kötlugos er í vændum).
Hvaða spámiðill sem er getur kveðið niður draug, en það eru bara snillingar sem stöðva eld og brennistein.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 1/4/04 13:47

Hvað með ef þeir sem gefa kost á sér í embætti biskups verði að stofna framboðsþræði hér á Baggalútíu þar sem "barið" verður á frambjóðendum?

Sá er kemur best út úr "barningnum" verður svo sjálfkrafa biskup Baggalútíu. Þannig splæsum við saman manndómsvígslu að heiðnum sið og máltækið "enginn verður óbarinn biskup". En splæsingar af þessu tagi eru mjög í anda Baggalútiskrar stjórnsýslu.

Þá vantar bara áhugasama og trúrækna frambjóðendur! ‹Nýr saman hófunum og getur varla beðið eftir að fá að "lumbra" á frambjóðendum›

Krónprins & Forsætisráðherra Baggalútíu • Baggalútíu allt!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Hví skyldi þurfa að halda keppni um biskupsembættið þegar ráðherraembættum og ýmsum bitlingum hefur verið úthlutað hér á silfurfati? Menn hafa jafnvel tekið sér hin ýmsu embætti sjálfir.
Ég bara spyr.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 1/4/04 15:41

Biskups-barningurinn gæti stytt biðina eftir almennilegu vori. Það er sjálfsagt að ákveða úrslitin fyrirfram, án þess að lúserarnir fengju nokkuð um það að vita.
Persónulega hef ég svosem ekkert á móti því að þú fáir míturinn, Herbjörn, jafnvel þó þú sért Dani.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Júlía mælti:

Persónulega hef ég svosem ekkert á móti því að þú fáir míturinn, Herbjörn, jafnvel þó þú sért Dani.

Danskur er ég ekki, en ég skal ekki fortaka að eitthvað sé af írsku blóði í æðum mínum í bland við norskt víkingablóð.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 1/4/04 15:50

Ef minnið svíkur mig nú ekki á ögurstund þá var það víst þannig í "pápískunni" að biskupsefni voru látin gera sérstaka yfirbót áður en þau voru vígð. Hvort þau voru beinlínis barin eða hvort þau áttu bara að slá sig smá á bakiö-með einhverjum trjágreinum man ég ekki nákvæmlega.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Herra Hafraflón, þú ert ekki norskur eða írskur, þú ert dani og verðskuldið alla þá bölvun sem þeir verðskulda. Ég hefði ekkert á móti þvi að tukta þig til, en biskup verður þú aldrei. Allaveganna mun ég segja mig úr Baggalútísku þjóðkirkjunni ef þú verður fyrir valinu.

Má ég leggja til að Leibbi Djazz verði útnefndur biskup? Hann kann að teygja lopann og stöðva góða hluti áður en þeir gerast, og er því fullkominn í starfið.

Sir Bjargmundur Svarfdal frá Keppum KBE • Nefndarmálaráðherra og Utanríkismálaráðherra Baggalútíu • Stórriddari Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 1/4/04 16:11

Herbjörn Hafralóns mælti:

Júlía mælti:

Persónulega hef ég svosem ekkert á móti því að þú fáir míturinn, Herbjörn, jafnvel þó þú sért Dani.

Danskur er ég ekki, en ég skal ekki fortaka að eitthvað sé af írsku blóði í æðum mínum í bland við norskt víkingablóð.

Ber að skilja Herbjörn minn á þessu blóðflokkatali þínu og þessum hvítþvætti þínum af dönskum áhrifum og blöndun, að þér séuð að gefa kost á yður í embættið? Finnst þetta tal þitt allt hljóma mjög framboðslega, býð eftir setningum eins og "það hafa komið að máli við mig menn". En ég tek undir með frk. Júlíu að fyrir mitt leyti og talar Nykur nú í krafti embættis síns, þá er auðvitað ekkert því til fyrirstöðu að þér farið í framboð til biskupsembættisins. Nema auðvitað að þér þurfið skriflegt leyfi frá Feminista til þess arna, er hún annars ekki sú sem klæðist brókunum á ykkar bæ.

Krónprins & Forsætisráðherra Baggalútíu • Baggalútíu allt!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 1/4/04 16:11

Nei, við þurfum einhvern lítillátan og fróman í starf biskups...Hvað með Skabba karlinn? Hann gæti þá staupað sig á messuvíninu milli embættisverka.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 1/4/04 16:18

Júlía mælti:

Nei, við þurfum einhvern lítillátan og fróman í starf biskups...Hvað með Skabba karlinn? Hann gæti þá staupað sig á messuvíninu milli embættisverka.

Gæti aldrei barið Skabba til neins embættis. Hef þurft að bera Skabba af Bar, en það er nú önnur saga.. ‹lítur í kíminn til beggja hliða, blikkar og gefur viðstöddum olnbogaskot›

Krónprins & Forsætisráðherra Baggalútíu • Baggalútíu allt!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 1/4/04 16:31
Krónprins & Forsætisráðherra Baggalútíu • Baggalútíu allt!
     1, 2, 3, 4, 5, 6  
» Gestapó   » Baggalútía   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: